Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1990, Blaðsíða 13

Tölvumál - 01.12.1990, Blaðsíða 13
Desember 1 990 Tækni sú sem notuð er í íslenska gagnaflutningsnetinu kallast pakkasending, eða packet switching. Notkun tölva í íjarskiptum er frábrugðin talsímanotkun. Þegar fólk notar sfma þá standa símtöl stutt yfir, nokkrar mínútur, og "gagnaflutningurinn" er sam- felldur, það er að segja að fólk gerir lítið hlé á máli sínu. Tölvunotkun í tjarskiptum hefur hinsvegar það einkenni að gagna- flutningurinn er f skömmtum. Notandi situr við skjá sinn og kallar fram eina og eina skjámynd eða tvær tölvur senda skrár sín á milli með óreglulegu millibili. Á milliþessara sendingaer "þögn" á sambandinu. Með því að meðhöndla gögnin frá tölvunum á þann hátt að hægt væri að flétta saman á línunum gögnum frá mörgum aðilum yrði unnt að fylla upp í þagnirnar og samnýta lfnur og sambönd. Gögnum notenda er þvf safnað saman í skammta sem kallast pakkar og pakkarnir auðkenndir sérstaklega. Hver tenging á milli notenda er einnig á því sem kallast sýndarrás. Af þessum sökum geta margir pakkar verið á ferðinni á sömu samböndum ffá óskyldum aðilum. Þetta fyrirkomulag hefur marga kosti: * Upphafs- og endastaðir eru óháðir hvor öðrum í hraða. Netkerfið hefur búnað til að aðlaga sendingar þegar sendandi og móttakandi eru á ólíkum hraða. * Getur tekið við miklum álagstoppum í gagna- sendingum. * Aðlögun að breyttum að- stæðum innan netkerfisins til dæmis að beina gagnaum- ferð á sambönd þar sem álag er lítið, eðaframhjábilunum. FPS gæti gert gagnaflutning á milli staðameta mun hraðari en hann er í dag Mynd 2 Veikleikar pakkakerfa eru einnig nokkrir, að minnsta kosti ef ædunin er að senda gögn á miklum hraða um slík kerfi. * Löng töf. Meðhöndlun gagnanna er þess eðlis að tíma getur tekið að vinna úr pakkasendingum í net- stöðvunum og biðraðir myndast á línunum. * Breytileg töf. Þar sem gögn frá ólíkum aðilum geta verið á ferðinni á sömu samböndum samtímis þá geta myndast álagstoppar sem hafa áhrif á alla sem eru að senda þá stundina. Gögn berast því á áfangastað með breytilegu millibili. * Flöskuhálsar í flóknum netum. Óvænt skriða af gögnum getur valdið flöskuhálsum f stórum netkerfum. Tengingar um langlínukerfi Þegar pakkanet komu fram á sjónarsviðið var langlínu- tengingum háttað á annan veg en nú tíðkast. Netstöðvarnar voru þá tengdar innbyrðis með flaumrænum (analog) línum, til dæmis með mótöldum. Hraði á slíkum samböndum er alla jafna Tækni sú sem notuð er í íslenska gagna- flutningsnetinu kallast pakkasending, eða packet switching. lágur og hætt við villum. Af þessum sökum er mjög öflug villuleit á línum frá endabúnaði til netstöðvanna og á milli einstakra netstöðva. Net- stöðvamar þurfa að yfirfara hvem einasta gagnaramma til að leita að villum og tfma getur tekið að vinna úr sendingunum og við mikið álag myndast biðraðir á línunum. Ljósleiðarinn hefur hinsvegar gjörbreytt þessu. Villutíðni á ljósleiðurum er hverfandi lítil. Tala á borð við 1 bita á móti 1.000.000.000.000 bitum er ekki fjarri lagi. Þess vegna er ekki lengur nauðsynlegt að villuprófa gögn jafn ítarlega sem um netið fara ef það er tengt með ljósleiðara. Jafnframt þessu þá er ljóst að þörf er á hraðvirkari þjónustu í gegnum pakkanet en almennt er boðið upp á; hámarkshraði nú er gjarnan 64.000 bit/sek. Dæmi um slíkar háhraðasendingar væm á milli tveggja staðarneta samtengd með pakkaneti (LAN- WAN-LAN). Jafnvel hæg- virkustu staðarnet sem notuð eru núna eru mun hraðvirkari en pakkanetin. Tækni hraöpakkaneta Hraðpakkanet eru í hnotskurn einfóldun á núverandi senditækni netanna. Helstu atriðin eru eftirfarandi: Engin villuleit á línum milli netstöðva, engin flæðistýring á línum milli net- stöðva, notkun sýndarrása innan netanna og sýndarrásaleiðir á milli staða eru fastákveðnar. Úr- vinnslu úr gagnarömmum í net- stöðvunum er haldið í lágmarki. 1 3 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.