Tölvumál - 01.07.1996, Page 10

Tölvumál - 01.07.1996, Page 10
Júlí 1996 aðallega um tónlistarlega hlið málsins, þ.e. samskipti við útgef- endur, höfundarréttarsamtök og tilraunanotendur. Kostnaður Áætlaður kostnaður verkefn- isins er um 110 milljónir króna og er hlutur Skýrr hf. þar af um 18,5 miljónir króna. IMPACTII áætlun ESB styrkir verkefnið um 42 milljónir króna og fær Skýrr hf. þar af 6,5 milljónir króna. RANNIS styrkir að auki íslenska hluta MODE með 2 milljón króna framlagi. Staðan Verkefnið hófst um síðustu ára- mót. Unnið hefur verið að ýmiss konar grunnvinnu, s.s. að greina þarfir notenda, skilgreina tækni- legar þarfir og leggja drög að vali á vél- og kerfishugbúnaði. Með haustinu hefst vinna við uppsetn- ingu þjónustunnar hér á landi og í Noregi. I byrjun næsta árs er síðan gert ráð fyrir prófunarfasa, þar sem tilraunanotendur fá aðgang að þjónustunni, svo meta megi gæði hennar. Ýmsir aðilar koma að verk- efninu hér á landi. Útgáfufyrirtæki munu leggja MODE til efni. Spor hf. og Skífan ehf. hafa nú þegar lýst yfir vilja til að leggja til efni. Lög frá þessum aðilum verða t.a.m. á kynningardiski um MODE sem gefin verður út í tengslum við tónlistarhátíðina í Hróarskeldu. Þá er gert ráð fyrir að nokkrir starfs- menn Bylgjunar og Aðalstöðvar- innar verði tilraunanotendur í próf- unarfasanum. Gagnsemi MODE Hagur Skýrr af þátttöku í MODE er margvíslegur. Skýrr kemur þekkingu sinni á sviði upp- lýsingatækni á framfæri. Fyrir- tækið fær hér jafnframt tækifæri til að auka verulega við þekkingu sína og styrkja þannig samkeppn- isstöðu sína. Auk þessa má benda á að þetta opnar íslendingum almennt leið að nýjum markaði fyrir þjónustu erlendis. Að verkefninu loknu er gert ráð fyrir að slík viðskiptaþjónusta verði sett upp um alla Evrópu og víðar. Sem þátttakandi í MODE verður Skýrr hf. einn af eignaraðilum slíkrar þjónustu, en það ætti að leiða til frekari atvinnutækifæra fyrir fslendinga á þessu sviði, hér heima og erlendis. Ekki má gleyma að slík þjón- usta verður mjög gagnleg fyrir höfunda og útgefendur tónlistar, sér í lagi fyrir höfunda frá jaðar- svæðum og lítil og óháð útgáfu- fyrirtæki. Þetta skapar þeim aðil- um ný tækifæri til að koma tónlist sinni á framfæri. Til lengri tíma litið verður gagnsemin mest fyrir hinn almenna tónlistarunnanda. Aðgengi verður að mun meiri og fjölbreytilegri tónlist en er í hefðbundnum tónlistarverslunum eins og við þekkjum þær í dag. MODE er dæmi um þjónustu sem tilheyrir komandi upplýsingasamfélagi. Heiðar Jón Hannesson er eðlisfrœðingur. Með honum vinna að verkejhinu: Karl Ólafsson, Guðrún Ösp Þórgnýsdóttir, Magnús Logi Magnús- son og Guðfinnur Guðnason. Heimasíða MODE er http://www. mode. net 10 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.