Tölvumál - 01.03.1998, Page 9

Tölvumál - 01.03.1998, Page 9
Debetkortakerfið Eftír Kartan Jóharinesson Debetkortakerfið, sem við í RB köllum DK, var tekið í notkun í desember 1993. Reyndar má segja að það hafi ekki verið fyrr en hálfu ári síðar sem almenn notkun hófst. Til þess liggja margar ástæður að sú töf varð, en ég hyggst láta öðrum það eftir að fjalla um þær og aðra þá hluti sem gera það að verkum að Debetkortakerfið hefur oft verið bitbein fólks og fjölmiðla. Þó nmn ég hér síðar í greininni fjalla lítil- lega um rekstrarerfiðleika í DK á síðustu misserum, en hún fjallar annars aðallega um tæknilega uppbyggingu Debetkortakerfisins og reynt er að lýsa lítillega helstu þáttum sem það mynda. Sá búnaður sem myndar DK er margþættur, bæði vél og hugbún- aður er úr ýmsum áttum og margir aðilar koma að hinum ýmsu þátt- um. f Reiknistofu bankanna, sem rekur stærsta hluta þessa kerfis, kjósurn við að skipta því upp í þrjá megin þætti: Kortagerð, heimilda- gjöf og DK-uppgjör og er þeim gerð nánaxi skil hér að neðan. Rétt er staldra aðeins við og gera grein fyrir því, að við í Reiknistofu bankanna höfum ákaflega mikla tilhneigingu til að nota tveggja stafa skammastafanir fyrir alla hluti. Reiknistofan heit- ir að sjálfssögðu RB í daglegu tali, en svo eru öll okkar verkefni ein- kennd með svona tveggja stafa skammstöfun, DK stendur eins og fyrr segir fyrir Debetkort, HG þýð- ir heimildagjöf og KG er korta- gerð. IN stendur fyrir innlánakerf- ið. Forritin sem við skrifum auð- kennum við svo með tveggja stafa einkenni viðkomandi verkefisins auk 3ja stafa hlaupandi númers. Þetta er í raun sama kerfi og á ís- lensku bílnúmerunum, reyndar er það svo að oft rekumst við á gamla kunningja í umferðinni ! RÁS-kerfið Þó er það ein skammstöfun, sem ekki á rætur að rekja til RB, enda er hún 3ja stafa. Það er RÁS, sem stendur fyrir rafgreiðslur á sölustað. Hún er íslenskun ensku skammstöfunarinnar EFTPOS; Electronic Fund Transfer at Point Of Sale. Frá upphafi DK-verkefn- isins var gengið út frá því að nýta fyrirliggjandi tækjakost og fyrir- liggjandi kerfi sem byggt hafði verið upp fyrir kreditkortin, svo- kallað RÁS-kerfi. Um 4.000 kass- ar og posar voru tengdir því kerfi 1993, en þeim hefur nú fjölgað um meira en helming og eru yfir 8.000 talsins. Kortagerð Kortagerðin er umfangsmikil starfsemi, sem fer fram á Vinnslu- sviði RB og felst annarsvegar í sjálfri framleiðslu kortanna og hinsvegar í svokölluðu mynd- námi, en það er að koma undir- skrift og andlitsmynd af tilvon- andi korthöfum á stafrænt forrn og geyrna á myndaskrá til notkun- ar í kortagerðinni. Myndnám Starfsmenn banka og spari- sjóða ganga frá svokölluðum kennispjöldum með litmynd af umsækjanda ásamt undirskrift og senda til RB. í RB er mynd og undirskrift „skönnuð“ og hvoru tveggja geymt á stafrænu forrni. Þetta er að nokkru leyti handa- vinna, enda myndir og undir- skriftir af mörgu og misjöfnu tagi og oft þarf að breyta stillingum til að gæði hins stafræna afrits séu nægjanleg. Lögð er áhersla á að fýllsta öryggis sé gætt við útfyll- ingu kennispjaldanna, sem og í framleiðslu þessari allri, enda hafa Debetkort smám saman öðl- ast ákveðinn sess sem persónu- skilríki, sem víða eru tekin gild, ekki bara við notkun tékka sem ábyrgðarkort, en það var eitt af grunnhlutverkum kortanna frá upphafi. Kortaframleiðsla Þegar mynd og undirskrift eru komin á stafrænt form má fram- leiða sjálft Debetkortið, þ. e. prenta á forprentað plastkortið sem er hráefni framleiðslunnar. Nafn og kennitala ásamt mynd og undirskrift eru prentaðar á bak- hlið kortsins, kortaupplýsingar eru kóðaðar í segulrönd og örygg- isfilma sett yfir. Kortin eru annað- hvort Electron kort, gefin út af viðkomandi banka í samvinnu við Visa, eða Maestro og Cirrus kort gefin út í samvinnu við Europay. Tegundirnar sem hver bankastofnun gefur svo út eru orðnar býsna margar og hráefnið sem kortagerðarvélin notar því af ýmsu tagi. Bankar og sparisjóðir og markaðsdeildir þeirra hafa ver- ið fundvísir á nýja möguleika í vöru og þjónustu og því eru sífellt nýjar tegundir plastkorta að bæt- ast við og starfsfólk kortagerðar- innar þarf því að vera vel með á nótunum í framleiðslunni. Greiðslukortafyrirtækin nota þessa þjónustu einnig og þar á bæ láta menn heldur ekki sitt eftir liggja í vöruþróun. RB framleiðir MARS 1998 - 9

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.