Tölvumál - 01.03.1998, Blaðsíða 22

Tölvumál - 01.03.1998, Blaðsíða 22
T 0 L V U Á L er við undirbúning annarrar út- gáfu Tölvuorðasafnins. En bók eins og við erum að fagna hér í dag er ekki verk eins nranns og ekki heldur verk einnar nefndar. Fleiri koma þar við sögu. Þegar unnið var við aðra útgáfu sátu margir sérfræðingar fundi með nefndinni og þeir og margir fleiri lásu yfir einstaka efniskafla. Nokkrir sérfræðingar hafa setið fundi með nefndinni í þessari lotu og lagt á ráðin við orðasmíðina en svo ber einnig að geta hulduhers Stefáns senr við kölluðum svo. Það eru allir þeir sem lásu yfir efniskafla sem Stefán sendi þeim. Sumt af þessu fólki höfum við aldrei séð. Svo er að geta stjórnar Skýrslutæknifélagsins undir styrkri stjórn Hauks Oddssonar fornranns, sem stóð fyrir fjársöfn- un til þess að fjármagna verkið og forsvarsmanna þeirra fyrirtækja og sjóða, þ.e. Málræktarsjóðs og Lýðveldissjóðs, sem trúðu á okk- ur. Tilkoma Málræktarsjóðs og Lýðveldissjóðs hefur gjörbreytt aðstæðum til þess að vinna við verk af þessu tagi. Ekki má gleyma Svanhildi, framkvæmdastjóra fé- lagsins, sem hafði öll fjármál í sín- um höndum og hefur örugglega haft af þessu brölti mikla mæðu og fyrirhöfn en lét allt yfir sig ganga af einstakri ljúfmennsku og þolinmæði. Ekki má heldur gley- ma starfsmönnum Islenskrar mál- stöðvar, en í málstöðinni hefur nefndin lengst af haldið fundi sína. Þegar Baldur og Ari Páll skiptust á skrifstofum fannst Ara Páli sjálfsagt að rýma skrifstofu sína einu sinni í viku til þessa að vel færi um orðanefndina á fund- um. Síðastliðið sumar þegar nær dró útgáfu voru haldnir fundir tvisvar í viku. I september sl. urðu fundir 3-4 í viku og þá lögðum við undir okkur eldhúsið í Aragöt- unni líka. Og að lokum má ekki gleyma því að makar ritstjóra og orðanefndarmanna urðu að sætta sig að hafa þá nánast í útlegð vik- um og jafnvel mánuðum saman. Síðastliðinn september var kallaður hinn svarti september og mun lengi í minnum hafður hjá orðanefndinni. Að vísu fylgdu á eftir svartur október, nóvember og desember hjá ritstjóra og formanni og að hluta til hjá öðrum nefndar- mönnum. Um miðjan nóvember var handriti að orðasafninu tyllt til bráðabirgða í orðabanka Is- lenskrar málstöðvar sem var opn- aður 15. nóvember eins og áður er getið. Síðan hófust nefndarmenn handa við að lesa handritið. Bald- ur Jónsson var þá kominn til Bandaríkjanna og las hann hand- ritið þar og sendi athugasemdir til ritstjórans í tölvupósti í 79 tölu- settum versum, þó ekki í bundnu máli. Utkoma allrar þessarar vinnu varð 3. útgáfa Tölvuorða- safns með rúmlega 450 blaðsíðum þar sem eru um 5800 íslensk heiti og um 6500 ensk heiti á rúmlega 5000 hugtökum. Félagar mínir í orðanefndinni hafa lotið harðstjórn minni mögl- unarlaust síðastliðin 20 ár. Þeir mæta á fundi og búa til orð nánast eftir pöntun. Samvinna okkar er orðin svo náin að enginn veit leng- ur hver býr orðin til. Mig langar til þess að nota þetta tækifæri til þess að þakka þeim allar samverustund- irnar. Eg veit að þær eiga eftir að verða fleiri því að þeir eru þegar farnir að spyrja um næstu fundi. En nú er bókin komin út og ég vona að við getum öll verið stolt af henni, orðanefndin og ritstjórinn, stjórn félagsins og útgefandinn, Is- lensk málnefnd. Um þessa bók gildir það sama og aðrar orðabæk- ur, henni verður aldrei lokið. En nú hafa aðstæður breyst á þann veg að unnt er að koma nýju efni á framfæri um orðabankann. Það getur verið að við gefum aldrei aft- ur út sambærilega bók. En ég er sannfærð um að við höldum áfram að þróa íslenskan orðaforða upplýsingatækninnar. Ég hef hér reynt að gefa stutt yfirlit yfir sögu orðanefndarinnar og tölvuoröasafnanna. Þriðja út- gáfan byggist á næstu bók á und- an sem aftur var afrakstur vinn- unnar við fyrstu útgáfuna. En íyrsta útgáfan var líka byggð á gömlu orðaskránni og orðunr sem tölvunotendur höfðu komið sér upp fram að þeim tírna til þess að ræða um tölvur á íslensku. Sjálft orðið tölva varð til skömmu eftir að tölvur komu til landsins. Urn sögu þess orðs verður ekki fjallað hér en vísa má í grein Baldurs Jónssonar í afmælisriti Jónasar Kristjánssonar og greina Þorsteins Sæmundssonar og Sigrúnar Helgadóttur í Tölvumálum (1982 og 1993). En ekkert hefði orðið til nema vegna þess að jarðvegurinn fyrir nrálrækt var fyrir hendi. Við sem erum á miðjum aldri og þeir sem eldri eru hafa fengið þær hugmyndir með móðurmjólkinni að við eigum að hreinsa málið af erlendu áhrifum og að búa til orð úr íslenskum efnivið um flest það sem Islendingar þurfa að fjalla um. Þess vegna þótti stofnendum Skýrslutæknifélagsins það sjálf- sagt að koma á fót orðanefnd. Nú þegar þessu stóra verki er lokið þarf að huga að næstu verk- um. Ég hef tvö verkefni í huga sem mér er mjög umhugað um að verði unnin fljótlega. Við aðra út- gáfu Tölvuorðasafns fannst mér að þá þyrfti líka að búa til annars konar bók, styttri og með einfald- ari skýringum. Þá var ekki að- staða til þess að hrinda því verki í framkvæmd en nú varpa ég hug- myndinni fram. Ég hef í huga bók með mun færri hugtökum og skil- greiningum sem yrðu miðaðar við nemendur og almenning. Nú eru tölvur á flestum heimilum og fólk þarf slíka bók. Hitt verkið ijallar um þýðingar á hugbúnaði. Það hefur lengi farið fyrir brjóstið á mér og mörgum öðrunr að við skulum bjóða börnum okkar upp á tölvur sem kunna bara ensku. Nú er það svo að það stýrikerfi sem mest er notað í einmennings- tölvum hér á landi, m.a. í skólum, hefur ekki verið þýtt. Góðar og 22 MARS 1998

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.