Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1990, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.12.1990, Blaðsíða 14
Desember 1 990 Gögn eru villutékkuð á hverjum legg frá A til B Mynd 3 mishratt á áfangastað. Hægt er að jafna út þennan tíma með sérstökum aðferðum og hlustandi heyrir þvf talið sem eðlilegt væri. Engin villuleit yrði á pökkum sem innihéldu tal. Þeim sem brenglast er eytt og engin tilraun gerð til að endursenda pakkann. Með notkun hraðpakkaneta opnast sá möguleiki að flytja tal í pakkaformi. Vegna hinnar lágu villutíðni á ljósleiðarasamböndum verður óþarfi að villuleita jafn mikið og núna á milli netstöðva. Gagnaramminn verður mikið einfaldaður. Á mynd 1 sést hvernig hraðpakkarammi lítur út miðað við X.25-HDLC ramma. Verði rammi fyrir hnjaski á leið sinni á milli tölva þá er ekki krafist endursendingar á honum heldur er honum einfaldlega eytt. Þar sem pakkaflæði er aldrei stöðvað vegna villu er ekki heldur notuð flæðistýring. Séu hinsvegar flutt gögn yfir netið þar sem villuvarnar er krafist er það gert á viðkomandi sýndarrás enda-í- enda gegnum netið, eða á æðri stigum samskiptanna innan tölvanna sem tengd eru netinu. Til að stytta tímann sem mest sem tekur að tengja saman búnað í gegnum hraðpakkanet þá eru leiðirnar á milli staða fastákveðnar fýrirfram og engum tíma varið í að ákveða hvaða leiðir skulu valdar fyrir viðkomandi tengingu (svokallað hardware switching). Með notkun hraðpakkaneta opnast sá möguleiki að flytja tal í pakkaformi. Gagnflutningurinn yrði straumur af smáum pökkum sem fengju forgang í gegnum netið. Þar sem litlar tafir eru í hraðpakkanetum þá tæki stuttan tíma að koma pökkum til skila en pakkar geta samt sem áður tafist á leið sinni á milli staða og þvf skilað sér Hlustandi yrði hvort eð er varla var við það að einn og einn pakka vantaði inn í sendinguna. Hraðpakkanet og önnur slík breiðbandskerfí, eru enn á bemskustigi. Nokkum tíma mun taka að þróa þessa tækni og slípa til en í framtíðinni mun tölvu- notendum standa til boða samskiptakerfisemtakaöllu því fram sem við þekkjum í dag hvað hraða snertir. Stöðlun á þessu sviði mun einnig tryggja að samgangur milli þessara nýju kerfa verði sem einfaldastur og greiðastur. 14 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.