Tölvumál - 01.07.1996, Blaðsíða 16
Júlí 1996
Þarfagreining
Þarfalýsing
Notendahandbók
Hönnun
Hönnunarlýsing
Hönnunargögn
^ Einingasmíð
Yfirtaka
\
) Viðtö ■cupróf
.íil argögn
Kerfispróf
Samþætting
Mynd 1
Hugmyndir, tillögur, óskir og
kröfur um breytingar á kerfi koma
fram sem verkbeiðnir jaínt frá not-
endum sem og RB. Við hvert kerfi
RB starfar hópur notenda, starfs-
menn banka og sparisjóða auk RB,
sem kallast ákvarðanahópur
kerfisins. Hver verkbeiðni þarf að
lokinni forathugun að fá samþykki
ákvarðanahóps. Beiðnum er skipt
í verkhluta sem ákvarðanahópur
forgangsraðar og ákveður þannig
hvaða breytingar hver útgáfa
kerfis felur í sér. Þannig geta út-
gáfur kerfa orðið mjög misjafnar
að umfangi og spannað allt frá
einni stórri til margra lítilla, oft
óskyldra, verkbeiðna.
Sumar aðferðir leggja mikla
áherslu á að koma brey tingum sem
fyrst í gagnið eftir að þeirra er ósk-
að, oft á kostnað prófana og oftast
á kostnað síðari tíma breytinga þar
sem hönnun er gott sem engin. Þá
eru frumgerðir3 oft gerðar með
þátttöku notanda og þær síðan full-
unnar ef hann telur þær leysa þarf-
ir sínar. Notandanum verður þá oft
starsýnt á mögulegar lausnir frem-
ur en vandamálin sem þörf er á að
leysa og oftar en ekki þarf lausnin
fljótlega breytinga við.
Slíkar aðferðir fengu ekki mik-
inn hljómgrunn en gáfu þó hug-
myndir. Tryggja verður að tíminn
sem hver útgáfa tekur sé ekki það
langur að þarfir notandans hafi
breyst frá því sem var við grein-
ingu þarfanna þar til útgáfan er
gangsett. Þetta er einn helsti galli
margra formlegra aðferða. Annars
vegar er reynt að koma í veg fyrir
þetta með því að taka tiltölulega
fáar beiðnir saman í hverja útgáfu,
hins vegar með því að gera líkanið
þannig úr garði að einfaldar breyt-
ingar séu fljótlegar án þess að það
sé sniðgengið, þ.e. Hkanið feli ekki
í sér of mikla yfirbyggingu. Einnig
voru hugmyndir um frumgerðir
teknar upp sem gerðar skyldu fyrir
allt notendaviðmót og bomar undir
notendur.
Náin tengsl RB við notendur
sína, auk rekstrarlegs umhverfis
gera örar en skipulegar útgáfu-
breytingar mögulegar.
Verkþættir
Ferlinu við gerð hverrar útgáfu
er skipt í verkþætti sem rekja sig
3 Prototype
16 - Tölvumál