Tölvumál - 01.03.1998, Qupperneq 25

Tölvumál - 01.03.1998, Qupperneq 25
T 0 L V U M Á L «■ Rannsóknarstarfsemi Landssímans Eftir Sæmund Þorsteinsson Inngangur Árið 1995 hóf þáverandi Póst- og símamálastofnun þátttöku í samevrópskum rannsóknarverk- efnum sem heyra undir fjar- skiptahluta fjórðu rammaáætlun- ar ESB um rannsóknir, ACTS (Advanced Communications Technologies and Services). Verk- efnin eru öll á sviði stafrænna bandvíðra fjarskipta. Samkvæmt anda fjórðu rammaáætlunarinnar fjalla verkefnin einkum um notk- un háhraða fjarskiptatækni sem komið hefur á sjónarsviðið und- anfarinn áratug, en oft er jú lang- ur vegur milli þess að ný tækni kemur fram þar til hægt er að nýta hana. í flestum verkefnunum sem Landssíminn á aðild að er mark- miðið að nýta ATM-fjarskiptaað- ferðina (Asynchronous Transfer Mode) til að þróa ýmiss konar þjónustutegundir, t.d. kvikmynda- veituþjónustu (Video on Demand) og nokkrar gerðir tölvustuddrar samvinnu, CSCW (Computer Supported Co-operative Work- ing). Verkefnin eru öll á vel á veg komin. í töflu 1 eru verkefnin tal- in upp, umfang þeirra ásamt hlut íslendinga og tilvísanir í heima- síður þar sem meiri upplýsingar er að fá um hvert verkefni. Landssíminn er aðili að Eures- com, sem er stofnun í eigu flestra eldri símafyrirtækja í Evrópu. Á vett- vangi Eurescom starfa þessi fyrir- tæki saman að rannsóknum og þróun á fjarskiptasviðinu. Verk- efnin miða bæði að þróun nýrrar tækni og einnig að nýtingu fyrir- liggjandi tækni. Landssíminn er aðili að einu Eurescom-verkefni sem fjallar um stýringar fjar- skiptakerfa (Telecommunications Management Networks). Á vettvangi innlendra rannsókna hefur Landssíminn beitt sér fyrir að sett verði upp svonefnt ATM rannsóknarnet. Með slíku neti fá rannsóknaraðilar tækifæri til að nota bandvíð fjarskipti við ýmiss konar ný notkunarsvið. Heildarumfang ACTS-verkefn- anna er urn 430 ársverk og hlutur Islands um 15 ársverk. Heildar- kostnaður við þessi verkefni er u.þ.b. 4,5 milljarðar króna og styrkir nema nærri 2,2 milljörð- um. Þar af koma um 82 milljónir í hlut Islendinga. AMUSE verkefnið AMUSE stendur fyrir „Advanc- ed Multimedia Services for Res- idential Users“. Landssíminn er aðili að verksamningi AMUSE (contractor) en Verkfræðistofnun Háskólans, Kerfisverkfræðistofa og Nýherji hf. eru tengd verk- samningnum gegnum Landssím- ann, (associated contractors). I AMUSE eru settar upp tilraunir með gagnvirka dreifða margmiðl- unarþjónustu við heimili. Þetta er gert á nokkrum stöðum í Evrópu sem nefndir eru tilraunaeyjar. Til- raunaeyjarnar eru á Islandi, Belg- íu, Þýskalandi, Sviss, Ítalíu og í Portúgal, rnynd 1. Notast er við ATM fjarskiptatækni milli mynd- þjóns og endabúnaðar hjá notend- um en aðgangsnetið (access network) er nokkuð mismunandi eftir tilraunaeyjum. í fyrri tilraun- arfasa AMUSE hér á landi var ATM merki sent eftir ljósleiðara alla leið heim í fjölbýlishús. Við inntak var merkið klofið niður í nokkra 25 Mb/s strauma sem voru sendir eftir símalínum inn í íbúðir. Hjá notendum var sett upp svonefnt „set-top-box“ sem er eins konar nettölva sem sér um samskipti notanda við myndþjón og breytir gagnastraumnum frá myndþjóni í sjónvarpsmerki. Á mynd 2 er uppsetning AMUSE tilraunanna sýnd frá myndþjóni að sjónvarpstæki eða PC-tölvu. Boðið var upp á fjórar megin- gerðir af þjónustu, kvikmynda- veitu (video on demand), frétta- veitu (news on demand), tónlist- arveitu (music on dernand) og Internet aðgang. Kvikmyndirnar Tafla 1. Umfang ACTS verkefna sem Landssíminn tekur þátt í Verk- Heildar- Mánaðar- Hlutur Mánaðar- efni umfang verk Islands verk URL AMUSE 1544 140 http://www.amuse.hi.is JAMES 047 9 http://www.labs.bt.com profsoc/james/ NICE 1034 18 http://b5www.berkom.de/nice/ INFOWIN 510 12 http://www.infowin.org/ Summa 5135 179 MARS 1998 - 25

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.