Tölvumál - 01.07.1996, Síða 17

Tölvumál - 01.07.1996, Síða 17
Júlí 1996 . ■ — 1=3|0ffioe *!□• Mynd 2 hver af öðrum, oft með mikilli skörun (sjá mynd 1). Reynt er að hafa formleg skil milli verkþátta þar sem skoðun skjala, undirskrift- ir og áætlanagerð fer fram, en í raun er engum verkþætti endanlega lokið fyrr en útgáfan er gangsett. Þar sem líkaninu er ætlað að ná til nýrra kerfa jafnt sem stórra og lítilla breytinga á eldri kerfum er ljóst að verkþættirnir hafa mis mikla áherslu eftir útgáfum. Form- lega séð er þó engum verkþáttanna sleppt, þ.e. líkaninu er alltaf beitt eins nema undanþága sé veitt og er þá um svokallaða aukaútgáfu að ræða. Verkþættirnir eru: Þarfa- greining, hönnun, einingasmíð, samþætting, kerfispróf, viðtöku- próf og yfirtaka. Við þarfagreiningu og hönnun var ákveðið að nota hlutbundnu aðferðina OMT4 eins og kostur er, en vandinn við það felst aðallega í að oft er bæði snúið og tímafrekt að gera hlutbundna mynd af kerfi sem þegar er til og ekki hannað á hlutbundinn hátt. Hlutarit þarf t.d. að mynda frá grunni, til að geta bætt við þau þeim klösum sem breytingarnar fela í sér. Þá er gert ráð fyrir að nota eftir þörfum svo- kölluð notkunardæmi5 til stuðnings við þarfagreiningu með notendum. Hjá RB er lögð rík áhersla á prófanir. Við þarfagreiningu og hönnun eru gerð prófunaráform sem bæði geta gefið vísbendingar um misskildar þarfir og/eða ranga hönnun og eru einnig lögð til grundvallar við sjálfar prófanimar. Við einingasmíð sér forritari sjálf- ur um einingaprófun eigin forrita en kerfispróf eru ítarlegri prófanir annarra starfsmanna RB eftir að breytt forrit hafa verið tengd öðr- um hlutum kerfisins við samþætt- ingu. Viðtökupróf eru prófanir verkbeiðanda, oftast notenda, þar sem megin markmið þeirra er að sannfærast um að kröfur þarfalýs- ingarinnar hafi verið uppfylltar. Afurðir og notkun Lotus Notes Afurðir hugbúnaðargerðar- innar má flokka í þrennt: 1 Hugbúnaðurinn, þ.e. forrit og skilgreiningar sem þörf er á til að ný útgáfa kerfis starfi eðli- lega í rekstrarumhverfi RB. 2 Skjölun breytinganna sem í útgáfunni felast. 3 Ymis stjórnunar- og eftirlits- plögg, svo sem niðurstöður skoðana, staðfestingar prófana og áætlanir. 4 Object Modeling Technique eftir Rumbaugh ofl. 5 Usecases Tölvumál - 17

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.