Tölvumál - 01.10.1988, Page 5
undirstöðuþekking er afburða góð hjá nemendum í þessum löndum.
Til dæmis skara nemendur frá þessum heimshluta oftast fram úr á
ólympíuleikum ungs fólks í eðlisfræði og stærðfræði. Þessum ríkjum
hefur hins vegar ekki tekist að tengja hina miklu fræðilegu þekkingu
við hagnýta framleiðslu. Þrátt fyrir ótal rannsóknarstofnanir, fjöl-
marga vísindamenn sem eru í fremstu röð og miklar fjárveitingar er
því nú haldið fram að afrakstur þessa alls sé óverulegur. Yið Vestur-
landabúar eigum að minnsta kosti ekki erfitt með að þekkja hina hefð-
bundnu austantjaldsframleiðslu frá því sem framleitt er í okkar heims-
hluta.
Af þessari reynslu getum við lært að engin trygging er fyrir því að
fjármagn sem eytt er í háskólamenntun skili sér í aukinni þekkingu
í atvinnulífinu. Skólar sem brúa bilið á milli hefðbundins handverks
og fræðilegs háskólanáms eru nauðsynlegur hlekkur í menntakeðjunni.
Þá verður að sjá til þess að fyrirtækjum og stofnunum sé gert kleift
að fjárfesta í þekkingu starfsfólks og vinna að símenntun þess. Það
er mikilvægt að gera sér grein fyrir því í hverju þekkingin felst.
Það er til dæmis ekki fjárfesting í þekkingu að kaupa tölvu. Þekkingin
felst í því að starfsfólkið kunni að nota hana til að skila betra starfi.
Á íslandi vinna sennilega 15 þúsund manns eða fleiri daglega við
tölvuskjái. Árlega kosta fyrirtæki og stofnanir hátt í 5 milljörðum
króna til kaupa og reksturs á tölvuvæddum upplýsingakerfum. Tölvur
eru orðnar mjög útbreiddar í atvinnulífinu. Ganga má að því sem
vísu að hátt í 4 þúsund lítil fyrirtæki noti einmenningstölvur til að
færa bókhald, reikna út laun og leysa önnur verkefni á skrifstofum
sínum. Mörg fyrirtæki nota tölvur sínar ekki á heppilegasta hátt.
Sum hafa jafnvel ekki haft annað en kostnað og óþægindi upp úr
tölvuvæðingunni. Undanfarið hefur verið mikið rætt um rekstrarerfiðleika
fyrirtækja hér á landi. Flest af hinum þekktari gjaldþrota fyrirtækjum
voru þokkalega tölvuvædd að því er best er vitað. Ekki hefur verið
sýnt fram á að tölvuvæðing hafi skipt sköpum um afkomu fyrirtækja.
Ef við íslendingar ætlum okkur að laga upplýsingatæknina að okkar
þörfum verðum við að haga menntunarmálum okkar þannig að þekkingin
komist greiðlega til þeirra sem nota tölvurnar í sínu starfi. Flestir
þeirra hafa þegar lokið skólagöngu sinni og eiga ekki eftir að innrita
sig í tölvunám í háskóla. Menntunina verður að færa til almennra
starfsmanna fyrirtækja og stofnana og stjórnenda þeirra.
Stefán Ingólfsson.
5 TÖLVUMAL