Tölvumál - 01.03.1998, Qupperneq 17

Tölvumál - 01.03.1998, Qupperneq 17
TÖLVUMÁL Kynning - Skýrr hf. Aldamótaþjónusta Að undanförnu hefur sífellt meira borið á umræðu um þau áhrif sem ártalið 2000 getur haft á það upplýsinga- og viðskiptaumhverfi sem fyrirtæki búa við. Ekki eru allir sammála um hversu mikil áhrifin geta ver- ið né hversu stór vandamál ár- talið mun skapa. Um þetta hefur þegar verið mikið skrifað og verð- ur ekki farið nánar út í það hér. Það er hins vegar ljóst að því fyrr sem fyrirtæki huga að þessum málum því betri aðstöðu hafa þau til að meta hugsanleg áhrif og hafa rýmri tíma til að ákveða til hvaða ráðstafana þurfi að grípa. Stöðuúttekt? Hvernig er fyrirtækið mitt í stakk búið til að takast á við ár- talið 2000? Þessa spurningu þurfa stjórnendur að spyrja sig og leita svara við. Þegar þessari spurn- ingu er varpað fram, eru nokkur atriði sem þarf að taka tillit til; hvar á að byrja, hvaða atriði eig- um við að skoða fyrst, hvaða leið- ir á ég að fara o.s.frv. Aldamótaþjónusta Skýrr hf. Skýrr hf. býður fyrirtækjum og stofnunum faglega aðstoð við að meta þau áhrif sem ártalið 2000 getur haft á viðskiptaumhverfi fyrirtækja. Uttektin er fyrirbyggjandi ráð- stöfun til varnar því að vandamál komi upp vegna ártalsins 2000. Með því að fá mat á stöðu fyrir- tækisins er hægt að ákveða til hvaða aðgerða þurfi að grípa. Hvernig fer úttekt fram? Þegar lagt er mat á þau áhrif sem ártalið 2000 getur haft er far- ið í gegnum ákveðinn feril. Þar er markvisst tekið á þeim atriðum sem skipta máli. Meðal þeirra at- riða sem farið er í eru; • Lýsing á tölvukerfinu • Áhrif á rekstur og markmiða- setning • Eignaskrá • Uppbygging framkvæmda- og fjárhagsáætlunar • Forgangsröðun tölvukerfa. • Tilhögun og vinnuáætlanir vegna prófana. • Utanaðkomandi gögn. • Skilgreining á „réttum“ gögnum. • Ástand núverandi búnaðar. • Eftirlit með framkvæmdum. • Neyðaráætlun. Eins og sést á þessari upptaln- ingu þá eru mörg atriði sem þarf að skoða. Umfang verksins fer eftir því, hversu vel fyrirtækið er undirbú- ið og hvernig sú vinna hefur ver- ið framkvæmd. Því betri sem greining á þörfum fyrirtækisins er, því líklegra er að fyrirtækið ná þeim markmiðum sem sett hafa verið vegna þeirra breytinga sem þarf að framkvæma. Ávinningur af úttekt Sá ávinningur sem íyrirtæki hafa af úttekt er fullvissun um að öll þau atriði sem taka þarf tillit til hafa komið fram. Einnig hafa fyrirtæki í höndunum aðgerðar- lista sem tiltekur þá þætti sem er nauðsynlegt að skoða með tilliti til ártalsins 2000. Nánari upplýsingar Nánari upplýsingar um alda- mótaþjónustu Skýrr hf. veitir Helgi Jóhannesson Sölustjóri í síma 569-5134 eða netfang helgi- jo@skyrr.is Punktar... Málþing í Haupmannahöfn Dagana E.-8. febrúar 1998 var á vegum tímaritsins LexicoNordica haldið málþing um íðorðastarf á Norðurlöndum (Symposium om fag- leksikografi i Norden). Þingið fór fram á Schæffergárden í Kaup- mannahöfn. Stefán Briem, ritstjóri Tölvuorðasafns, sótti þingið af hálfu Skýrslutæknifélags íslands og flutti fyrirlestur sem hann nefndi Is- landske fagtermer og informations- teknologi. Stefán gerði þar grein fyrir íslenskri málstefnu og sögu íð- orðastarfs á Islandi. Einnig lýsti hann verklagi við endurskoðun Tölvuorðasafns fyrir nýútkomna þriðju útgáfu og sagði frá orða- banka íslenskrar málstöðvar þar sem Tölvuorðasafn er i góðum hópi f jölda annarra íðorðasafna. Sér- staka athygli þinggesta vakti að vél- rænum þýðingum var beitt við end- urskoðun Tölvuorðasafns og að orðabanki íslenskrar málstöðvar mun vera hinn fyrsti sinnar iegund- ar á Norðurlöndum. Ráðgert ér að birta fyrirlestrana frá málþinginu i næsta hefti tímaritsins LexicaNor- dica. MARS 1998 - 1 7

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.