Tölvumál - 01.07.1996, Qupperneq 9

Tölvumál - 01.07.1996, Qupperneq 9
MODE á Internetinu Gert er ráð fyrir að hluti þjón- ustu MODE verði aðgengilegur frá Internetinu. Þar verður bæði hægt að fletta upp í listum og leita eftir því sem hugurinn girnist og hlaða niður tóndæmum. Fyrst um sinn er ekki gert ráð fyrir að boðið verði upp á kaup á tónlist frá Internetinu og rauntímaspilun er ekki möguleg vegna ónógrar/óvissrar band- breiddar. Fræðilega séð gætu þeir aðilar sem nota samnet til að tengjast Internetinu fengið raun- tímaspilun frá MODE þjónustu. Að því gefnu að næg bandbreidd verði til staðar milli Internetsveit- anda og MODE, getur hver not- andi fengið 128 kbita/sek. flutn- ing alla leið. Fyrsti vísir að MODE þjónustu hefur nú þegar litið dagsins ljós, en tóndæmi úr lögunum í söngva- keppni Evrópskra sjónvarpsstöðva voru aðgengileg á Intemetinu. Það var gert með stuðningi MODE og Fraunhofer Institute. (sjá http:// eurosong.nrk.no/). Samstarfsaðilar Samstarfsaðilar Skýrr í verk- efninu eru Sygna í Noregi, sem jafnframt sér um verkefnisstjórn- un, TELENOR í Noregi, Albanet í Skotlandi, RIM í Hollandi, Fraunhofer Institute í Þýskalandi, SGAE á Spáni (spánska STEF). Tæknileg útfærsla MODE er aðallega í höndum Skýrr, TELE- NOR, Albanet og Fraunhofer In- stitute (höfundar MPEG L3 staðalsins). Sygna, RIM og SGAE auk TELENOR sjá aftur á móti Tölvumál - 9

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.