Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1990, Blaðsíða 11

Tölvumál - 01.12.1990, Blaðsíða 11
Desember 1 990 endursala á línunum eða hluta úr þeim. Þess ber að gæta, að í fjar- skiptalögunum er ekki tekið íram að skoða eigi virðisaukandi þjónustu með öðrum hætti en fjarskipti almennt. Þvert á móti gefur orðalagið "hvers konar fjarskipti" í 2.grein laganna til kynna að ekki hafí verið ætlunin að hafa neinar undantekningar á einkarétti ríkisins. Póstur og sími taldi hins vegar að svo ffamarlega sem ijarskipta- virki ríkisins, þ.m.t. leigulínur, væru notuð sem grunnsamband, bryti það ekki í bága við anda laganna að leyfa einkafyrirtækjum að selja virðisaukandi fjarskipta- þjónustu. Þar að auki verða mörkin milli íjarskipta og tölvuvinnslu stöðugt ógreinilegri. Samgönguráðuneytið hefur lýst sig sammála þessari túlkun og gefið grænt ljós fyrir þeim breytingum á gjaldskrá og reglum, sem gefnar voru út á síðastliðnu sumri. Samkvæmt reglunum eru leigulínur greindar í þrjá flokka Erfitt er að finna formúlu, sem leiðir til jafnhárra gjalda fyrir gagna- flutningsnetið og leigulínur. eftir umfangi samtengingar. í fyrsta flokki eru þær línur, sem eingöngu tengja saman mis- munandi starfsstöðvar sama fyrirtækis og njóta þær sem fyrr sérstakra kjara. í öðrum flokki eru þær línur, sem tengja saman tvö óskyld fyrirtæki og eru notaðar af öðru fyrirtækinu til að veita hinu tölvuþjónustu í einhverju formi. Þessari notkun hefur verið lýsthér að framan og er ekki um að ræða neinar breytingar á þeim reglum og gjöldum, sem gilt hafa fyrir þær. í hinum nýja þriðja flokki eru síðan línur, sem hægt er að nota til að samtengja fleiri en tvo aðila svo framarlega sem fram fari sala á virðisaukandi þjónustu. Við ákvörðun á gjöldum fyrir leigulínur í þriðja flokki vildi Póstur og sími hafa að leiðarljósi að ekki skyldi vera áberandi munur á gjöldum fyrir gagna- flutning hvort sem hann fer fram í almenna gagnaflutningsnetinu eða á leigulfnum. Samanburður á gjöldum fyrir leigulínur í 2.flokki og í gagnaflutningsnetinu er hinu síðarnefnda mjög í óhag þrátt fyrir það að íslenska gagnaflutningsnetið sé rekið með lægri afnotagjöldum en í nágrannalöndum okkar. Póstur og sími óskaði að fá að taka magngjald af leigulínum í 3.flokki á svipaðan hátt og gert er í gagnaflutningsnetinu, en þar sem mæling getur ekki auðveldlega farið fram á leigulínunum, var gert ráð fyrir að reikna með 8 mínútna notkun á dag á þeim bitahraða, sem línan er leigð fyrir. Fordæmi eru fyrir gjaldtöku af þessu tagi á leigulínum fyrir talsíma. Þar sem ljóst var að þessi gjaldtaka mundi alls ekki duga til að skapa jöfnuð milli leigulínanna og almenna gagnaflutningsnetsins var jafnframt lagt til að lækka gjöld í hinu síðarnefhda. Tillögur Pósts og síma voru þær að lækka föst afhotagjöld um 25% og lækka gjaldið fyrir hverja gagnasneið úr 1,7 eyri í 1,1 eyri innan sama hnúts í netinu og úr 2,4 aurum í 2,2 milli hnúta. Þetta samsvarar 35 og 8,5% lækkun á gagna- sneiðargjaldinu. Sérstök áhersla var lögð á lækkun innan sama hnúts, vegna þess að þar var að finna mest ósamræmi við leigulínur. Erfitt er að fmna formúlu, sem leiðir til jafnhárra gjalda fyrir gagnaflutningsnetið og leigulínur í öllum tilvikum og ef til vill ekki óeðlilegt að gjöld í hinu fyrrnefnda séu eitthvað hærri með hliðsjón afþvíaðþaðnærtil allslandsins. Með hinum nýju reglum hefur náðst eftirtalinn árangur: 1. Viðurkennt er að virðisaukandi þjónusta brjóti ekki í bága við jjarskiptalögin, en víða erleruiis hejur reynst nauðsynlegt að breyta jjarskiptalögum eða setja ný lög til þess að innleiða slíkar þjónustur. Viðurkenningin skapar grundvöll jyrir aukna starjsemi einkajyritœkja á sviði upplýsingatœkni. 2. Komist er hjá því að hajna leigu á línum hjá aðilum, sem haja í hyggju að nota þær umjram það, sem tíðkast hejur. 3. Gjaldskrá og reglur um leigulínur eru nú skýrari en áður. 4. Viðurkennt er það sjónarmið að jyrir gagnajlutning skuli gilda gjöld cjsömu stærðargráðu óháð því hvaða leiðir eru valdar íjjarskiptavirkjum ríkisins. Þannig má œtla að auð- veldara verði jyrir Pósti og síma að uppjylla ájram þœr kröjur, sem til stojnunarinnar eru gerðar um að veita sömu jjarskiptaþjónuslu um allt land. Miklar umræður hafa á síðustu árum farið ffam erlendis um þróun fjarskipta, ekki hvað síst í Efnahagsbandalaginu. Þær ákvarðanir, sem þar eru teknar, munu hugsanlega hafa áhrif á framvindu mála hér á landi. Nýmælin í gjaldskrá Pósts og síma eru á ýmsan hátt í takt við það sem er að gerast í Evrópu og býr okkur undir hugsanlegar breytingar á fjarskiptastarfsemi. Pósti og síma er engu að síður ljóst, að breytingar eru nú svo örar á fjarskiptasviðinu að líklega þarf að endurskoða reglur um leigulínur aftur eftir stuttan tíma og þá með hliðsjón af þeirri reynslu sem fæst af núverandi gjaldskrá. 11 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.