Tölvumál - 01.07.1996, Blaðsíða 19

Tölvumál - 01.07.1996, Blaðsíða 19
Júlí 1996 og umfjöllun um þær. Við upp- byggingu og innihald þarfa- og hönnunai'lýsinga var meðal annars horft til fyrrgreindra alþjóðlegra staðla, en þó vikið frá þeim í ýms- um atriðum. T.d. gera ISO staðíar ráð fyrir að þarfalýsingu kerfis sé ávallt viðhaldið. Reynslan sýnir okkur að kröfum um skjölun þarf að halda í algjöru lágmarki til að treysta megi að skjöl séu rétt. Við teljum að efnislega þurfi notenda- handbók hvers kerfis að endur- spegla allar þær þarfir sem kerfið leysir auk lýsinga á öllu notenda- viðmóti, það sé því ofaukin ki'afa að ætlast til viðhalds þarfa- og hönnunarlýsinga milli útgáfa. í raun lítum við svo á að notenda- handbók sé ígildi viðhaldinnar þarfalýsingar. Hönnunargögn Hönnunargögn eru skjöl sem fela í sér lýsingu á hönnun allra hluta kerfisins, en til þeirra teljast OMT-rit, vinnslur, forrit, stefjur, skrár, færslur, gagnasvæði, skjá- myndir og útskriftir. Olíkt þarfa- og hönnunarlýsingum eru hönn- unargögnin uppfærð við hverja út- gáfu kerfis og segja því ekki aðeins frá breytingum í viðkomandi útgáfu heldur því sem almennt gildir um viðkomandi hlut. Búið var tilNotes safn tilmeð- höndlunar og geymslu hönnunar- gagna (sjá mynd 3). Þar hefur hver tegund hönnunargagns sitt form (eyðublað) þar sem fram kemur hvað skal skjalað. Ferlar, s.s. forrit og stefjur eru skjalaðir með for- og eftirskilyrðum og gagnasvæði með fastayrðingum svo eitthvað sé nefnt. Þar sem skammt er síðan ákvörðun var tekin um notkun OMT við hönnun hefur RB ekki enn fest kaup á OMT hönnunar- hugbúnaði og því litið á OMT-rit (hlutarit, gagnaflæðirit, atburðarit og stöðurit) sem hver önnur hönn- unargögn. Önnur Notes söfn Auk fyrrgreindra Notes safna eru ýmis önnur söfn notuð. Þar ber helst að nefna afbrigðasafn, en í það er safnað flestum athugunar- verðum málum sem upp koma í rekstri kerfanna og kom safnið í stað umfangsmikils stórtölvukerf- is. Safnið tengist 3090 tölvu RB og safnar vélrænt niðurstöðum allra vinnslna sem lýkur óeðlilega en einnig má skrá þar t.d. villutil- kynningar. Afbrigðasafnið var unnið í samvinnu við Hugvit hf. en önnur Notes söfn í notkun hafa verið búin til hjá RB. Einnig má nefna fundagerða- safn, sem í fara fundagerðir á stöðluðu formi flestra funda sem haldnir eru í fyrirtækinu. Þar nýtist textaleit kerfisins vel þar sem nú er fljótlegt að leita eftir einstaka bókunum, svo sem ákvörðunum ákvarðanahópa. Meðal annarra safna eru yfir- litssafn yfir öll kerfi RB, skýrslu- safn fyrir stakar skýrslur, svo sem forathugunarskýrslur, en að mestu leyti skýrslur rekstrarlegs eðlis og bókasafn yfir allar bækur í eigu RB. Lokaorð Vinnu umræddra vinnuhópa við gerð kerfisþróunarlíkans RB og endurskipulagningu hugbún- aðargerðarinnar m.t.t. þess er ekki enn lokið og ýmis atriði sem um er fjallað í greininni því ekki enn komin formlega til framkvæmda. Eftir að sjálft líkanið var samþykkt sem staðall vorið 1995 og fyrsti vinnuhópurinn lauk störfum hafa aðrir vinnuhópar ítrað ferlið og einbeitt sér að tilteknum aðferðum einstakra þátta líkansins. Þar sem vinnuhópana skipa tölvunarfræð- ingar og kerfisfræðingar sem sjálfir þurfa að fylgja líkaninu og aðferðunum er markvisst reynt að beita öllum hugmyndum í fram- kvæmd áður en þær eru gerðar að stöðlum og reglum. Notkun formlegra aðferða við hugbúnaðargerð krefst mikils aga og virðist stundum vera til trafala, sérstaklega þegar mikið liggur á að koma breytingum í gagnið. Það þarf því stöðugt að hafa vakandi auga með hlutverki hvers atriðis sem líkanið gerir kröfu um og breyta þeim sem ekki bæta hug- búnaðinn. Kerfisþróunarlíkan RB hefur almennt fallið í góðan jarð- veg hjá starfsmönnum, bæði hjá þeim sem starfa við hugbúnaðar- gerðina og þeim sem sinna rekstri kerfanna. Þar sem líkanið gerir, eins og flestar formlegar aðferðir, kröfu um góða skjölun og gott skipulag við hugbúnaðargerðina er alveg nauðsynlegt að hafa til þess gott verkfæri. Af eins árs reynslu okkar af Lotus Notes teljum við það sérstaklega heppilegt til þeirra hluta sem lýst hefur verið í grein- inni og á margan hátt grundvöll að því að notkun líkansins skili árangri. Markmiðið er að sjálfsögðu að bæta þann hugbúnað sem RB framleiðir og þjónusta notendur kerfanna þannig enn betur, án þess að færa of miklar fórnir t.d. í afköstum manna eða véla. Birgir Rafn Þráinsson, tölvunarfræðingur, er gagnastjóri RB Tölvumál - 19

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.