Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1990, Blaðsíða 20

Tölvumál - 01.12.1990, Blaðsíða 20
Desember 1 990 IBMLink er ný þjónusta sem IBM er að undirbúa. Undir hana mun DIAL-IBM falla í endur- bættri útgáfu. Öll samskipti, þjónusta og viðskipti IBM á tölvutæku formi við viðskiptavini, þjónustuaðila, söluaðila, fram- leiðendur og aðra falla undir IBMLink. Þessi tölvusamskipti geta verið á formi aðgangs að gagnabönkum IBM, tölvupósts, SMT (skjalaskipti á milli tölva) eða skráaflutnings. Stefnt er að því að geta afhent hugbúnað og leiðréttingar til viðskipatavina á þessu formi. Þar sem við- skiptavinur er tengdur IBMLink munu kerfísfræðingar IBM eða tæknimenn geta náð sambandi við tölvu viðskiptavinarins og þannig veitt leiðsögn og aðstoð. í þessu kerfi verður tekið við pöntunum og gefst viðskipta- vinum kostur á að fylgjast með stöðu pantana í kerfinu. Stefnt er að því að I öllum tölvum frá IBM verði nauðsynlegur búnaður til að tengjast IBMLink. Virðisaukaþjónusta (VAN) IBM á íslandi er nú að kanna hvort heimild fæst til að veita aðgang hér á íslandi að virðis- aukandi netþjónustu í Alþjóðaneti IBM. Viðskiptavinir á íslandi munu tengjast netinu hjá IBM á Islandi og njóta sömu þjónustu og viðskiptavinir í öðrum löndum. Helstu þættir virðisauka- þjónustunnar eru: Tölvupóstur Við tölvupóstþjónustuna tengjast skrifstofukerfí IBM, t.d. Skrif- stofusýn. Tölvupóstkerfíð sér um að breyta skeytum sem ekki eru samkvæmt þeim staðli sem móttakandinn ræður við. Einnig gefst notendum kostur á að tengjast með ET eða skjá pósthólfi í þessu kerfi. Hér er um að ræða þjónustu við notendur skrif- stoukerfa frá IBM. Gáttir eru úr þessu kerfi inn í almenn X.400 net og TELEX net. Einnig má senda skeyti úr kerfrnu á FAX tæki. Flutningur á skrám Skráaflutningur á milli tölva fer þannig fram að notendur senda sínar skrár inn í kerfið sem kemur þeim til skila til viðeigandi móttakanda. Með þessum hætti skiptir ekki máli þó að sendandi og móttakandi noti skráaflutnings- forrit sem ekki ganga beint saman. SMT (EDI) þjónusta SMT eða EDI þjónusta býður notendum að senda inn SMT gögn sem netið skilar síðan til viðeigandi viðtakanda. Með því að nota SMT þjónustu eins og hér um ræðir getur viðskiptavinur átt SMT samskipti við marga aðila um eina tengingu, þ.e. tölva notanda þarf ekki að tengjast beint tölvum allra aðlila sem hann á SMT samskipti við. Aðgangur að gagnabönkum Ymis fyrirtæki veita aðgang að upplýsingum á sínum tölvum um Alþjóðanetið. Þannig getur notandi sem tengdur er netinu gert samning við þann aðila sem veitir slíka þjónustu og tengst honum síðan um netið. Videotex Veittur er aðgangur að Videotex þjónustu í netinu. Þannig getur Videotexbúnaður eða skjáir tengst slíkum þjónustumiðstöðvum í netinu. Þessi þjónusta svipar til gagnabankaþjónustunnar. Netþjónusta Sum fyrirtæki hafa tekið þá ákvörðun að nota Alþjóðanet IBM til að tengja saman tölvur fyrir- tækisins í stað þess að reka sjálf sitt tölvunet. IBM tekur þá að sér rekstur tölvunetsins, sér um breytingar, viðbætur og greiðir úr vandamálum sem upp koma. Með þessum hætti skiptir ekki máli þó að sendandi og móttakandi noti skráaflutningsforrit sem ekki ganga beint saman. Á sama hátt sér IBM einnig um rekstur tenginga á milli tölva mismunandi fyrirtækja. Þegar um er að ræða tengingar á milli landa getur þjónusta sem þessi verið sérstaklegahentug þar sem IBM sér um tenginguna alla leið frá einum notanda í einu landi til annars notanda í öðru landi. IBM í landi viðskiptavinarins sér um þjónustu við hann og því unnt að tala móðurmálið á hverjum stað. Ekki er enn Ijóst hvort leyfi fæst til að bjóða netþjónustu á íslandi vegna ákvæða f fjarskipta- lögunum. Nýir tímar Aðgangur að Alþjóðanetinu er orðinn nauðsynlegur þáttur í rekstri IBM. Einnig fer tenging viðskiptavina IBM við Alþjóða- netið að verða nauðsynlegur þáttur í þjónustu IBM við þá. Þar sem hin ýmsu gögn fyrirtækisins eru á tölvutæki formi, þá stefnir IBM að því að nota tölvusamskipti í viðskiptum. IBM býður fyrir- tækjum að njóta góðs af útbreiðslu Alþjóðanetsins og notfæra sér þá þjónustu sem þar býðst. 20 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.