Tölvumál - 01.07.1996, Page 29

Tölvumál - 01.07.1996, Page 29
Júlí 1996 Hvert er vægi verkefnastjórnunar í hugbúnaðargerð? Eftir Laufeyju Erlu Jóhannesdóttur Inngangur Hlutverk og vægi verkefna- stjómunar í hugbúnaðarverkefnum hafa hingað til verið talin lítil. Megináhersla hefur verið lögð á tæki og tól á meðan þættir eins og samskipti, miðlun upplýsinga og stjómun verkefna hafa verið álitin minni háttar. Þetta er að breytast, meðal annars vegna áhrifa frá kröfum gæðastaðla eins og ISO 9001 og líkana eins og CMM. Þær breytingar sem eru að eiga sér stað nú, munu halda áfram eftir því sem fleiri fyrirtæki koma sér upp gæðakerfi og fara í endurbætur ferla með CMM eða sambærileg líkön að leiðarljósi. Breytt mynd af hugbúnaðargerð Það orð fór af hugbúnaðargerð að þetta væri listgrein en ekki vís- indi. Við slfka listsköpun væri ekki viðeigandi að beita formlegri að- ferðafræði eða verkefnastýringu. Forritun var álitin list og lausnir urðu til vegna mikilfenglegra hæfi- leika þeirra sem komu að verkinu. Annað viðhoif er að hugbúnað- argerð sé vísindagrein eða fram- leiðslugrein. Það geti allir ski'ifað góð forrit og kerfi, hafi þeir réttu verkfærin og hafi fengið viðeigandi þjálfun. Rétt og formleg aðferða- fræði eða þróunarferli (life cycle model) sé svo punkturinn yfirl-ið. Síðastnefnda lýsingin á við um stóran hluta fagsins. Gallinn við hana er þó að í henni er hætta á að of mikil áhersla getur verið lögð á tæki og tól og fólkinu gleymt, bæði kerfissmiðum og notendum. Þetta getur leitt til þess að sama aðferða- fræðin sé notuð á allar gerðir verk- efna og sífellt sé verið að skipta um verkfæri. Skipt er um verkfæri áður en raunveruleg notkun getur leitt í ljós galla þeirra eða kosti. Eftir því sem hugbúnaðar- iðnaðurinn hefur þroskast hafa þessar sveiflur farið minnkandi. Með aukinni reynslu þeirra sem starfa við hugbúnaðargerð verður erfiðara að selja töfraverkfæri sem öllu eiga að bjarga. Engar töfralausnir Mörg hugbúnaðarfyrirtæki hafa gert sér grein fyrir því að töfralausnir er hvergi að finna. Til að bæta afköst og gæði í hugbún- aðarframleiðslu og tryggja að verkefnum ljúki með tilætluðum árangri verður að leita langtíma lausna. Viðbrögð margra hugbúnaðar- fyrirtækja hafa verið þau að fara út í endurskipulagningu vinnu- ferla, tækjakaup og þjálfun. Mörg fyrirtæki sérstaklega í Évrópu hafa farið út í gæðastarf í anda ISO- 9001 og fengið vottun. í Banda- ríkjunum hafa fyrirtæki verið hvött til að fara í endurbætur og endur- skipulagningu vinnuferla. Þar hafa menn stuðst við CMM (1) líkanið frá SEI (2). í þessu líkani er tekið á hinum ýmsu verkferlum innan fyrirtækjanna og þáttum í rekstri og stjórnun þeirra. Líkanið er síðan notað til að meta stöðu hvers einstaks fyrirtækis og gera þær endurbætur sem þarf. Sambærileg evrópsk og alþjóðleg verkfæri eru Bootstrap (3) og SPICE (4). Einn þáttur, sem ISO9001, CMM og SPICE koma öll inn á, er verkefnastjórnun. Reynslan hefur sýnt að til þess að verkefnum ljúki með tilætluðum árangri, á til- skildum tíma og innan fjárhags- áætlunar þarf verkefnastjórnun að vera í lagi. Það er því meira en tækin, tólin og þróunarferlin sem skipta máli. RAD Gott dæmi um þær breyttu áherslur sem orðið hafa er RAD eða Rapid Application Develop- ment sem mætti þýða sem Fljótlega Hugbúnaðargerð. Tilgangur með CMM (1) Líkan sem notað er til að endurbæta ferla við gerð og viðhald hugbúnaðar með aðferðum gæðastjórnunar. Líkanið inniheldur aðferðir til að meta stöðu og getu fyrirtækisins og leiðbeiningar um hvaða ferla og verkþætti þarf að bæta til að bæta stöðu þess. Eftir því sem fyrirtækið endurbætir ferla og aðferðir eykst geta þess til að ljúka verkefnum með tilætluðum árangri Sjá einnig: http://stfc.comp.polyu.edu.hk/STFC/SoftFactory/ docINDEX.html. Tölvumál - 29

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.