Tölvumál - 01.07.1996, Side 5

Tölvumál - 01.07.1996, Side 5
Júlí 1996 Frá formanni Óframfærni landans Á dögunum sótti formaður ráðstefnu í Bandaríkjunum er haldin var á vegum Harvardhá- skóla. Þar var fjallað um Intemetið og allt sem því viðkemur, frá tæknilegum álitamálum til á áhrifa á samfélagið. Stefnan var skipulögð þannig að í upphafi dags töluðu „keynote speakers" en síðan var brotið upp í strauma þar sem farið var í saum- ana á séstökum viðfangsefnum. Ég ætla ekki að lýsa einstökum um- ræðuefnum enda myndi slík um- fjöllum æra óstöðugan. Það sem strax vakti athygli mína var að í hveijum straumi, sem hver um sig tók hálfan annan klukkutíma, töluðu 3-4 sérfræð- ingaríu.þ.b. 10-15 mínúturhver. Afgangur tímans, eða u.þ.b. 45 - 60 mínútur, var ætlaður til um- ræðna. Mér fannst að hér ætluðu menn að sleppa ódýrt frá því að fylla tímann, því að af fenginni reynslu af ráðstefnustjóm á íslandi var óhugsandi að halda uppi um- ræðum svo lengi. En viti menn. Eftir framsögu- erindi voru margar hendur á lofti. Flestir þurftu að komast að, bæði til að spyrja og til þess að koma skoðunum sínum og túlkunum á álitaefnum á framfæri. Þeir, sem ekki höfðu þor til að standa upp og tala fyrir framan myndavélar og 100 - 200 manns, höfðu skrifað spurningarnar á blað og komið til stjórnandans sem bar þær fram milli spurninga úr sal. Þegar tím- anum lauk var enn mörgum spum- ingum ósvarað og margir á mæl- endaskrá. Það verður að segjast eins og er að þetta form á ráðstefnum er mun árangursríkara og skemmti- legra en það sem við höfum haft hér, þar sem haldnar em framsögur svo tímunum skiptir og á eftir koma, að hámarki, tvær til þrjár spumingar úr sal sem em fyrirfram undirbúnar. Oft hafa erlendir fyrir- lesarar undrast þessa þögn og verið hálf miður sín og spurt: „Var eitthvað að fyrirlestrinum?“ Sjálfsagt eru margar skýringar á þessu sem ekki eru á færi mínu að túlka eða skýra. Þó hef ég borið þetta upp við nokkra aðila sem allir hafa svipaða sögu að segja. Einn þeirra stundar kennslu við HI og stundaði sjálfur nám bæði hér heima og vestandhafs. Hann benti á að þegar nemandi legði fram spurningu til kennara þá spyrði hann ákveðið „Hvernig er þetta...?“ og verður óánægður ef hann fær ekki einhlítt svar. Vestanhafs em bæði spumingar og svör yfirleitt í formi beiðni um umræðu. Annar viðmælenda benti á að hann hefði heyrt þá skýringu að landinn spyrði aldrei spuminga nema þegar hann vissi svarið og væri að sýna þekkingu sína. Víst er að nokkuð er til í þess- um ábendingum en eftir stendur spumingin um það hvernig standi Eftir Hauk Oddsson á þessum mun. Hugsanlega liggur þetta í uppeldi og kennsluaðferð- um er við, sem nú emm á „ráð- stefnualdri“, bjuggum við. Vitum við allt þannig að við þurfum ekki að spyrja, er þetta feimni eða kurteisi við framsögumenn eða hræðsla við að þeir standi á gati; eða má finna skýringar enn dýpra í erfðum okkar og sögu? í Hávamálum segir: Osnotur maður er með aldir kemur, það er best að hann þegi. Engi það veit að hann ekki kann nema hann mœli til margt. Veita maður hinn er vœtki veit þótt hann mœli til margt. Hverjar sem skýringarnar eru er víst að ráðstefnur og fundir væru skemmtilegri ef almennari þátttaka væri í umræðum. Haukur Oddsson er forstöðumaður tölvu- og upplýsingadeildar Islandsbanka Tölvumál - 5

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.