Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1990, Blaðsíða 24

Tölvumál - 01.12.1990, Blaðsíða 24
Desember 1990 Fjarnet, hvert skal stefna ? Hermann Valsson, Toyota Þegar ræða skal um Fjarnet (WAN) þá er oft erfitt að ákveða hvort skoða eigi málið út frá gamla umhverfinu sem við þekkjumsvovel. Þ.e.a.s. tengja saman miðlungs eða stórtölvu í gegnum modem yfir í skjá. Eða hvort við eigum að leyfa okkur þann munað að skoða það út frá þeim tækninýjunum sem eru að ryðja sér hvað mest til rúms f dag. Hér á ég við tengingar þar sem einmenningstölvan, nærnet, gátt og X.25 vinna saman sem hljómfögur tónlist. Möguleikarnir sem þessi tækni gefúr okkur eru stórkostlegir svo ekki sé fastar að orði kveðið. Við eigum þess kost að vinna í okkar eigin tölvuumhverfi svo sem bókhaldi, ritvinnslu eða einhverju öðru tölvuverkefni. American Airlines Inc. þurfti að veita um 72.000 starfsmönnum aðgang að þremur tölvukerfum. Síðan tengjast í gegnum næmetið yfir gáttina og inn á X.25. Þaðan er greiður vegur inn á margar einstakar auðlindir. Þettagetum við gert allt án þess að yfirgefa það verkefni sem við erum að vinna að. Reyndar getum við haft öll þessi verkefni uppi samtímis. Frá einmenningstölvunni mun notandinn geta með einum hnappi, hoppað frá þeirri lotu sem geymir þau verk sem tengd eru hans eigin umhverfí og hleypt honum áfram og inn á aðrar auðlindir svo sem: X.400 þjónustu póst og síma þar sem fax telex og skjallaus samskipti munu fara fram. Farmskrá Eimskip til að sjá hvar vörusending er stödd. Þjóðskrá í tölvu Skýrr. Símaskrána hjá Pósti og síma. Nærnet í næsta bæjarfélagi og þaðan í ????. í dag er þetta þekkt tækni og er hægt að hafa allt að 9 mismunandi auðlindir undir sama skjáhermi. I þessu umhverfi höfúm við f|ögur afgerandi lykilatriði sem munu valda þessari byltingu. Nálgast upplýsingar, vinna úr þeim og senda þær áfram. Þetta er eitt af lykilatriðunum fyrir aukinni framleiðni starfsmanna, afkomu fyrirtækjanna og þar með afkomu þjóðarbúsins í heild. Þessi lykilatriði eru: * Einmenningtölvan * Nærnetið * Gáttir til að tengja Nœrnet inn á X.25 * X.25 net til að tengjast inn á jjarlægar auðlindir. í þessari grein skulum við skoða 3 dæmi þar sem þetta hefur verið tekið upp eða verið er að taka þessa tækni í notkun. Við munum skoða eitt dæmi frá stóru Bandarísku fyrirtæki og 2 frá íslenskum fyrirtækjum. Einnig skulum við skoða lítillega hvaða ávinningur er af þessum tengingum. AA-dæmið American Airlines Inc., er stærsta flugfélag Bandaríkjanna. Það er með 482 þotur f rekstri á 2250 flugleiðum á hverjum degi til 157 borga vítt og breitt út um allan heim. Það notar umrædd fjögur lykilatriði og uppskeran er fram- leiðniaukning um 7 til 9%. American Airlines Inc. þurfti að veita um 72,000 starfsmönnum aðgang að þremur tölvukerfum. Tvö þessara kerfa hafa verið í notkun til fjölda ára. Sabre er annað þeirra. Við Sabre tölvukerfíð eru tengdir um 160.000 skjáir, prentarar og önnur jaðartæki út um allan heim. Þar af eru 14.000 ferðaskrifstofúr tengdar við Sabre og eru þær staðsettar vítt og breitt um heimsbyggðina. Hitt kerfíð er hið almenna viðskiptakerfi American Airlines Inc. Þriðja kerfið og það yngsta er InterAAct. Það mun kosta um 9 milljarða Ikr þegar það verður komið upp. Það eru aðallega tvö atriði sem hafa rekið á eftir American Airlines Inc. til að setja upp InterAACT. í fyrsta lagi var skortur á stöðluðum tölvubúnaði til að veita starfsmönnum aðgang að öllum þeim auðlindum sem tölvukerfí fyrirtækisins höfðu upp á að bjóða. í öðru lagi að spyrna við miðstýringu gagna sem síðan myndi leiða af sér miðstýringu fyrirtækisins. Það var skoðun þeirra að færa ætti ákvörðunartöku innan fyrir- tækisins neðar í valda- pýramídanum. Tilgangur þess 24 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.