Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1990, Blaðsíða 22

Tölvumál - 01.12.1990, Blaðsíða 22
Desember 1 990 Inni f hverri tölvu er tengibraut sem tengir saman mismunandi hluta tölvunnar. Skoða má hraðvirkan netbúnað sem beina framlengingu tengibrautarinnar og verður þá ekki mikill munur á hraða, hvort sem seguldiskur er hluti af tölvunni eða tengdur henni yfir hraðvikt net. Samnýting er lykilhugtak í hagræðingu á vélbúnaði. Sam- starf og sjálfstæði eru hins vegar lykilhugtök þegar horft er til hagræðingar á vinnu fólks. Sjálfstæði við öflun gagna, sjálfvirkni þar sem henni verður við komið, samstarf um nýtingu gagnanna, sjálfstæði við úrvinnslu, samstarf um viðbrögð við niðurstöðum. Ef litað er sterkum litum má segja að fjölnotendatölvur séu tœki miðstýringar, einmennings- tölvur tceki til sjálfstœðis og tölvunet tceki til samvinnu. Gagnasöfn Verkefni sem nota sameiginleg gögn tengjast betur, breytast og renna jaíhvel saman í eitt verkefiú. Það verður að gera ráð fýrir að úttak úr einu verki verði notað sem inntak í annað. Markmið tölvuvinnslunnar á ekki að vera Hugbúnaður sem sér um skilgreiningu og viðhald gagna, samtengingu skráa yfir net, fyrirspurnir og skýrslugerð er flökinn og dýr. að framleiða útprentanir, hvorki meðtaladálkumnétexta. Þóttsú hafi verið runin undanfarin ár og verði eitthvað áíram, þá er eðlilegt að líta áþað sem ákveðinn áfanga íþrónuninni. Ég er ekki að lofa því að pappíshaugarnir hverfi, heldur breytist eðli þeirra og markmið. Þeir munu sennilega vaxa næstu árin. Gagnasafn á einni fjöl- notendatölvu er nokkuð með- færilegt fyrir forritarann. Hugbúnaðurinn er til og er notaður sem grunnur að hugbúnaði sem margir fram- leiðendur eru með f þróun til þess að vinna með dreifð gagnasöfn. En fjölnotendatölvan er á ýmsan hátt óhentugt verkfæri fyrir notendur sem þurfa að geta notað búnaðinn eftir eigin höfði. Það er grundvallarsjónarmið í skipulagningu margra verkefna á tölvum að þau séu á þeirri tölvu sem notandinn notar daglega, annars verður tölvuvinnslan óaðgengileg. Ef gögn eru geymd í dreifðu gagnasafni passar hver og einn sína skrá á sinni tölvu, hann einn getur breytt, en margir geta lesið skrána yfir tölvunetið. Hug- búnaður sem sér um skilgreiningu og viðhald gagna, samtengingu skráa yfír net, fyrirspurnir og skýrslugerð er flókinn og dýr. Hannerígeysilegriþrónun. Ein krafan sem gerð er til slíks hugbúnaðar er að hann nýti sér venjulegan netbúnað þannig að þetta verið eðlilegur hluti af tölvunetinu en ekki annað net til hliðar við hitt. Svo mikið gengur á að markaðsmenn, tölvu- blaðamenn og aðrir áhugamenn mega ekki vera að því að bíða eftir raunveruleikanum. Það getur kostað eftirgangsmuni að fá að vita að ekki séu einu sinni búið að ákveða útgáfudag hugbúnaðar sem auglýstur hefur verið og kannski kemur ekki fram fyrr en í svari við formlegri pöntun að hugbúnaður sem búið er að gefa út sé ekki til nema fyrir ákveðin afbrigði af stýrikerfí og geri óvenju stífar kröfur um netbúnað. Tölvupóstur Tölvupóstur er þjónusta sem öðlast nýja vídd á tölvuneti. Notandi getur sent öðrum notendum skilaboð eða skrár, sá sem fær tölvupóst getur svarað, sent póstinn áfram til annars eða afritað dagsetningar inn í dagbók. Með tölvunetunum stækkar sá hópur sem unnt er að eiga samskipti við með þessum hætti, en tölvupóstur á sér nokkra sögu á fjölnotendatölvum. Þegar ég sendi manni í næsta herbergi tölvupóst er nóg að gefa upp notendanafn hans, rétt eins og ég væri að senda honum umslag í innanhússpósti. Ef ég ætla að senda tölvupóst til manns í útlöndum lengist tölvupóstfangið eins og um utanáskrift á venjulegt bréf. Að öðru leiti er póstsendingin eins, alþjóðlega tölvunetið er útvíkkun á því sem ég vinn með daglega. Nýir notendur tölvupósts eru nokkurn tíma að læra að hafa full notafhonum. Fyrst í stað senda menn skilaboð eins og "viltu hringja í mig", seinna fara þeir að senda nokkrum notendum samtímis boð eins og "fundur á morgun -> 5.okt. kl. 14 hjá mér. Gengur það ?" og loks verður pósturinn vettvangur fýrir efnislegar umræður líka. Hópurinn sem maður hefur dagleg samskipti við breytist, hann er ekki lengur takmarkaður við þá sem eru mest á skrifstofunni eða þá sem eru á ferli hjá kaffíkönnunni á sama tíma. I símaskráHáskóla íslands sem út kom í febrúar 1990 eru talin upp 64 tölvupóstföng, í nýrri útgáfu verða þau fleiri. Tilbrigði við tölvupóst eru ráðstefnur, eins konar tölvupóstur sem ekki er sendur neinum manni, heldur er 22 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.