Tölvumál - 01.03.1998, Qupperneq 3

Tölvumál - 01.03.1998, Qupperneq 3
TÖLVUMÁL EFNI 5 Skýrsla formanns fyrir áriö 1997 Haukur Oddsson 9 Debetkortakerfiö Kjartan Jóhannesson 13 Áriö 2000 Jakob Sigurðsson 15 Undirbúningur og vinna við Evrópuverkefni Bjarki Á. Brynjarsson 17 Kynning: Skýrr hf. - Aldamótaþjónusta 18 Útgáfa tölvuorðasafns 20 Tölvuoröasafn Sigrún Helgadóttir 23 Samantekt á birtum greinum í 22. árgangi Tölvumála 25 Rannsóknastarfsemi Landssímans Sæmundur Þorsteinsson Ritstjórnarpistil Fyrsta tölublað Tölvumála 1998 kemur nú út seinna en áætlað var og biðjumst við velvirðing- ar á því. Að vanda kennir margra grasa í blaðinu og vonar ritstjórnin að sem flestir megi finna þar eitt- hvað við sitt hæfi. Nú nýlega var aðalfundur Skýrslutæknifólagsins haldinn. Nokkrar breytingar urðu þar á stjórn félags- ins en m.a. lét Haukur Oddsson af starfi formanns að eigin ósk. Það er skemmst frá því að segja að Haukur skilar af sér afar öflugu félagi en mikil gróska er í öllu starfi þess og fjárhagurinn sterkur sem m.a. er for- senda öflugs starfs í framtíðinni. Þökkum við Hauki vel unnin störf og óskum honum velfarnaðar í fram- tíðinni. Á aðalfundinum var nýr formaður kjörinn Óskar B. Hauksson og óskum við honum velgengni í starfi formanns. Ég undirritaður lét af starfi ritsjóra Tölvumála á aðalfundinum en Agnar Björnsson var þar kjörinn ritstjóri í stað mín. Um leið og ég þakka ágætt samstarf í ritsjórn Tölvumála og við fram- kvæmdastjóra félagsins óska ég Agnari alls hins besta í stöðu ritsjóra. Að lokurn óska ég fólaginu og Tölvu- málum velfarnaðar í framtíðinni. Gísli R. Ragnarsson. Tölvupóstlisti Skýrslutæknifélags íslands Stofnaður hefur verið tölvupóstlisti Skýrslutæknifélagsins. Um er að ræða tvo lista, annan með félagsmönnum SÍ og hinn með utanfélagsmönnum. Á listunum eru netföng þeirra sem hafa skráð þau í gestabók félagsins. Á nokkrum síðustu ráðstefnum. Öllum er frjálst að skrá sig á listann - eða skrá sig af honum. Útsendingar verða aðallega til að minna á ráðstefnur og aðra atburði á vegum félagsins. Stjórn félagsins hefur samþykkt reglur um notkun listans og eru þær birtar á heimasíðu félagsins, www.sky.is. Skráið ykkur á tölvupóstlista SÍ - með því að senda tölvupóst til félagsins, sky@skima.is. MARS 1998 - 3

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.