Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1990, Blaðsíða 4

Tölvumál - 01.12.1990, Blaðsíða 4
Desember 1990 Frá formanni Halldór Kristjánsson, formaður Sl Árshátíð SÍ Félags tölvunarfræðinga og KERFÍS 25. janúar í fyrra var haldin fyrsta árshátið Skýrslutæknifélagsins og var hiín haldin í samvinnu við ofangreind félög. Er skemmst frá því að segja að frábærlega tókst til og hefur verið ákveðið að efna til samstarfs á ný um árshátíð. Verður hún haldin föstudaginn 25. janúar næstkomandi. Er mjög ánægjulegt að áframhald skuli verða á þessu samstarfi. Mjög er vandað til dagskrár og hefúr undirbúningsnefndin lagt mikla áherslu á að árshátíðin geti oroið sem glæsilegust og eftirminnilegust fyrir þá sem þátt taka án þess þó að verðið verði of háu. Það er mat mitt að allur undirbúningur gefi tileíhi til þess að þessi markmið muni nást. Ársfundur SÍ - 25. janúar Nú, eins og síðastliðið vetur, verður Ársíundur SÍ haldinn sama dag og árshátíðin. Stefnt er að fjölbreyttri dagskrá á fundinum sem verður í ráðstefnuformi. Ársfundurinn er haldinn í tengslum við aðalfund félagsins sem er í beinu ffamhaldi af honum. Með því að hafa Ársfundinn, aðalfundinn og árshátíð félagsins sama daginn er stefnt að því að gera þennan dag að sannkölluðum Upplýsingatæknidegi SÍ. Láttu þig ekki vanta!!! ET dagur SÍ 7. desember fjölsóttur Þátttakendur á jólaráðstefnu SÍ voru 155 en hún fjallaði um myndræna framtíð einmennings- tölva. Haldin voru sjö fróðleg erindi um einmenningstölvur og notkun þeirra og var góður rómur gerður að þeim. Er ljóst að þessi viðburður hefur skipað sér í fast sæti í hugum félagsmanna því hún var jafn fjölsótt árið 1989. Hins vegar má húsnæðið ekki vera minna og kann að vera að ástæða sé til þess að leita annað á næsta ári. Tveir fjölsóttir fundir í nóvember Tveir hádegisverðarfundir voru haldnir í nóvember og fjallaði annar þeirra um nýja gjaldskrá Póst- og símamálastofhunar fyrir gagnatengingar. Fundurinn, sem haldinn var 13. nóvember og sóttur af 63 félagsmönnum, var Qörugur og þurfti að framlengja hann um 15 mfnútur. Hinn fundurinn, sem haldinn var 27. nóvember, fjallaði um málefhi RUT nefndarinnar og sóttu hann 85 manns. Aðalfundur - 25. janúar 1990 Aðalfundur félagsins verður haldinn 25. janúar næstkomandi. Þá skal, auk hefðbundinna aðalfundarstarfa, kjósa formann, meðstjómanda og skjalavörð auk varamanna. Á liðnum árum hefur aðsókn að aðalfundi verið afar dræm og sum árin aðeins stjómarmenn mætt. Er það miður því marg fróðlegt um starf félagsins má sækja á fundinn m.a. er þar flutt skýrsla stjórnar og gerð grein fyrir fjármálum félagsins. Em því þeir sem áhuga hafa á málefnum félagsins hvattir til þess að mæta á fundinn, en hann verður haldinn að loknum ársfundi félagsins! Gleðileg jól! Fyrir hönd stjórnar og framkvæmdastjóra vil ég ljúka þessum pistli með því að óska félagsmönnum SÍ, fjölskyldum þeirra og samstarfsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og þakka fyrir liðið ár. 4 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.