Tölvumál - 01.03.1998, Blaðsíða 5
TOLVUMAL
Skýrsla formanns
fyrir árið 1997
Eftir Hauk Oddsson
Leiðarljós Skýrslutæknifélags-
ins er eftirfarandi: Skýrslu-
tæknifélag íslands - félag
fólks í upplýsingatækni - er máls-
vari fagsins á öllum sviðum. Fé-
lagið er vettvangur umræðna og
skoðanaskipta um upplýsinga-
tækni í því skyni að gera veg
hennar sem mestan og stuðla að
skynsamlegri notkun hennar. Svo
mörg voru þau orð.
Menn greinir oft á um tilgang
yfirlýsinga sem þessarar og ég
verð að viðurkenna að framan af
fannst mér þær lítils virði. Með ár-
unum hefur álit mitt breyst og er
nú svo komið að fýrir mér eru þær
afar mikils virði sem rammi um
þá starfsemi sem á að eiga sér stað.
Árið 1997 var farsælt ár í starfi
Skýrslutæknifélags íslands. Það
ríkti sannkallað góðæri til sjós og
lands - ef svo má að orði komast.
Starfið
Það hefur skapast sú hefð hjá
stjórn félagsins að yfirfara stefnu
þess strax að loknum aðalfundi
og setja sér markmið fyrir árið.
Enda var það fest í lög félagsins á
síðasta aðalfundi að í upphafi
starfsárs skuli stjórn gera starfsá-
ætlum. Að þessu sinni var ákveð-
ið að byggja stefnuna á þeim
grundvelli sem lagður hafði verið
árið áður og leggjast ekki í grund-
vallarbreytingar á stefnunni. Þess
í stað voru sett markmið og
áherslur, í samræmi við áður
markaða stefnu.
I megindráttum þýðir þetta að
haldið var áfram venjubundnu
starfi þ.e.a.s. útgáfustarfsemi, ráð-
stefnu- og fundahaldi en til við-
bótar eru dregin fram fyrir tiltek-
in stoðverkefni sem stjórnin telur
mikilvægt að ljúka á árinu.
Ég vil fýrst víkja orðum mín-
um að þessum sértæku verkefn-
um. Að þessu sinni var ekki erfitt
að ákveða mikilvægasta verkefn-
ið, það var auðvitað að tryggja út-
gáfu tölvuorðasafnsins.
Þar til viðbótar voru dregin
framfyrir eftirtalin verkefni:
• I fyrsta lagi var ákveðið að
vinna að auknu samstarfi við
önnur félög bæði innanlands
og utan.
• I öðru lagi skyldu útgáfumál fé-
lagsins tekin til endurskoðunar.
• I þriðja lagi skyldi Internetmál-
um komið í viðunnandi horf.
Að auki skyldi áfram lögð
áhersla á:
• sýnileika félagsins
• og uppbyggingu fjárhags
Þeim sem til þekkja er ljóst að
hér er ekki um mörg verkefni að
ræða, a.m.k. ekki miðað við það
sem tíðkast hefur undanfarin ár.
Ástæður þessa eru tvær. Það var
öllum ljóst að útgáfa tölvuorða-
safns yrði fyrirferðarmikil á árinu
og síðan þótti í ljósi reynslunar
rétt að reyna að setja sér raunhæf
markmið og að standa frekar við
það sem ákveðið væri.
Þrátt fyrir að verkin væru ekki
mörg og færri en áður tókst ekki
að ljúka þeim öllum, en vel mið-
aði við flest þeirra.
Fyrir hönd stjórnar voru það
þeir Douglas og Heimir sem tóku
að sér að sjá um að vinna að út-
gáfumálum tölvuorðasafns og
styðja við starfsemi orðanefndar
með öllum ráðum. Þar var að
mörgu að hyggja og skiluðu þeir
félagar árangursríku starfi - sem
mælist helst í því að undirbúningi
útgáfu lauk nú í janúar og orða-
safnið var gefið út í liðinni viku
Samstarf
Það hefur verið á dagskrá fé-
lagsins mörg undanfarin ár að leita
samstarfs við önnur félög og fó-
lagasamtök - liðið ár var þar engin
undantekning. Það voru auk mín
þeir Heimir Sigurðsson og Óskar
B. Hauksson sem fengu það verk-
efni að hefja viðræður við hugsan-
lega samstarfsaðila Megináhersla
okkar í þeim viðræðum sem fram
fóru voru að líta helst til möguleg-
arar samvinnu um rekstur skrif-
stofu og annarar stoðþjónustu.
Formlegar viðræður fóru fram
við: Félag urn skjalastjórn, SÍTF og
Fagráð í upplýsingatækni. Þá áttu
sér einnig stað óformlegar viðræð-
ur við Staðlaráð, Gæðastjórnunar-
félagið, EDI-félagið og IcePro. Mál-
ið er þannig statt núna að Staðla-
ráð, Gæðastjórnunarfélagið, EDI-
félagið og IcePro hafa öll lýst sig
reiðubúin til frekari viðræðna. Til
grundvallar íýrirhuguðum viðræð-
um liggur sú hugsun að sameinast
um húsnæði, almenna skrifstofu-
aðstöðu og þá stoðþjónustu sem
sameiginleg er öllum þessum aðil-
um. Það er von mín að þessi breyt-
ing verði til þess að létta þessum
verkefnum af framkvæmdastjóra
MARS 1998 - 5