Tölvumál - 01.03.1998, Page 16

Tölvumál - 01.03.1998, Page 16
 T Ö L V U Á L komandi aðila að vinna slíkt ná- kvæmlega, enda þarf sá hinn sami að setja sig nákvæmlega inn í upplýsingapakka viðkomandi ESB deildar. Yfirlesarar sem ekki þekkja vel til geta jafnvel gefið villandi upplýsingar. Að lokum er umsóknin send til ESB og sérstaklega gætt að öll- um smáatriðum. Það getur verið sárt að hafa unnið í nokkra mán- uði að umsókn sem síðan er hafn- að einfaldlega vegna þess að ein- hver fýlgiskjöl vantar. Mat umsókna Mat umsókna fer þannig fram að kallaður er til hópur sérfræð- inga (oftast þrír) sem situr við í nokkra daga og fer yfir innsendar upplýsingar í viðkomandi deild. Fyrst er hugað að því hvort öll gögn séu til staðar og hvort um- sókninni sé beint til réttrar deild- ar. Síðan skoða sérfræðingarnir umsóknirnar hver í sínu lagi og meta hvort hún uppfylli öllum skilyrðum bæði hvað varðar fag- lega hlið rnála og önnur atriði eins og nýbreytni, evrópska vídd, o.s.frv. Einkunn er gefin fyrir hvern þessara þátta og síðan heildareinkunn fyrir umsóknina. Þær umsóknir sem hljóta viðun- andi einkunn fara síðan fyrir nefnd sem mælir með eða hafnar fjármögnun verkefnisins. A þessu stigi getur skipt máli hvaða lönd eru með í verkefninu og hversu mikið fjármagn er til úthlutunar í viðkomandi deild. Nokkrir mánuðir geta liðið frá því að umsókn er send inn og um- sóknarfrestur er útrunnin og þar til niðurstaða liggur fyrir um hvort verkefnið er samþykkt eða því hafnað. Samningaferlið Þegar fyrir liggur að umsókn hefur verið samþykkt til fjármögn- unar af ESB hefst samningaferlið. Samningamir eru í þremur hlutum: lögfræðileg atriði, ijármál, og tækni- leg atriði. Samningarnir byggja auð- vitað á umsókninni, en nú eru gerðar nokkuð meiri kröfur um skilgreiningu verkefnisins, mæli- stikur, kostnað, og atriði sem lúta að stjórn verkefnisins og hvernig skuli leyst úr vandamálum sem upp kunna að koma. Það má spara sér töluverða vinnu hér með því að kynna sér gerð samningsins um leið og umsóknin er unnin þannig að nýta megi sem mest af þeirri vinnu við samninagerðina. Þegar aðilar eru á eitt sáttir um innihald samningsins er hann undirritaður af báðum aðilum og verkefnið getur formlega hafist. Allnokkur tími getur liðið frá undirritun samningsins og þar til fyrstu greiðslur berast frá ESB. Verkefnavinnan Þegar komið er að verkefna- vinnunni flyst áherslan nokkuð frá verkefnisstjóranum, sem venjulega ber hitann og þungann af umsóknarvinnunni, yfir á þátt- takendur. Mikið atriði er að þátt- takendur taki virkan þátt í verk- efninu, temji sér öguð vinnubrögð frá upphafi og taki frá tíma til verksins. Hversu auðveldlega verkefnavinnan gengur er mjög háð fyrri reynslu þátttökuaðila. Mikill munur er auðvitað á fyrir- tækjum sem hafa reynslu af öguð- um vinnubrögðum við rannsókn- ar- og þróunarverkefni annars vegar og fyrirtækjum þar sem eng- in reynsla er af slíku hins vegar. I síðara tilfellinu fellur mun meiri vinna á herðar verkefnisstjórans og ber að gera ráð fyrir því í skipulagningu verkefnisins. Halda verður vel utan um skráningu vinnu, tíma, og kostn- aðar. Verkefnisstjóri skilar fram- vinduskýrslum til ESB og haldnir eru fundir með fulltrúum ESB þar sem staða verkefnisins og fram- vinda þess er metin. Lykilatriði í verkefnavinnunni eru samskiptin milli þátttakenda. Auðvelt er að vanmeta þá vinnu sem fólgin er í að ná til allra þátt- takenda, oft í mörgum löndum, og tryggja að unnið sé í réttum takti. Því er nauðsynlegt að skilgreina vel í upphafi tengiliði fyrirtækja, samskiptaleiðir og leggja fyrir áætlun um fundi, skil á skýrslum, og skil á milliniðurstöðum. Skil niðurstaðna Við lok verkefnisins (oft er um eins til þriggja ára verkefni að ræða) er unnin lokaskýrsla og hún lögð fyrir ESB. Verkefnið er síðan metið og kannað hvort nið- urstöður séu í samræmi við gerð- an samning. Reynist svo vera er verkefninu formlega lokið og lokagreiðsla fer fram. Hafa verður í huga strax frá upphafi að gerður hefur verið tvíhliða samningur og er báðum aðilum hans gert að uppfylla skilyrðum samningsins. Lokaorð Hér hefur verið stiklað á stóru varðandi undirbúning og vinnu við Evrópuverkefni. Ljóst er að töluverð vinna er fólgin í gerð umsóknar og samninga, en létta má verulega á þeirri vinnu með því að leita til aðila sem reynslu og þekkingu hafa af slíku. Það kann að reyna nokkuð á þolinmæði fyrirtækja að taka þátt í Evrópuverkefnum. Oftast er ferl- ið frá því að undirbúningur er hafin og þar til verkefni hefst um eitt ár og þykir það oft á tíðum nokkuð langur tími að bíða sér- staklega þegar leysa á verkefni dagsins. Það er hins vegar ljóst að verulegan ávinning má hafa af þátttöku í Evrópuverkefnum, ekki eingöngu fjárhagslegan, heldur einnig í formi tengsla og sam- vinnu við aðila sem fært geta heim þekkingu og reynslu. Eg vil að lokum hvetja íslenska aðila sem starfa að rannsóknar- og þróunarverkefnum, og ekki eru nú þegar að undirbúa eða taka þátt í Evrópuverkefnum, að kynna sér möguleikana sem þar finnast. Dr. Bjarki A. Brynjarsson Þróunarfélagi Vestmannaeyja 16 - MARS 1998

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.