Tölvumál - 01.07.1996, Side 3

Tölvumál - 01.07.1996, Side 3
Efnisyfirlit r 5 Óframfærni landans Haukur Oddsson 7 MODE - Music On Demand Heiðar Jón Hannesson 12 Hugbúnaðargerð á Netinu Andrés Magnússon 15 Ekkert viðhald hjá Reiknistofu bankanna! Birgir Rafn Þráinsson 20 Delphi 2.0 Björn R. Sveinbjörnsson 23 Tillaga um MS nám f tölvunarfræði við Háskóla íslands Oddur Benediktsson 25 Verkstjórn við gerð biðlara/miðlara kerfis Þorlákur Þorláksson og Agnar Björnsson 29 Hvert er vægi verkefnastjórnunar í hugbúnaðargerð? Laufey Erla Jóhannesdóttir 31 Frá orðanefnd Stefán Briem 33 Java Þorsteinn Kristinsson Ritstjórnarpistill Hugbúnaðargerð er meginefni þessa tölublaðs Tölvumála. Margar áhugaverðar greinar eru í blaðinu og fjalla þær á einn eða annan hátt um þetta efni. Nú nýlega stóð Skýrslutæknifélagið fyrir ráðstefnu þar sem m.a. var spurt hvort forritarar væru að verða óþarfir. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessi spurn- ing kemur fram. Hún hefur verið sett fram af fullri alvöru oft í gegnum tíðina og hún eflaust eftir að koma fram oft í framtíðinni. Forrit eru að sjálfsögðu jafnnauðsynleg tölvum í dag og þau hafa alltaf verið og eiga alltaf eftir að verða. Hver kannast ekki við forritunarmál af fjórðu og fimmtu kynslóð eða CASE verkfæri o.fl. sem jafnvel áttu að gera hinn hefð- bundna forritara óþarfan. En þrátt fyrir þetta hefur eftirspurn eftir forriturum haldið áfram að vaxa og kröfurnar sem gerðar eru til þeirra hafa tvímælalaust aukist. Nýjar og auknar kröfur eru gerðar til upplýsingatækninnar og um leið til forritaranna. Kröfur eru t.d. gerðar til þess að notendaforrit sem skrifuð eru í dag séu skrifuð fyrir Windows umhverfi sem yfirleitt eru flóknari að gerð en þau sem skrifuð voru fyrir stafaskjáina. Internetið hefur gert nýjar kröfur til forritara o.s.frv. Á sama tíma og þetta er að gerast gerir markaðurinn kröfur til þess að forrit séu ódýrari en áður. Þetta ásamt fleiru hefur gert það að verkum að fram hafa komið tól sem hafa að markmiði að gera forritara afkastameiri. Einnig hefur komið fram krafa um að gera endurnotkun forrita mögulega og hefur hlutbundin forritun að hluta reynt að svara þessari kröfu. Það er því fátt sem bendir til þess að forritarar séu deyjandi stétt, heldur eru kröfurnar sem gerðar eru til þeirra þvert á móti sífellt að verða meiri. Gísli R. Ragnarsson V ___________________________________________________) TÖLVUMÁL Tímarit Skýrslutæknifélag íslands Tölvumál er vettvangur umræðna og skoðanaskipta um upplýsinga- tækni sem og fyrir málefni og starfsemi Skýrslutæknifélagsins. Óheimilt er að afrita á nokkurn hátt efni blaðsins að hluta eða í heild nema með leyfi viðkomandi greinahöfunda og ritstjórnar. Blaðið er gefið út 6 sinnum á ári í 1.100 eintökum. Prentun: ísafoldarprentsmiðja Aðsetur: Barónsstígur 5 101 Reykjavík Sími: 551 8820 Bréfsími: 562 7767 Heimasíða SÍ: http://www.skima.is/sky/ Netfang: sky@skima.is Ritstjóri og ábm.: Gísli R. Ragnarsson Aðrir ritstjórnarmenn: Agnar Björnsson Einar H. Reynis Helga Sigurjónsdóttir Kristrún Arnarsdóttir María Ingimundardóttir Umbrot: Svanhildur Jóhannesdóttir Áskrift er innifalin í félagsaðild að Skýrslutæknifélagi íslands. Tölvumál - 3

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.