Tölvumál - 01.03.1998, Blaðsíða 27
TÖLVUMÁL
Distributed Irials
and events
New common
servlces from
IheNHs
ATM salellite links
' National Host
Country A_
National Host
Country B
terrestnal ATM llnks
NICE provides validated configurations as the
basis of new NH services
Mynd 3. INICE eru prófaðar mismunandi gerðir fjarskiptaþjónustu yfir ýmiss konar
fjarskiptanet.
NICE verkefnið
NICE stendur íyrir „National
Host Interconnection Experiments".
A vegum ACTS áætlunarinnar
hafa verið settar upp svonefndar
landsmiðstöðvar (National Hosts)
í nærri öllum löndum EES ásamt
nokkrum öðrum löndum. Lands-
síminn hefur tekið þátt í NICE fyr-
ir hönd íslensku landsmiðstöðvarinn-
ar (http://www.simi.is/icenh/).
Markmið NICE er að setja upp og
prófa nýjar gerðir fjarskiptaþjón-
ustu sem krefst bandvíðra staf-
rænna fjarskipta, leita leiða til að
bjóða slíka þjónustu sem víðast
og nota til þess þá fjarskiptakosti
sem bjóðast hverju sinni, mynd 3.
Við tilraunirnar er mest stuðst við
ATM fjarskiptaaðferðina.
Dæmi um svona þjónustu er
fjarfunda- og fjarráðstefnuhald.
NICE sá um sumarskólana 1995
og 1996 en þar voru haldin dreifð
námskeið í fjarskiptatækni þar
sem atburðurinn var um leið
verkleg æfing. Alls höfðu 18 stað-
ir gagnvirka tengingu við sumar-
skólann þ.á m. ísland. Að sumri
1997 stóð NICE fyrir afar stórum
atburði sem nefndur var Global-
360. Fjórar ráðstefnur um fjar-
skipti voru haldnar á sama tíma
þ.e. „Global Networking 97“ í
Calgary í Kanada, „Network Inter-
operability“ á Madeira, „The 21st
Century - the Communications
Age“ í Brussel og „Broadband
Communications for Research and
Education" í Moskvu. Global360
tengdi þessar ráðstefnur saman
þannig að hægt var að hlusta á er-
indi og pallborðsumræður milli
ráðstefna. Einnig var gagnvirk
tenging til 15 annarra staða og
náði Global360 allt austan frá
Novosibirsk í Rússlandi vestur til
Calgary í Kanada. Til viðbótar
þessu var hægt að fylgjast með
Global360 á mörgum stöðum sem
aðeins höfðu fjarskipti í aðra átt-
ina, þ.á m. Reykjavík sem tengd
var gegnum MBONE. Á mynd 4
eru sýndir þeir staðir sem tengdir
voru í Global360.
Hugbúnaðurinn sem notaður
var nefnist Isabel (http://www.
dit.upm.es/~proy/isabel) og er
Tækniháskólinn í Madríd helsti
þróunaraðili hans.
JAMES verkefnið
JAMES (Joint ATM Experi-
ment on European Services) er
samstarfsverkefni símafyrirtækja
á evrópska efnahagssvæðinu og
Israel. Verkefnið hefur tvíþættan
tilgang, að veita öðrum rannsókn-
arverkefnum aðgang að alþjóð-
legu fjarskiptaneti svo hægt sé að
gera tilraunir milli landa (sbr.
NICE) og að nota þá fjarskiptaum-
ferð sem af þessu skapast til að
gera notkunartilraunir með ATM.
Margs kyns ATM þjónustuteg-
undir hafa verið prófaðar t.d.
CBR, VBR, ABR og UBR (Con-
stant, Variable, Available og Un-
specified Bit Rate), IP yfir ATM,
SMDS yfir ATM og SVC
(Switched Virtual Connection).
Auk þessa hefur verið fjallað um
sjálfvirka stýringu og viðhald
ATM neta, prófanir með þjónustu
við notendur yfir Internetið o.fl.
Á mynd 5 er JAMES netið sýnt.
INFOWIN verkefnið
INFOWIN (Information Window
for ACTS) er eins konar þjónustu-
verkefni við önnur ACTS verk-
efni. Markmið þess er að dreifa
rannsóknarniðurstöðum úr öðr-
um verkefnum ásamt ýmiss konar
öðrum upplýsingum. Verkefnið
gefur út fréttabréf, bækur um
MARS 1998 - 27