Tölvumál - 01.10.1988, Side 18

Tölvumál - 01.10.1988, Side 18
Þorvarður Kári Ólafsson: STAÐLAR AUKA HAGNÝTT GILDI UPPLÝSINGATÆKNINNAR Þorvarður Kári Ólafsson, tölvunarfræðingur, er starfsmaður UT-staðlaráðs frá 1. ágúst 1988. Hann hefur aðsetur hjá Reiknistofnun Háskóla íslands, sími 694754. Þorvarður starfaði áður að tölvuvœðingu hjá Teli AB í Svíþjóð. Hann hefur einnig starfað hjá Kristjáni Ó. Skagfjörð h.f. og SKÝRR. Til hvers eru staðlar? Við lifum í heimi breytinga, þar sem tækninýjungar auka stöðugt við þekkingu okkar. Eftir sem áður er þörf á að setja reglur - að staðla vissa þætti í umhverfi okkar. Þetta á ekki síst við í upplýsingatækni. Nýtísku tölva er gagnslaus án samhæfðs hugbúnaðar. Enginn vill lenda í því að kaupa tæknilega fullkominn búnað, sem reynist ótengjan- legur öðrum búnaði. Eða það sem verra er: virðast passa, en truflar annan búnað á einhvern óskiljanlegan hátt. Mikilvægi upplýsingatæknistaðla er nú orðið augljósara en áður fyrr. Það er ekki lengur litið á þá sem uppáþrengjandi, úrelta og takmark- andi. Þetta sjónarmið var í hávegum haft þegar hagnýting tækninnar kom langt á undan stöðlunum, en nú er yfirleitt unnið að stöðlun sam- hliða tækniþróuninni. Staðlar eru oft komnir áður en nokkur er farinn að hagnýta sér hina nýju tækni að neinu marki (dæmi: greiðslukort, "smart-cards", strikamerki). Þeir eru jafnvel forsendan fyrir því að hægt sé að leysa ákveðin vandamál, sérstaklega á sviði tölvusamskipta, svo sem skráarflutning, tölvupóst og skjáhegðun. Samskiptatæknin er komin á það stig, að það þjónar nánast engum tilgangi að loka einstök kerfi inni í "fílabeinsturni". Eðli staðla almennt hefur auk þess breyst. Áður var nánast lýst í smáatriðum hvernig framleiða ætti staðlaða vöru, en nú er Iögð áhersla á hvaða skilyrðum varan þarf að fullnægja og lítið hirt um hvernig. Oft er byrjað á að byggja "eilíft" líkan eða beinagrind, sem fyllt er síðan upp í eftir því sem tækninni fleytir fram. Dæmi um þessa 18 TÖLVUMÁL

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.