Tölvumál


Tölvumál - 01.11.1995, Qupperneq 3

Tölvumál - 01.11.1995, Qupperneq 3
Efnisyfirlit 5 Frá formanni Haukur Oddsson 6 Frá orðanefnd Stefán Briem 7 Á vit framtíðar með öflugri upplýsingatækni Guðbjörg Sigurðardóttir 10 Kvennalistinn framarlega í upplýsingabyltingunni Anna Ó. Bjömsson 11 Alþýðuflokkurinn og upplýsingatæknin Jón Baldvin Hannibalsson 13 Er þjóðfélagið markaðsvara í upplýsingaiðnaði? Stefán Ingólfsson 16 Stuðningur Rannsóknaráðs við upplýsingatækni Vilhjálmur Lúðvíksson 21 Upplýsingaiðnaður sem atvinnugrein Þorsteinn Garðarsson 24 Upplýsingatækni og stefnumörkun Guðmundur Ásmundsson 25 Upplýsingatækni í atvinnulífinu Þorkell Sigurlaugsson 28 Ráðstefna um skólastarf og upplýsingatækni haustið 1996 29 Útflutningur upplýsingatækni Þórarinn Stefánsson 31 Stjórnsýsluhugbúnaður er útflutningsvara Jón Þór Þórhallsson --------------------------------------------------- Ritstjórnarpistill Á góðri stundu er því stundum haldið fram að með því að nýta sér mikla og góða menntun þjóðarinnar sé hægt að skapa hér fjöldamörg ný störf í upplýsingatækni ætlaðri til útflutnings. Það geti mjög líklega orðið helsti vaxtabrodduratvinnulífs hérá landi og stuðlað að bættum hag landsmanna. En þegar kemur að því að móta heildarstefnu sem styður við bakið á þessum iðnaði eða samræma reglur hér að því sem gerist í nágrannalöndunum til að bæta samkeppnisstöðu þá verður einhverra hluta vegna þetta málefni útundan. Kannski telja stjórnvöld að það sé í réttum farvegi. Mögulega er um að ræða kunnáttu -eða áhugaleysi - eða bæði. Eða er það stefnan að skipta sér sem minnst af atvinnustarfsemi á sviði upplýsingatækni, láta hana þróast og dafna af eigin rammleik? Þess var farið á leit við ýmsa opinbera aðila sem málið varðar að þeir segðu frá því sem þeir hafa verið að gera að undanförnu og hvað væri á prjónunum. Haft var samband við þá stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi og þeir beðnir að lýsa stefnu sinni í upplýsingatækni. Ekki reyndist stefnan tiltæk hjá öllum flokkum. Að auki var haft samband við nokkra aðila sem stunda útflutning á upplýsingatækni og þeir beðnir að segja frá því sem þeir eru að gera. í stuttu máli er hér reynt að draga fram stefnu og strauma í upplýsingatækni. Það er svo eftirlátið lesendum að meta hvort hér kemur fram rétt stefna eða hvort sú staða sem hér er lýst er raunverulega staðan í dag. Sérstaklega væri áhugavert að heyra hvort félagar í Skýrslutæknifélaginu hafi einhverja skoðun á þessu málefni. Magnús Hauksson v_____________________________________________V TÖLVUMÁL TímaritSkýrslutæknifélag íslands Tölvumál er vettvangur umræðna og skoðanaskipta um upplýsinga- tækni sem og fyrir málefni og starfsemi Skýrslutæknifélagsins. Óheimilt er að afrita á nokkurn hátt efni blaðsins að hluta eða í heild nema með leyfi viðkomandi greinahöfunda og ritstjórnar. Blaðið er gefið út 6 sinnum á ári í 1.100 eintökum. Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Auglýsingar: Átak hf., S. 568 2768 Aðsetur: Barónsstígur 5 101 Reykjavík Sími: 551 8820 Bréfsími: 562 7767 Netfang: sky@skima.is Ritstjóri og ábm.: Magnús Hauksson Aðrir ritnefndarmenn: Bergþór Skúlason Gísli R. Ragnarsson Umbrot: Svanhildur Jóhannesdóttir Áskrift er innifalin í félagsaðild að Skýrslutæknifélagi Islands. Tölvumál - 3

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.