Tölvumál - 01.03.1998, Qupperneq 12

Tölvumál - 01.03.1998, Qupperneq 12
TÖLVUMÁL tölvur frá Visa International auk kerfanna í stórtölvu RB. Bilun í einum þætti getur lamað kerfið að hluta, en lýsir sér gagnvart kort- hafa og söluaðila sem frosið kerfi eða hrun í RB. Dæmi eru um að nánast allir framantaldir þættir hafi brugðist með einum eða öðr- um hætti og stöðvað misstóran hluta kerfisins um lengri eða skemmri tíma. Eitt dæmi er um að rafmagnsleysi eins mótalds í höf- uðstöðvum verslunarkeðju hafi nánast lamað kassakerfi hennar á landsvísu heilan föstudag, en RB að auðvitað kennt um. En vanda- mál sem komið hafa upp innan RB hafa að sjálfsögðu verið alvar- legust og haft víðtækust áhrif. Hvaö hefur veriö gert til úrbóta Síðustu mánuði hefur verið unnið mikið starf við að bæta Debetkortakerfið á ýmsum víg- stöðvum í samstarfi RB, kortafyr- irtækja, RÁS-þjónustu, Landssím- ans og framleiðanda kassakerfa. Helstu atriði þeirra úrbóta fel- ast í því til dærnis, að innhringi- samböndum og gagnanetssam- böndum við heimildagjafakerfið hefur verið stórfjölgað. Nú eru 36 símalínur frá almenna símakerf- inu tengdar við heimildagjafa- búnaðinn í stað 20 lína fyrir rúmu ári. Gagnanetsamböndum hefur á sama tíma verið fjölgað úr 4 í 10. Ný útgáfa VAP heimildagjafabún- aðarins var tekin í notkun á síðari hluta árs 1997, en í henni eru nú- tímalegar og hraðvirkar TCP/IP tengingar við stórtölvu RB í stað hægvirkra 3270 coax tenginga. Þarna á milli eru því 58 samtíma- tengingar í stað 2ja áður. I stórtölvunni voru teknar í notkun nýjar diskastæður, sem reynslan hefur sýnt að hefur ásamt upptöku á nýjum útgáfum stjórnkerfa stórtölvu, stórbætt og jafnað svartíma í kerfinu. Það hef- ur haft góð áhrif á VAP-heimilda- gjafabúnaðinn, sem var mjög við- kvæmur fyrir sveiflukenndum og löngum svartíma stórtölvunnar. Síðast en ekki síst voru fest kaup á nýrri og stærri stórtölvu, sem juku afköst að mun og minnkuðu líkur á vandræðum sem oft hlutust af seinum vinnsl- um í RB. Oft var það í kjölfar vinnslurofa, sem jafnan urðu á versta tíma t.d. um mánaðamót. Reyndar er það nú svo að breytingum fylgir ávallt áhætta og hluti af erfiðleikum í RB má bein- línis rekja til þeirra úrbóta sem verið var að gera. Sem dæmi má nefna að „böggur“ í aðkeyptu gagnasafnskerfi kom frarn þegar gagnagrunnsskrár voru fluttar á nýja tegund diska. Afleiðingar hans, sem komu fram viku síðar, urðu þær að beinlínukerfi RB stöðvuðust á versta tíma um mán- aðamót og RB var óstarfhæf klukkustundum saman. Þetta breytir þó ekki þeirri staðreynd að nýju diskarnir hafa haft mjög góð áhrif til hins betra á öll kerfi RB. Rétt er að geta þess að unnið er að því innan RB að setja upp svo- kallað Sel, þar sem á að setja upp varabúnað, aðra stórtölvu, sem getur tekið við þegar aðaltölvan bregst. Afköst og færslutölur Notkun Debetkorta hefur auk- ist hraðar en bjartsýnustu spár gerðu ráð fyrir. Mun fleiri kort hafa verið gefin út og útbreiðsla posa og kassakerfa er meiri en ráð var fyrir gert. Við Islendingar eig- um heimsmet í fjölda posa pr. 1000 íbúa í heiminum og eru aðr- ar þjóðir vart hálfdrættingar á við okkur. Við áttum heimsmet í notkun tékka til skamms tíma, en þegar Debetkortin komu til sög- unnar og færslugjöld voru tekin upp, þá minnkaði tékkanotkun verulega eins og sjá má á með- fylgjandi súluriti. Nú eru saman- lagðar debetkortafærslur og tékka- færslur aftur orðnar fleiri en tékkafærslurnar urðu flestar árið 1993. Álag af DK í RB Á góðum degi eru gerðar allt að tvær milljónir beinlínuaðgerða í beinlínukerfum RB. Auk heimil- dagjafakerfis DK er þar um að ræða gjaldkerafgreiðslur, almenn- ar fyrirspurnir bankamanna, bankasímafyrirspurnir, milli- færslur úr heima- og heimils- bönkum sem og fýritækjatenging- um ýmiskonar auk hraðbanka, svo það helsta sé nefnt. Stærsti dagur, sem sögur fara af hvað varðar heimildargjafakerfi DK var síðasta Þorláksmessa 23.12.97, en þá voru um 70.000 heimildir veittar. Eins og sjá má vegur þetta ekki ýkja þungt hvað varðar álag og aðgerðafjölda í heildarmagn- inu, en þarna er um að ræða við- kværnt kerfi, þar sem minnstu hnökrar hafa samstundis áhrif á nánast alla þjóðina. Hefur það gert það að verkum að búið er að skipa Reiknistofu bankanna á bekk með almenningsveitum og þvíumlíkum stofnunum, og það þykir saga til næsta bæjar og ástæða til fréttaflutnings þegar illa gengur. Það er ekki eins frétt- næmt þegar vel gengur. En þar sem þetta er hlutverk , sem RB tók að sér með glöðu geði og hef- ur jafnan reynt að komast hjá því að vera mikið í pressunni, þá þarf þetta ekki að eiga illa við okkur. Við höldum áfram að gera okkar besta til að forðast sviðsljósið og reynurn þessvegna með öllum ráðum að halda kerfunum gang- andi lrnökralausum. Vonandi gengur það vel í framtíðinni, ekki síst í þeim mörgu ólíku þáttum sem mynda Debetkortakerfið, jafnt innan Reiknistofu bankanna sem utan hennar, sjö, níu, þrett- án. Kjartan Jóhannesson er forstöðumaður á kerfissviði RB. 12- MARS 1998

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.