Tölvumál - 01.07.1996, Blaðsíða 12

Tölvumál - 01.07.1996, Blaðsíða 12
Júlí 1996 Hugbúnaðargerð á Netinu Eftir Andrés Magnússon Óhætt er að segja að Netið hafi valdið annarri eins byltingu og til- koma einmenningstölvunnar var á sínum tíma. Það er enginn maður með mönnum nema hann hafi net- fang og heimasíðu. Fyrirtæki leita í æ ríkari mæli inn á Netið, ef ekki til þess að græða þá að minnsta kosti til þess að láta vita af sér, sýna að það fylgist með. En hvað þarf til þess að hreiðra um sig á Vefnum? í raun ekkert nema aðgang að Netinu og undir- stöðukunnáttu í HTML (Hypertext markup language). Það er sagt að hver auli geti skrifað HTML og að afleiðingin sé sú að hver einasti auli hafi þess vegna tekið sig til og skrifað HTML. Að minnsta kosti bera afar margar vefsíður þess vitni að það eru ekki tómir Nóbelsverðlaunahafar þar á ferð. Eins og hver getur séð með því að skoða HTML-kóða er málið ekki flókið. <HTML> HTML-texti <B>þarf</B> nú ekki að vera flóknari en þetta.</P> </HTML> Auðvitað er hægt að skrifa mun flóknari HTML-síður en þetta, en það er hægt að komast býsna vel af með mjög litla kunnáttu. Og vilji maður læra HTML til fullnustu er það ekki mjög mikið mál. Prentlýs- ingarmál fyrir 20 árum voru flókn- ari en HTML er nú. Þar fyrir utan er ekki bráðnauðsynlegt að kunna HTML lengur þar sem ýmis ágæt- isforrit eins og MS FrontPage, Adobe PageMill og PageSpinner gera byrjendum kleift að skila af sér prýðilegum HTML-kóða án þess að kunna neitt fyrir sér. Það er reyndar varlegt að treysta á WYSIWIG í þessum efnum, því útlit vefsíðna ræðst að miklu leyti af óþekktum forsendum notand- ans, svo sem skjástærð, glugga- stærð, hvaða letur hann kýs að nota og svo framvegis. Þetta stafar af því að HTML miðar við afar lágan samnefnara. Sumir vefskoðarar leyfa alls konar trix, en aðrir ekkert nema texta. Þrátt fyrir það er tangarhald Netscape á markaðnum slíkt að allur þom vefsíðna er miðaður við skoðun í Netscape Navigator 2 og nú þegar er töluvert um vefsíður ætlaðar Netscape 3, sem er enn á betastigi. í raun má segja að Netscape hafi gert Vefinn að því sem hann er og þar á bæ ráða menn ferðinni mjög. Þar koma við sögu viðbætur við Netscape, þannig að forritar- ar úti í bæ geta bætt inn nýjum fíd- usum í forrit, og ekki síður marg- umrædd Java, sem kann að bylta Vefnum enn frekar. Verða forritarar óþarfir? Á ráðstefnu Skýrslutæknifél- agsins um Vefinn og framtíð hans var velt upp þeirri spumingu hvort forritarar yrðu senn óþarfir og hönnuðir tækju við. Ég held að slíkur ótti sé öldungis óþarfur. Sem fyrr snýst málið um eðlilega verka- skiptingu. Þrátt fyrir að ég vefi ágætlega er ég afleitur forritari og eyði þess vegna ekki tíma mínum í hana heldur fæ fagmenn til verks- ins. En hvað þarf að forrita? Þrátt fyrir allt talið um Jövu er það nú fyrst og fremst cgi-skriptur (cgi = common gateway interface) og gagnagrunnar, sem fitla þarf við enn sem komið er. Og þá spyrja menn: Er erfitt að forrita þetta? En svo er nú ekki. Sem fyrr gat er HTML barnaleikur og ef menn skoða hliðardálkinn þar sem dæmi eru tekin um Perl og Jövu þá eiga menn að kannast við sig fljótt og örugglega. Svo geta menn náttúrlega fetað í fótspor Ozverja og hellt sér út í að fonita ný forrit til þess að nota á Netinu. Ég hygg þó að fáir leggi út í slíkt, nóg er samt af forritum og staðlatillögum. Er hugbúnaðargerð fyrir Inter- netið í grundvallaratriðum frá- brugðin annarri hugbúnaðargerð? í sjálfu sér ekki. Þróunaraðferð- irnar eru í meginatriðum hinar sömu og fyiT, en það sem þó þarf oft að hafa sérstaklega í huga er að gæta þess að forrita ekki svo svakalega vel að einungis þeir sem eru að keyra allra nýjustu betuna af Netscape á 200 megariða vél geti nýtt sér snilldina. Menn þurfa ef til vill að tileinka sér ný mál, en eins og fyrr var rakið á það ekki að reynast vönum forriturum erfitt, ég tala nú ekki um ef menn hafa staðgóða þekkingu á C++. Hugsið í tækifærum! En vegna þess uggs, sem fram kom í ráðstefnuboði Skýrslutækni- félagsins, held ég að forritarar geti þvert á móti hugsað sér gott til glóðarinnar þar sem Netið er. Ég hef alltof oft þurft að hlusta á alls kyns markaðsfræðinga buna út úr sér froðukenndum frösum um eitt 12 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.