Tölvumál - 01.07.1996, Page 28
Júlí 1996
og hún skjöluð. Síðan fer við-
skiptavinurinn yfir hönnunina með
verkefnisstjóra og kerfisfræðingi
og hönnunarskýrsla er samþykkt
bæði af Skýrr og viðskiptavininum
sem er Ríkisbókhald. Hönnunar-
skýrslan verður síðan grunnurinn
fyrir byggingu á einingunni. I
hönnunarskýrslu kemur fram lýs-
ing á einingunni, skrám og hvemig
þær eru notaðar, forrit, hlutir, að-
gerðir, frumgerð skjámynda og
endurskoðuð áætlun vegna bygg-
ingar. Þegar hönnunarskýrslu er
lokið er áætlun vegna byggingar
endurskoðuð með tilliti til þess sem
fram hefur komið við hönnun við-
komandi einingar. Til að geta tekið
kerfið í notkun í áföngum var ein-
ingunum raðað niður á áfangana.
Mynd 3 sýnir hvemig samskiptum
á milli eininga, kerfa og áfanga er
háttað. Á myndinni sést að það
geta verið margar einingar í kerfi
og í hverjum áfanga (útgáfu) og
að hver eining er aðeins í einum
áfanga og einu kerfi. Þar sem
einingarnar eru sjálfstæðar geta
kerfin verið í mörgum áföngum.
Með því að skipta hverju kerfi
niður í nokkrar einingar er hægt
að gangsetja kerfið í áföngum og
er gangsetningu skipt niður í 7
áfanga sem innihalda einingar úr
fleiri en einu kerfi.
Verkstjórnun
Skipaður var stýrihópur sem í
eru fulltrúar viðskiptavinarins og
fulltrúar Skýrr og er honum ætlað
að fylgja eftir áætlunum. Eins og
fram kom hér að framan em ein-
ingarnar lykilatriðið í allri vinnu
við verkefnið og þar af leiðandi við
verkstjómina. Verkstjóm er þannig
að skipaðir voru umsjónarmenn
með áföngum og kerfum. Þrír
verkefnisstjórar vinna að gerð
þessa kerfis og einn yfirkerfisfræð-
ingur auk kerfisfræðinga. Vikulega
er farið yfir framvindu síðustu
viku með viðskiptavininum og er
þá farið yfir þá verkliði sem verið
er að vinna að.
Tæknihópur
Þar sem biðlara/miðlara kerfi
styðst að mörgu leyti við nýja
tækni sem er í örri framþróun, var
stofnað til tæknihóps sem hafði
það verkefni að skoða tæknilega
útfærslu og nauðsynleg aðföng í
því sambandi.
í þessum hópi vom fulltrúar frá
Ríkisbókhaldi, fjármálaráðuneyti,
Ríkisskattstjóra, dómsmálaráðu-
neyti auk fulltrúa Skýrr.
Tæknihópurinn hefur metið
þörf fyrir vél- og hugbúnað og tek-
ið afstöðu til valkosta sem bjóðast
í umhverfi þar sem verið er að nota
margmiðlunar- og biðlara/miðlara
tækni. Þessi hópur hefur m.a. skil-
greint nánar högun og hlutverk
þátta eins og innri högunar (infra-
structur) og miðbúnaðar (middle-
ware).
Lokaorð
Við vinnu að þessu verkefni
hefur viðskiptavinurinn verið
virkur þátttakandi og öll samskipti
við hann verið til fyrirmyndar. En
mjög mikilvægt er að viðskiptavin-
urinn sé virkur frá upphafi og að
hann hafi tök á því að fylgjast með
framvindu verksins. Það er mjög
mikilvægt í stórum kerfum að þau
séu ekki gangsett í einu lagi heldur
í áföngum. Þannig fær viðskipta-
vinurinn nothæft kerfi fyrr en ella.
Það er ekki hægt að borða fílinn
í einum bita heldur í mörgum
smáum. í þessu verkefni eru það
einingarnar sem eru lykilatriðið.
Með því að skipta svona stóru
verkefni í viðráðanlegar einingar
verða áætlanir nákvæmari og
auðveldara er að fylgjast með
framvindu verkefnisins.
Þorlákur Þorláksson er
yfirkerfisfrœðingur hjá
Skýrr hf.
Agnar Björnsson er
verkefnisstjóri hjá
Skýrr hf
28 - Tölvumál