Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1990, Blaðsíða 30

Tölvumál - 01.12.1990, Blaðsíða 30
Desember 1990 EDIFACT (EDI For Administration, Commerce and Trade). EDIFACT sér ekki einungis um útlit gagna, heldur felur í sér reglur og búnað vegna dreyfingar. Þannig má t.d. koma réttum upplýsingum til banka og fara ffam á millifærslur til þess greiða reikninga og taka á mðti greiðslum. Enn hefúr OSI ekki náð svo langt að geta boðið upp á fullkomna lausn á ofangreindu dæmi með bankann. Síðustu skrefm eiga sér oftast stað innan lokaðra samskiptakerfa. Þó hafa verið hannaðir OSI samskiptamátar sem í framtíðinni munu bjóða upp á þessa lausn. Samskipti innan deilda OSI er ekki aðeins bundin við fjærnet (WAN) eins og í dæminu hér að ofan, heldur á einnig heima þar sem nærnet (LAN) er notað. Við skulum halda áfrarn með dæmið og snúum okkur að verksmiðjunni. Þar tekur stjórnandi við X.400 skeyti, þar sem beðið er um ákveðið magn af vöru XYZ. Hann kemur upplýsingunum áfram í skipana- skrá, sem segir til um: hvað, hvenær og hvernig framkvæma eigi verkið. Hér eru fyrirskipanir settar í skrá og FTAM samskiptamátinn notaður til að koma skipununum niður til ffamleiðslutækjanna sjálfra. Þetta eru rauntímaskipanir á borð við BYRJA, ENDA, OPNA, LOKA o.s.frv. OSI inniheldur víðtækt safn merkja og skipana sem notaðar eru f samskiptum tölvustýrðra tækja í verk- smiðjunni. Yfir áttatíu slfkar skipanir eru skilgreindar í OSI MMS staðlinum (OSI Manufacturing Messaging Specification). Með MMS skipunum er einnig hægt að senda gögn frá forritanlegum rökrænum eða tölulegum stýrieiningum, PCLs (Programmable Logic Controllers) eða NCs (Numerical controllers) á marga vegu. í stórum verksmiðjum er ofl mikill fjöldi forritanlegra tækja tengdur saman. Fjöldinn getur orðið það mikill að erfit getur reynst fyrir stýrieiningar að finna rétta tækið. OSI inniheldur víðtækt safn merkja og skipana sem notaðar eru í samskiptum tölvustýrðra tækja í verksmiðjunni. OSI býður upp á möguleika eða þjónustu sem kalla má nafnaskrá, þar sem geymd eru m.a. heiti og staðsetningar á tækjum. Samskiptamátinn við þessa þjónustu er kalladur X.500 eða OSI DS (Directory Service). Væntanlegir OSI möguleikar í tengslum við tölvupóst (E-Mail) hefur X.500 nýlega verið viður- kenndur sem alþjóðlegur staðall. Notendur tölvupósts geta því bætt X.500 við X.400 þjónustu í framtíðinni. Þetta kemur til með að styrkja X.400 mikið, sér- staklega í stórum og flóknum netum. Tveir nýjir samskiptamátar verða brátt teknir í notkun, en það eru OSITP (Transaction Processing) og VT (Virtual Terminal) í ffamleiðslugeiranum er stöðugt verið að útvíkka MMS, sérstaklega fyrir svokölluð vélmenni (Robots). Nær öruggt má telja að OSI verði sá staðall sem stendur upp úr f framtfðinni og skari fram úr núverandi stöðlum á borð við TCP/IP eða NetBIOS í virkni og fjölhæfni. Einnig má gera ráð fyrir að OSI leysi af hólmi staðla á borð við DECnet og SNA í framtíðinni. Ekki ertalið líklegt að þetta gerist á einni nóttu. OSI stefnir hratt í átt aukinnar virkni og er algjörlega óháður tölvuframleiðendum. Fleiri og fleiri fyrirtæki byggja framtíðar- stefhu sfna í tölvumálum á OSI staðlinum. Útbreiðsla OSI Viðtökur eru breytilegar eftir heimshlutum. í Evrópu hefur nær þriðja hvert fyrirtæki þegar hafist handa við að koma sér upp OSI eða hafið uppbyggingu á OSI þjónustu á einn eða annan hátt. Einn þriðji hlutinn hefur þegar ákveðið að taka upp OSI í framtíðinni og eitt af hverjum flórum sýnir mikinn áhuga á OSI. í Bandaríkjunum hefur aðeins eitt af hverjum tíu fyrirtækjum þegar hafist handa en tvöfalt fleiri hafa ákveðið OSI sem framtíðarlausn. Eitt af hverjum þremur fyrirtækjum sýnir OSI verulegan áhuga. (Úr nýlegri skoðanakönnun Yankee Group) Það er athyglisvert að skoða hvemig ríkisstjórnir ýmisa landa hafa tekið OSI. Allt frá byrjun ársins 1989 hafa sumar ákveðið stefnu sína og reið England fyrst á vaðið. Síðan kom Svíþjóð og hin norðurlöndin fljótt á eftir, sama ár. Athyglisvert er hvað Bandaríkjastjórn tók seint við sér eða í ágúst 1990. Þegar ríkisstjórnir ákveða stefnu í átt að OSI er oft myndaður rammi utanum þá þætti innan OSI sem samkomulag hefúr náðst um. Hér er því oft talað um OSI snið eða GOSIPs (Government 30 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.