Tölvumál - 01.07.1996, Blaðsíða 31

Tölvumál - 01.07.1996, Blaðsíða 31
Júlí 1996 Frá orðanefnd Eftir Stefán Briem Um heimasíðu Tölvuorðasafns er nú hægt að komast í ensk- íslenskan lista yfir heiti á hugtök- um er varða gluggaumhverfi. Fleiri slíkum listum verður bætt við síðar. Veffang heimasíðunnar er http://www. ismal.hi is/to Hugtök er varða Inter- net og Veraldarvef Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að mikil gróska er um þessar mundir í notkun Intemetsins og Veraldarvefsins, ekki aðeins á íslandi heldur einnig í öðrum ríkj- um þar sem þjóðartekjur eru mikl- ar og menntun á háu stigi. Þessari grósku fylgir holskefla af nýjum hugtökum sem berast til íslands í flestum tilvikum undir enskum heitum. Islenskir tölvuáhugamenn hafa tekið þessari grósku fagnandi og greinilegt er að meðal þeirra er það viðhorf orðið ríkjandi að finna beri sem allra fyrst íslensk heiti á hug- tökin. Tölvuorðanefnd hyggst á næstunni beina kröftum sínum að heitum á þessu sviði, bera þau saman við skilgreiningar hugtak- anna og koma þannig á þau bönd- um til að velja úr þau heiti sem best eiga við og ef til vill búa til ný. Eins og endranær verða það þó notendur heitanna sem skera úr um hvaða heiti verða ofan á að lokum. Forliðirnirtölvu-, net- og vef- Á fjöldamörgum hugtökum eru nú til heiti sem voru ekki til í íslensku máli fyrir hálfri öld og hefjast á forliðnum tölvu-. Sam- svarandi ensk heiti hefjast oft á orðinu computer. Einnig hefur bæst við fjöldi hugtaka með heiti sem hefjast á forliðnum net- en hann samsvarar oft enska orðinu network eða net. Oftast varða þessi hugtök tölvunet almennt en stundum eru þau bundin við Inter- netið. Á allra síðustu árum hefur skotið upp orðum sem hefjast á forliðnum vef- og vísa til hugtaka er varða þann hluta Internets sem Frh.á næstu síðu Frh.af fyrri síðu MS námið má ekki verða til þess að hefta nemendur í að fara í fram- haldsnám erlendis. Námsfyrirkomulag Lagt er til að námið verði 60e og þar af að jafnaði 30e í MS verk- efni (ritgerð). Námið verði skipu- lagt með tilliti til þess að nemendur geti verið í hálfu starfi með námi (7-8 misseri) fyrir utan þann möguleika að vera í fullu námi (4 misseri). Tölvunetið verði notað við kennsluna eins og kostur er. Þeir sem hafa unnið við hug- búnaðargerð í a.m.k. eitt ár og hafa gott próf úr BS tölvunarfræði eða sambærilegt háskólapróf hafi for- gang í innritun. Tryggja verður að námið stand- ist alþjóðlegar gæðakröfur og veiti möguleikar á framhaldi í doktors- námi erlendis. Leita þarf samstarfs við erlenda háskóla um að nemend- ur geti verið t.d. eitt misseri við nám erlendis. Reiknað er með að a.m.k. 10 manns muni vilja innritast í námið árlega um ófyrirséða framtíð. Miðað verði við takmarkaðan fjölda. Efnistök Af 30e vegna MS námskeiða gætu 21e verið kjarni í tölvunar- fræði og 9e val í tilteknum nám- skeiðum. Ný námskeið í tölvunar- fræði gætu heitið: 1. Formlegar aðferðir í hug- búnaðargerð 2. Háhraðanet 3. Gæðastjórnun í hugbúnaðar- gerð 4. Dreifð upplýsingakerfi 5. Notendaviðmót tölvukerfa 6. Algóriþmar 7. Stærðfræðileg tölvugraffk 8. Tölvuarkitektúr og samhliða vinnsla. Önnur námskeið sem koma til greina: Stærðfræðilíkön í tölvu- kerfum; Rauntímakerfi; Marg- miðlun. Einnig tiltekið val úr verk- stærð- eða eðlisfræði eða öðrum greinum. MS verkefnin gætu tengst hug- búnaðarþróunarvinnu í fyrirtækj- um - nýjar slóðir. Einnig gætu þau tengst rannsóknastyrkjum og rann- sóknum í háskóla eða fyrirtækjum og stofnunum. Oddur Benediktsson er prófessor í tölvunar- frœði við HÍ Tölvumál - 31

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.