Tölvumál - 01.10.1988, Page 7
Þrátt fyrir þessa gagnrýni voru flestir sammála um að framtíðin væri
síður en svo svört. Tæknikunnáttuna og hugvitið skorti ekki, og með
því að laga verkskipulag og vinna skipulega að markaðsmálum, þá
væru tækifærin næg. Markaður fyrir hugbúnað vex mjög hratt í ná-
grannalöndum okkar. Á vissum sviðum eins og fiskvinnslu, erum við
þegar komin vel á veg með útflutning á hugbúnaði, sem felldur er inn
í fiskvogir. Fram komu ábendingar um að greinin þyrfti að efla sam-
takamátt sinn, ekki síst hvað útflutning varðar. Einnig þyrfti að auka
mjög rannsóknir og þróunarstarf á sviði hugbúnaðarfræða og hagnýtingar
tölva.
Ráðstefnuna sóttu 85 manns. Tóku fundarmenn mikinn þátt í efni
ráðstefnunnar með fjölmörgum fyrirspurnum til framsögumanna og
líflegum umræðum um efnið. Þótti mönnum ráðstefnan takast vel og
markmið hennar hafa náðst, þ.e. að varpa ljósi á stöðu og horfur hug-
búnaðariðnaðar á íslandi. -pj.
Frá ráöstefnu Skýrslutœknifélags íslands, "Hugbúnaöariönaöur á
íslandi, staöa og horfur", haldin á Hótel Sögu, 26. október 1988.
7 TOLVUMAL