Tölvumál - 01.10.1988, Síða 16

Tölvumál - 01.10.1988, Síða 16
vinnubrögð við tölvunotkun eru oftast að verulegu leyti frábrugðin því, sem áður gerðist. Stundum eru þessar breytingar mjög kostnaðarsamar. Það er algengt að jafnvel þó ekki hafi verið uppi áform um að breyta húsnæði fari umtalsverðar breytingar fram fljótlega eftir tölvukaup. Leggja þarf rafleiðslur að tölvutækjum. Ekki er víst að unnt sé að nota gamlar rafleiðslur. Stundum getur jafnvel þurft að breyta stofn- lögnum. Oftast fylgja einhverjar breytingar á húsnæði tölvuvæðingunni. Þegar röskunin er mest þarf að breyta herbergjaskipan, innrétta sérstakt tölvuherbergi og gera fleiri breytingar. Jafnvel þótt ekki sé um miklar breytingar að ræða fylgir því kostnaður að koma fyrir leiðslum og köplum eða setja upp hillur svo dæmi séu nefnd. Þegar lagðir eru stokkar fyrir kapla þarf oft að brjóta göt á veggi. Sama máli gegnir um raflagnir. Þeim geta fylgt breytingar á innréttingum. Reynslutími Flestir þekkja sögur af erfiðleikum, sem komið hafa upp, þegar ný viðamikil tölvukerfi hafa verið tekin í notkun. Á síðustu árum hafa menn lagt sig fram um að undirbúa sig af kostgæfni til að breytingin verði sem átakaminnst. Algengt er að smágallar í hugbúnaði, sem ekki fundust við kerfisprófanir, komi í ljós þegar hugbúnaðurinn er tekinn í notkun. Fyrstu vikurnar þarf starfsfólk að ná tökum á nýjum vinnu- brögðum. Reynslan sýnir að reikna verður með því að ýmiskonar kostn- aður verði við að taka hugbúnað í notkun. Óvænt vandamál koma upp fyrirvaralítið og höfundar hugbúnaðarins geta ekki sleppt hendinni af kerfunum fyrr en þau eru farin að vinna áreynslulaust. Afköst starfs- fólks á reynslutímanum eru minni en síðar verður þegar full reynsla er komin á hugbúnaðinn. Eigandi hugbúnaðarins upplifir þessa erfiðleika sem ófyrirséðar greiðslur til verktaka aukna yfirvinnu hjá starfsfólki og jafvel röskun á starfsemi fyrirtækisins. Kostnaðurinn, sem af því hlýst er raunverulegur þótt erfitt geti verið að lesa hann sem ákveðna fjárhæð í bókhaldi. Upplýsingahagfræði Tölvusalar eru ekki á einu máli um hvaða aðferðir skuli nota við að meta stofnkostnað og rekstrarkostnað upplýsingakerfa. Sumar tölvugerðir eru ódýrar í kaupi en kostar mikið að halda við og reka. Með aðrar gerðir er þessu öfugt farið. Kostnaður við hugbúnað er breytilegur frá einum tölvuframleiðanda til annars. Mikið er fáanlegt af stöðluðum hugbúnaði fyrir sumar tölvugerðir en minna fyrir aðrar. Af því sem hér hefur verið sagt er ljóst að það getur haft áhrif á hagkvæmnismat 16 TÖLVUMÁL

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.