Tölvumál - 01.07.1996, Blaðsíða 25
Júlí 1996
Verkstjórn við gerð biðlara/miðlara kerfis
Eftir Þorlák Þorláksson og Agnar Björnsson
Formáli
Okkur langar til að segja frá
hvernig verkstjórnun hefur verið
við gerð á mjög stóru biðlara/miðl-
ara kerfi á íslenskan mælikvarða.
Umrætt kerfi mun taka við af kerfi
sem er orðið 16 ára gamalt og var
eitt af fyrstu beinlínukerfum lands-
ins. í dag er það notað af 800 til
1000 notendum um allt land og eru
aðgerðir kerfisins 1200 þúsund á
mánuði, það eru um það bil 28
milljón aðgerðir á ári, eða 240 að-
gerðir á mínútu miðað við 8 stunda
vinnudag. Núverandi kerfi er mið-
lægt stórtölvukerfi og tekin var sú
ákvörðun að nýja kerfið yrði biðl-
ara/miðlara kerfi með Windows
framsetningu. Samskipti kerfisins
við önnur kerfi eru flókin. Ein
aðalkrafan sem gerð var til kerf-
isins voru að það væri sveigjan-
legt og auðvelt væri að bæta inní
það nýjum gjöldum sem stjórn-
málamenn framtíðarinnar létu sér
detta í hug. Auk þess átti að vera
hægt að nýta kerfið með öðrum
kerfum. Ákveðið var að skipta
kerfinu í þrjú lög: gagnalag,
vinnslulag og framsetningu. Með
því að skipta hönnun kerfisins í
þessi lög er auðveldara að skipta
t.d. um útlit, án þess að eiga við
gögnin.
Verkefnið
Byrjað var að greina verkefnið
á árinu 1991 og var lögð mikil
vinna við að skilgreina núverandi
kerfi (TBI eins og núverandi kerfi
heitir og er innheimtukerfi rík-
isins). Við þessa afmörkun á verk-
efninu kom í ljós að núverandi
kerfi er í raun mörg kerfi og varð
niðurstaðan að skipta nýja kerfinu
í 7 sjálfstæð kerfi, sem gætu tengst
öðrum kerfum (sjá mynd 1). Þessi
kerfieru:
1 Álagningarkerfi TBR. (TBR-Á)
Hlutverk þessa kerfis er að sjá
um álagningu innan TBR og var
lagt upp með að auðvelt yrði að
bæta við nýju gjaldi.
2 Bókhaldskerfi TBR. (TBR-B)
Hlutverk þessa kerfis er að sjá
um afstemmingar á milli kerfana
og skilabókhaldsgögnum til BÁR.
(bókhalds og áætlanakerfí ríkisins)
3 Vanskilakerfi TBR (TBR-VA)
Hlutverk þessa kerfis er að sjá
um vanskila eftirrekstur.
Tölvumál - 25