Tölvumál - 01.03.1998, Síða 20

Tölvumál - 01.03.1998, Síða 20
TÖLVUMÁL Tölvuorðasafn lir Siarúnu Helaadóttur Skýrslutæknifélagið er félag áhugamanna um tölvu- tækni og var stofnað árið 1968. Það verður því 30 ára á þessu ári. Tölvutæknin var þá ný og stofnendur félagsins vildu geta talað um þessa nýju tækni á ís- lensku. Þeir voru því svo fram- sýnir að stofna strax orðanefnd og var Bjarni P. Jónasson fyrsti for- maður hennar. Nefndin útbjó fljótlega stutta óformlega orða- skrá. Arið 1974 gaf nefndin út sem handrit tölvuprentaðan orða- lista, Skrá yfir orð og hugtök varð- andi gagnavinnslu. Haustið 1978 tók ég við formennsku í nefnd- inni að undirlagi Odds Bene- diktssonar sem þá var formaður félagsins. Ottar Kjartansson, sem var fyrsti starfsmaður félagsins, boðaði til fyrsta fundarins sem var haldinn í fundarherbergi Raunvísindastofnunar. Fljótlega komst festa á skipan nefndarinnar og hafa þeir fjórir sem skipa hana núna setið í nefndinni síðan. En þeir eru auk mín Baldur Jónsson prófessor, Þorsteinn Sæmundsson stjörnu- fræðingur og Örn Kaldalóns kerf- isfræðingur. I fundarherbergi Raunvísindastofnunar voru engar orðabækur svo að Baldur Jónsson bauð nefndinni að halda fundi á skrifstofu sinni í Arnagarði en þar voru þær orðabækur tiltækar sem nauðsynlegar þóttu. í skrifstofu Baldurs hélt nefndin síðan fundi þar til Baldur fluttist í Aragötu 9 og höfum við haft þar fundarað- stöðu síðan. Nefndin hefur því verið í fóstri hjá Baldri og síðar Is- lenskri málstöð frá þeim tíma. Orðanefndin leit á það sem hlutverk sitt að finna íslensk heiti í staðinn fyrir ensk heiti sem not- uð voru um ýmislegt sem lýtur að tölvutækni. Og það var frumskil- yrði að heitin væru gerð úr ís- lenskum efnivið. En það er nauð- synlegt að hafa einhvern grunn til þess að byggja á. Fyrsta verk mitt í orðanefndinni var því að finna erlent verk sem nota mætti til við- miðunar. Mér fannst að einhverjir úti í heimi hlytu að hafa staðið frammi fyrir sama vandamáli og við. Með hjálp Óttars Kjartans- sonar komst ég að því að Danir, Norðmenn og Svíar höfðu þegar gefið út tölvuorðasöfn sem byggð- ust á alþjóðlegum staðli um orða- forða í tölvutækni og gagna- vinnslu. I þessum staðli er sett fram hugtakakerfi töfvutækninnar ásamt enskum og frönskum heit- um hugtaka og skýringum á ensku og frönsku. Þessi staðall er nú kenndur við upplýsingatækni og er þróaður í samvinnu tvennra staðlasamtaka, þ.e. Alþjóðlegu staðlasamtakanna (ISO) og Al- þjóða raftækniráðsins (IEC). Hann er nú í 37 köflum sem eru í sí- felldri endurskoðun. Allar útgáf- ur Tölvuorðasafns byggjast á staðlinum. Fyrsta útgáfa Tölvuorðasafns kom út haustið 1983. Bókin er 70 síður og þar eru tæplega 1000 ís- lensk heiti og rösklega 1000 ensk á um 700 hugtökum. Fyrsta útgáf- an var afrakstur af starfi nefndar- innar frá haustinu 1978. Þá voru ekki tök á að ráða ritstjóra svo að í bókinni eru eingöngu íslensk og ensk heiti, engar skilgreiningar fylgdu hugtökunum. En bókin er samt merkileg fyrir ýmislegt. I fyrsta lagi var það merkilegt í sjál- fu sér að fá yfirlit yfir tiltækan ís- lenskan orðaforða um tölvutækni og gagnavinnslu. I öðru lagi var fyrsta útgáfa Tölvuorðasafnsins fyrsta ritið í ritröð íslenskrar mál- nefndar. Þriðja útgáfan er 10. ritið í þeirri ritröð og jafnframt sjötta íðorðasafnið. Utgáfa Tölvuorða- safnsins 1983 var því upphafið að því að Islensk málnefnd gæfi út íðorðasöfn og upphafið að far- sælu samstarfi íslenskrar mál- nefndar og orðanefndar Skýrslu- tæknifólagsins sem hefur haldist óslitið síðan. I þriðja lagi var við fyrstu útgáfu Tölvuorðasafnsins beitt nýrri tækni. Vorið 1982 var Islenskri málnefnd veittur styrkur úr Rannsóknarsjóði IBM vegna Reiknistofnunar Háskólans til þess að undirbúa tölvuvinnslu orðasafna. Tilskilið var, að orða- safn Skýrslutæknifélags íslands yrði látið sitja fyrir, enda hafði stjórn félagsins sótt um styrk til þess verkefnis. Vorið 1981 fór ég til Noregs fyrir atbeina Islenskrar málnefndar til þess að hitta nor- rænt íðorðafólk. Menntamála- ráðuneytið og stjórn Skýrslu- tæknifélagsins sáu mér fyrir farar- eyri. Eg sótti þar fund og heirn- sótti síðan norska íðorðabankann í Björgvin og rændi hann eins og Baldur segir oft. Ránið fólst í því að ég kom heim með það skráa- skipulag sem notað var í norska íðorðabankanum. Það skipulag varð síðan grundvöllur að kerfi sem Magnús Gíslason bjó til fyrir tölvuvinnslu þeirra íðorðasafna sem Islensk málnefnd hefur gefið út og jafnframt grunnur að kerfi íðorðabanka Islenskrar málstöðv- 20 - MARS 1998

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.