Tölvumál - 01.11.1995, Síða 31
Nóvember 1995
Stjórnsýsluhugbúnaður er
útflutningsvara
Eftir Jón Þór Þórhallsson
íslenskt upplýsinga-
samfélag
Upplýsingasamfélagið á Islandi
stendur samskonar samfélögum í
heiminum síst að baki. Almenn
notkun upplýsingatækni, sem er
einkenni upplýsingasamfélagsins,
er mjög útbreidd á íslandi. Má
heita að flestir þættir íslensks sam-
félags hafi nú verið tölvuvæddir.
Opinber stjórnsýsla á Islandi
tók snemma að nota upplýsinga-
tækni landsmönnum til hagræðis
og þæginda. íslensk stjórnsýsla er
skilvirk og hefur upplýsingatæknin
átt þar stóran hlut að máli. Island
er fámennt land. Þó eru gerðar
sömu kröfur til opinberrar stjóm-
sýslu hér á landi og til opinberrar
stjórnsýslu í miklu íjölmennari
löndum. Það þarf að halda skrár
um landsmenn og eignir þeirra, t.d.
fasteignir, bíla og skip. Ennfremur
þarf að leggja á og innheimta
skatta, greiða sjúklingum bætur og
öldruðum lífeyri, svo fá dæmi séu
nefnd. Greiðslur og tekjur hins
opinbera þarf að færa til bókar, svo
og lán. Allt sem þarf til að gera
þetta og gera það vel er fyrir hendi
á Islandi í dag og virkar vel, svo
vel og á svo skilvirkan hátt að
erlendir gestir sem hingað koma fá
ekki orða bundist. Hér er um
útflutningsvöru að ræða.
Markaðurinn er mjög stór
Markaðurinn er meðal annars
öll lönd þar sem unnið er að því
að koma á fót nútíma stjómsýslu
að vestrænni fyrirmynd. Fyrst
koma upp í hugann öll lönd sem
áður mynduðu Ráðstjórnarríkin,
en þau eru samt miklu fleiri. Má
þar nefna lönd eins og Víetnam
og Kína.
Fyrrverandi Ráðstjórnarlýð-
veldin em vel á þriðja hundrað, allt
frá Litháen í vestri til Kamtsjatka
í austri. Þegar Ráðstjórnarríkin
liðuðust í sundur þurfti hvert ein-
stakt ríki að taka öll sín mál í eigin
hendur og koma á fót eigin opin-
berri stjómsýslu. Og fyrirmyndin
sem þau völdu var opinber stjórn-
sýsla að vestrænum sið, eins og t.d.
á íslandi. Setja þurfti lög og reglu-
gerðir. Endurskipuleggja þurfti
stjómsýsluna. Taka þurfti lán, en
hvemig átti að standa straum af
afborgunum? Það varð að inn-
heimta skatta. Engin þjóðskrá var
til og engin skattskrá heldur. Allt
þetta er til á íslandi. Og reynslan
hefur sýnt að íslenskar lausnir
henta þessum löndum vel. íslensku
lausnimar em yfírleitt einfaldar og
skilvirkar. Enda þótt þær taki mið
af þörfum lítillar þjóðar, hefur
reynslan sýnt að það er auðvelt að
teygja úr þeim þannig að þær henti
öðrum þjóðum, þó að Qölmennari
séu, t.d. Eistlandi með um 1,5
milljónir íbúa.
Skýrr ruddi brautina í
Eistlandi
Tengsl Skýrr við Eistland hóf-
ust fyrir rúmum tveimur árum er
Tölvumiðstöð eistneska ríkisins
sneri sér til Skýrr með beiðni um
tækniráðgjöf. Skýrr varð við
þessari beiðni og naut til þess
aðstoðar Utanríkisráðuneytisins.
Við nánari skoðun kom í ljós að í
raun var verkefnið allt annað og
miklu umfangsmeira. Það sem
Eistlendinga vantaði í raun og vem
var ráðgjöf um nýtingu á upplýs-
ingatækni í opinberri stjómsýslu.
Eistlendingar höfðu eftir að þeir
urðu sjálfstæðir aflað sér einmenn-
ingstölva og tengt þær saman í
staðarnet og í sumum tilfellum
komið sér upp Unix miðlurum.
Þeir notuðu Dos sem stýrikerfi
fyrir einmenningstölvumar, Novel
til að stýra netunum og Dbase sem
gagnasafn og forritunarmál. Þetta
var gott fyrsta skref í tæknilegri
uppbyggingu opinberrar stjórn-
sýslu. En hvað með stjómsýsluna
sjálfa?
Landskerfin eru
fyrirmyndin
Fjármálastjórn hins opinbera
var mjög ábótavant. Lög um
eistneskt rikisbókhald voru ekki til,
ríkið hafði engan bókhaldslykil og
bókhaldsvenjur voru að rússnesk-
um sið. Þetta varð til þess að Skýrr
fékk Ríkisbókhaldið til liðs við sig
og hefur það verið Fjármálaráðu-
neytinu í Eistlandi innan handar í
þessum málum. Skýrr hefur aftur
á móti einbeitt sér að því að ráð-
leggja Eistlendingum um uppbygg-
ingu upplýsingakerfis fýrir stjóm-
Tölvumál - 31