Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1990, Blaðsíða 29

Tölvumál - 01.12.1990, Blaðsíða 29
Desember 1 990 Tölvunet "Opinna" kerfa - OSI Open Sytems Interconnect Ragnar Marteinsson, HP í Danmörku Staðlar í heimi alþjóðaviðskipta, eru góð samskipti orðin lykill að vel- gengni. Nútímaviðskipti kreíjast mikils og nákvæms upplýsinga- flæðis á sem skemstum tíma. Gríðarlegt magn af gögnum þarf að fullvinna og senda milli staða, deilda, fyrirtækja og landa. Enginn einn tölvuframleiðandi getur fullnægt þörfum mark- aðarins í heild. Þannig geta þeir, sem þurfa að koma á dreifðri gagnavinnslu, þurft að blanda saman búnaði frá ólíkum framleiðendum. Þegar notendur komast slðan loks að raun um ósamhæfni hug- og vélbúnaðar, myndast fljótt þörfm á einhverri stöðlun í net- og sam- skiptabúnaði. Það má segja að stöðlun netkerfa geti verið þrennskonar: 1) Lokað netkerfi þar sem einn framleiðandi er allsráöandi. 2) Viðurkenndur en samt lokaður staðall valinn (de facto). 3) Viðurkenndur alþjóðastaðall valinn. í númer eitt mun sá framleiðandi sem hefur náð mestri útbreiðslu hagnast á meðan aðrir framleiðendur neyðast til þess að elta. í númer tvö er farin millileið, þar sem oftast fáir framleiðendur geta uppfyllt öll skilyrði, sérstaklega hvað varðar nauðsynlegt viðhald og stækkanir á netinu. í númer þrjú er viðurkenndur alþjóðastaðall valinn sem er óháður fram- Ieiðanda. Hér er í raun dæmi um samtengingu "opinna kerfa" (OSI). Hvað er OSI og hvað býður þessi staðall notendum upp á ? Tökum dæmi um alþjóðlegt fyrirtæki sem starfar í mörgum löndum: Fyrirtækið skiptist í fímm deildir: Verksmiðju sem framleiðir fullunnar vörur, lager sem sér um birgðir og dreyfingu, söluskrifstofu, hráefnisdeild og fjármáladeild. Þróuð hefur verið ný vörutegund, XYZ, og er nú verið að leita að kaupendum út um allan heim. Samskipti milli deilda Söluskrifstofa fær fyrirspurn um vöruna frá stórum kaupanda. Sumar upplýsingar er þegar fyrir hendi en eitt af aðalatriðunum vantar, verðið! Söluskrifstofan sendir strax beiðni til verk- smiðjunnar og biður um nýjan verðlista. Verksmiðjan heldur utan um allar vöruupplýsingar í miðlægu gagnasafni. Þetta er stór skrá með verðum, samsetningar- möguleikum og magnafsláttar- reglum. Til að svara fyrirspurninni frá söluskrif- stofunni, er skráin send yfir OSI netkerfi lyrirtækisins með FTAM samskiptamáta (File Transfer and Access Method protocol). Þar sem eftirspurn eftir vöru XYZ hefur aukist mikið, er ákveðið í verksmiðjunni, að tryggja söluskrifstofunni nægjan- legt magn í framtíðinni. Send er fyrirspurn til þess lagers, sem sér um viðkomandi söluskrifstofu og spurt hve mikið sé til af vörunni. Lagerinn svarar fyrir- spurninni með tölvupósti (eletronic mail). Fyrir þessi einföldu samskipti þarf ekki að Enginn einn tölvuframleiðandi getur fullnægt þörfum markaðarins í heild. senda stóra gagnaskrá heldur nægja einföld gagnasamskipti. Hér er notaður samskiptamátinn CCITT X.400, sem er hluti af OSI staðlinum. (CCITT, The International Telegraph and Telephone Cunsultative Commitee) Ekki er til nægjanlegt magn af vörunni á lager, þannig að í verksmiðjunni er ákveðið að auka framleiðsluna til þess að mæta eftirspurn. Hráefnisdeildin þarf að útvega verksmiðjunni hráefni. Taka þarf á móti pöntunum, panta nauðsynlegt hráefni á þar til gerðum eyðublöðum, senda út reikninga og borga reikninga. Pantana- og reikningagerð er yfirleitt flóknari en svo að hægt sé að notast við skráarflutning eða tölvupóst. Hér er notast við túlk sem kallaður er EDI (Eletronic Data Interchange) og sér hann um útlit gagna. EDI túlkur notar X.400 samskiptamátann. I kjölfar EDI hefur annar staðall, öllu víðtækari, náð mikilli útbreiðslu en það er 29 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.