Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1990, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.12.1990, Blaðsíða 5
Desember 1 990 Fréttir af netinu Björn Þór Jónsson, nemi Þegar ég gekk til liðs við ritnefhd Tölvumála var um það rætt að ég flytti lesendum blaðsins fréttir af ráðstefhum á Unix-tölvunetunum. Á netinu eru alls um 1000 ráðstefnur, þannig að enginn nær aðfylgjastmeðþeimöllum. Því velur hver sér ráðstefnur eftir sínu áhugasviði. Ráðstefnur þessar ná yfir afar breitt svið, þó flestar fjalli að sjálfsögðu um tölvutengd mál. Meðal ráðstefna má nefna comp.lang ráðstefnur um for- ritunarmál, comp.ai um gervi- greind, comp.virus umveirurog aðra óværu, rec.arts um ýmis málefni, rec.food ráðstefnur um mat og matargerð, alt.sex um það sem nafnið bendir til, og svona mætti lengi telja. Ein ráðstefna, sem er áhugaverð fyrir alla þá sem áhuga hafa á tölvumálum, er comp.risks. Eins og nafnið bendir til fjallar hún um viðsjár og hættur þær sem liggja kunna f leyni við tölvuvæðingu. Efni mitt að þessu sinni er eingöngu af þessari ráðstefnu. Þó er mikið af því sem þar birtist látið ósnert hér. Þetta er að sjálf- sögðu birt án allrar ábyrgðar, ykkur til gamans og gagns. Bréfasímarnir geyma bréfin ykkar I einu skeytinu segir Jan Christiaan van Winkel frá því þegar hann var beðinn um að skipta um pappír á bréfasímanum (fax). Hann þurfti í leiðinni að skipta um blekrúllu (toner roll). Þá kom hann auga á að öll bréf, sem móttekin höfðu verið, voru "brennd" í blekrúlluna. Þannig, að jafnvel þó hann stæði við tækið og biði eftir einkabréfi, gat næsti maður einfaldlega opnað bréfasímann og lesið það. Eins var varasamt að henda blek- rúllunni beint í ruslið, hún gæti lent í höndum óprúttinna náunga. Hins vegar bendir Douglas Jones réttilega á að um árabil hafi ritvélar með "carbon"borða skráð Öll bréf, sem móttekin höfðu verið, voru "brennd" í blekrúlluna. samviskusamlega allt sem á þær var slegið, einnig villur og leiðréttingar. Yandamálið erþví að minnsta kosti jafngamalt IBM Selectric ritvélinni, og reyndar það vel þekkt að það hefur verið notað í nokkrum leynilögreglu- sögum. Hins vegar gleymir Jones því að ritvélar eru nokkuð annars eðlis en bréfaslmar, því venjulega hefur hvert fyrirtæki aðeins einn bréfasíma, og um hann fer allt sem sent er til fyrirtækisins. Ritvélar standa hins vegar á borði eiganda síns, og eru því óaðgengilegri. Kosningar gegnum síma Undanfarnar vikur hefur mikið púður farið í umræður um kosningar gegnum síma. Flestum má vera ljós sú áhætta sem lagt væri í ef stysta leið væri farin, og hver maður gæfi upp nafn sitt og kysi svo. Því hafa menn lagt höfuðið í bleyti og töfrað fram hugmyndir, flestar reyndar annað hvort óframkvæmanlegar eða ólýðræðislegar, að lausnum á vandamálinu. Sjálfur hef ég lítið fylgst með þessu, og er hjartanlega sammála Joseph R. Beckenbach sem telur að menn séu að leita að tæknilegum lausnum á vandamáli semséekkitæknilegt. Hannvill gera kosningadag að frídegi, til að minna fólk á mikilvægi lýðræðisins, líkt og við höldum 17. júnf hátíðlegan til að minnast fyrri afreka í þágu þess. Skondið mál Jerry Leichter segir frá athyglisverðu máli sem upp kom í Bandaríkjunum. Samkvæmt samningi milli fyrir- tækjanna Logisticon og Revlon, átti fyrrnefnda að sjá því síðarnefnda fyrir birgða- hugbúnaði. Innifalið í samningnum var þróun og stuðningur. Að sögn forráða- manna Revlon starfaði hugbún- aðurinn ekki eins og til var ætlast, og 9. október stöðvuðu þeir 5 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.