Tölvumál - 01.07.1996, Blaðsíða 20
Júlí 1996
Delphi 2.0
Eftir Björn R. Sveinbjörnsson
Inngangur
Fyrir nokkrum árum birtist
grein í tímaritinu Dr. Dobb’s Jour-
nal eftir Jeff Duntemann. Dálka-
höfundur þessi skrifaði um ýmis
málefni er tengjast forritun og var
hann í miklu uppnámi út af þróun-
arpakkanum Visual Basic. Dunte-
mann forritaði sjálfur í Turbo Pas-
cal en hélt varla vatni yfir þessu
nýja undri frá Microsoft. Hann
lauk greininni á þann veg að ef
forritunarmálið væri Pascal og ef
þetta væri þýðandi en ekki túlkur
þá væri verkfærið fullkomið.
Einhver hjá Borland hefur greini-
lega lesið greinina og tekið þetta
til sín, því nokkrum árum seinna
kom þessi pakki sem Duntemann
var að óska eftir og var hann
kallaður Delphi.
Borland hefur nú sent frá sér
útgáfu 2.0 af Delphi fyrir Win-
dows 95 og Windows NT. Pakkinn
er fáanlegur í þremur útgáfum en
þær heita Desktop, Developer og
Client/Server. Desktop útgáfan er
ódýrust og er hún hugsuð fyrir
einstaklinga sem vilja kynnast
umhverfinu. Client/Server útgáfan
er dýrust en í henni er t.d. gagna-
þjónninn InterBase frá Borland
fyrir Windows NT. í Developer
útgáfunni er lítill InterBase þjónn
en hann er hægt að nota í þróunar-
ferlinu til að líkja eftir biðlara
miðlara umhverfi. Undirritaður
hefur eingöngu notað Developer
útgáfuna en það sem á eftir fer í
þessari grein á við um allar út-
gáfurnar.
Þróunarferli
Að vinna í Delphi umhverfinu
er tvíþætt. Annars vegar er á ferð-
inni myndræn hönnun eins og í
Visual Basic þar sem stýringar eru
settar á form og sumum einkennum
þeirra gefin gildi. Það er gert í sér-
stökum glugga sem nefnist Object
Inspector en þar er hægt að skoða
og breyta einkennum hluta. Þegar
viðmótið hefur fengið það útlit sem
því er ætlað er ráðist í næsta þátt
en það er viðbragðsstýrð forritun.
Valdir eru spennandi atburðir úr
atburðalista hlutanna í Object In-
spector og aðgerðir hlutanna út-
færðar. Hér fyrir ofan má sjá Ob-
ject Inspector.
Hægt er að geyma hluti eins og
form í hlutageymslu eða Object
Repository. Þessa hlutageymslu er
síðan hægt að nota þegar búnir eru
til nýir hlutir. Þá er einfaldlega
valið úr hlutageymslunni og skil-
greint hvort um afritun, erfðir eða
notkun er að ræða. Hlutageymslan
getur sparað tíma þegar viðmótið
er staðlað og hægt er að hafa hluta-
geymsluna á netþjóni til að fleiri
forritarar geti notað hlutina. Bor-
land talar um sýnilegar erfðir í
þessu sambandi eða „Visual inher-
iting“ til að aðgreina það frá hefð-
bundnum erfðum í kóda. Þegar
forritun er lokið er hægt að þýða
og keyra forritið.
Afurðin sem verður til er oftast
nær EXE skrá en einnig er hægt
að búa til DLL skrár í Delphi. Lág-
marksstærð á Windows forriti sem
notar form er u.þ.b. 150 KB. Ef
forritið notar gagnagrunn hækkar
lágmarksstærðin í 450 KB en líta
má á þetta sem stofnkostnað for-
rita. Ekkert keyrsluumhverfi þarf
til að keyra Delphi fomt að und-
anskildu Borland Database Engine
sem þarf að vera uppsett á vél not-
anda ef um gagnavinnslu er að
ræða. Þetta er ekki mikið mál þar
sem þessi þáttur er ókeypis og upp-
setningarforrit fylgir með Delphi.
Forritunarmál
Object Pascal er notað sem for-
ritunarmál í Delphi. Borland hefur
farið frekar frjálslega með málið
og breytt því eftir þörfum. Málið
er auðlært og hægt er að nota það
án þess að kunna það til hlítar.
Þetta á sérstaklega við um verkefni
20 - Tölvumál