Tölvumál - 01.07.1996, Side 22

Tölvumál - 01.07.1996, Side 22
Júlí 1996 legt að skipuleggja vinnubrögð og skjalfesta það sem gert er. Þar sem framleiðnin er mikil er hætta á að forritarinn tapi sér í myndrænni hönnun viðmóts og gleymi að hanna innviði forritsins. Ef notuð er hlutbundin aðferðafræði er æskilegt að kynna sér uppbygg- ingu klasasafnsins sem fylgir með Delphi og nota það í hönnuninni. Það virðist vera sem forritarar kunni vel við falda útfærslu klasa og lítinn kóda. Sú leið sem Borland hefur valið með Delphi, þ.e.a.s. að fela einkenni hluta í auðlindaskrám og gera þannig kódann minni er útfæranleg í öðrum málum. Þannig kæmi það mér ekki á óvart að sjá pakka svipaða Delphi með C++ forritunarmáli innanborðs. Þegar lokaverkefni TVÍ voru sýnd í maí síðastliðnum var hægt að sjá nokkur foixit sem skrifuð voru í Delphi. Þar var meðal ann- ars „Tímavörður“ sem gerður var í samvinnu við Marel hf. Þetta forrit notaði OLE sjálfvirkni („Au- tomation Server“) og var hvað viðmótið snerti mjög frambærilegt Windows 95 forrit. Mér fannst forritið staðfesta þá skoðun mína að hægt væri að skrifa stór kerfi í Delphi. Það verður að taka fram að undirbúningsvinna Tímavarðar var með því betra sem gerist og forritið er einstaklega vel hannað. Það er óhætt að fullyrða að Delphi bjargaði Borland fyrirtæk- inu frá hruni eða yfirtöku. Eftir nokkur erfið ár virðist skriður kominn á fyrirtækið á ný. Þetta er sérstaklega ánægjulegt þegar hugs- að er um markaðshlutdeild Micro- soft á þessu sviði. Ég er sannfærður um að foirit- arar koma til með að nota Delphi í ríkum mæli við Windows forritun. Það er pláss fyrir fleiri umhverfi en C++ og Visual Basic og smekk- ur manna er misjafn. Það er ekki heldur skylda að skrifa allt í sama umhverfi. Björn R. Sveinbjörns- son er kennari við TVl þar sem hann kennir forritun í Pascal á fyrstu önn og glugga- forritun í C á annarri önn. 22 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.