Tölvumál - 01.07.1996, Side 13

Tölvumál - 01.07.1996, Side 13
Júlí 1996 og annað. Einn þessara frasa á þó vel við í þessu samhengi: „Ekki hugsa í vandamálum. Hugsið í tækifærum!“ Netið opnar ótrúlegan markað og oft án þess að menn þurfi að kosta miklu til. Það þarf ekkert að vísa til Oz í því samhengi. Annað dæmi er af fyrirtækinu Menn og mýs, sem hefur gefið út forritið QuickDNS, en það er nafnmiðlari fyrir Macintosh. Það hefur ekki hvað síst verið kynnt á Netinu og með góðum árangri. Hugbúnaðarþróun er líka ódýrari á Netinu, því vesen í sambandi við betaprófun er miklu minna og verulega fljótlegra að auki. Og ef hið ótrúlega gerist: að í ljós kemur að afurðin er buguð, þá er mun auðveldara að leiðrétta það og koma bugbjörgunarforriti fyrir á Netinu. Það sakar heldur ekki að á Net- inu er hægt að nota afurðina sem auglýsingu, til dæmis með því að dreifa sýningarútgáfu eða útgáfu sem rennur út. En allt um það, þá getur Javan breytt öllu umhverfinu. Javan felur það í sér að í raun er búin til sýnd- arvél í hinni raunverulegu, sem keyrt getur forrit óháð því hvort menn eru að keyra Unix, Win95, MOS eða hvað þetta nú allt heitir. Jövu-örforrit (applet) geta sinnt hvaða verkefni sem er og þurfa raunar ekkert að vera bundin Vefn- um. Menn hafa jafnvel talað um einnota hlutbundin forrit þannig að menn gætu þess vegna verið að nota ritvinnslufomt „du jour“ og nýtt á morgun! Draumur Sun um Jövuna er mjög stórkostlegur, því þar á bæ vilja menn gerbylta því hvernig menn nota (og eignast) foiTÍt. Það er reyndar efni í sér- staka grein, svo ég hyggst ekki gera frekari grein fyrir því hér. En hvað þýðir þetta fyrir for- ritara? Það er ljóst að þetta kallar á breytt vinnubrögð að einhverju leyti. Skilin á milli tækni og inni- halds verða sífellt óljósari og eins er það ljóst að útlit skiptir orðið miklu meira máli en áður. Þeir dagar eru liðnir að menn komist upp með DOS-skeljarútlit. En alveg eins og undirritaður er ýkt lélegur forritari, þá hef ég á tilfinningunni að í röðum forritara finnist fáir frábærir hönnuðir. Skynsamleg verkaskipting er nefnilega alveg jafnmikilvæg og fyrr og við eigum helst ekkert að gera, sem við gerum ekki vel. Hvað ber að gera? Hafi menn á annað borð hug á því að sinnaNetinu í forritun skipt- ir miklu máli að finna sér syllu, sem unnt er að sinna markvisst og þá vonandi betur en nokkur annar, jafnvel svo að menn firri sig sam- keppni. Það sakar heldur ekki að finna sér bandamenn, sem geta sinnt tilteknum verkefnum, hvort heldur það er sérhæfð forritun eða útlitshönnun. Netið hefur minnkað heiminn verulega og fyrir vikið er úrval hugsanlegra bandamanna miklu meira en fyrr. Eins og vant er þurfa menn að hlusta á markaðinn, en mín reynsla er sú að það þurfi ekki síður að segja honum fyrir verkum. Netið er svo nýtilkomið í hugum flestra að menn gera sér ekki enn grein fyrir möguleikum þess. Oftar en ekki þarf maður í raun að byrja að selja hugmyndina að Netinu áður en hægt er að fara út í að selja hina eiginlegu þjónustu. Það er svona eins og ef auglýsingasali hjá blaði þyrfti að byrja á því að kenna hverjum einasta viðskiptamanni að lesa áður en hann gæti farið að ræða dálksentimetra og prentliti. í þessu samhengi er jafnframt rétt að setjast niður og hugsa markaðs- málin upp á nýtt, en Netið gefur jafnframt nýja möguleika til þess að finna og sinna hinum eiginlega markhópi mun betur en fyrr. Verkefni fyrir forritara eru næg á Netinu og það hefur líka gert að verkum að íslenskir forritarar eru ekki dæmdir til þess að sinna ísl- enskum verkefnum einvörðungu. Hér á landi eru mjög vel mennt- aðir forritarar og miðað við þann fjölda nemenda í Tölvuháskóla Verzlunarskólans, sem vann prófverkefni í Jövu í ár, bendir ekk- ert til annars en að menn hyggist vinna ný lönd. En það er þá heldur ekki seinna vænna að hella sér út í slaginn. Andrés Magnússon er framkvœmdastjóri Kjarnorku ehf. andres@saga.is http:// www. saga. is/andres Perl og Java Perl er vinsælast til þess að skrifa cgi-skriptur og það væri synd að segja að það væri flókið. Javan er nokkru flóknara mál, skylt C++. Hér eru dæmi, fyrst um Perl og síðan Jövu: #!/bin/sh echo "content-type: text/html" echo echo "<HTML>" echo " <HEADxTITLE>Sælsr! </ TITLEx /HEAD> " echo "Sæl, fagra veröld!</P>" echo "</HTML>" import browser. Applet; import awt.Graphics; class HelloWorld ex- tends Applet { public void init () { resize(100, 25); } public void paint(Graphics g) { g.DrawString("Sæl, fagra veröld!", 40,25); } } Tölvumál - 13

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.