Tölvumál - 01.03.1998, Blaðsíða 10
TÖLVUMÁL
einnig ökuskírteini samkvæmt
sérstökum samningi við Dóms-
málaráðuneytið, þannig að fram-
leiðsluvara kortagerðar RB er í
raun margbreytilegri og flóknari
en kannski virðist í fljótu bragði.
Heimildagjöf
Þegar korthafinn hyggst nota
nýja Debetkortið sitt og greiða með
því fyrir vöru eða þjónustu, þá
þarf að renna því gegnum segul-
randalesara til að nema hvaða kort
á í hlut. Debetkortin eru einungis
fyrir rafræn not, þau eru ekki með
upphleyptu letri og því ekki hægt
að „strauja" þau eins og kredit-
kortin. Söluaðilinn þarf að hafa
posa eða kassakerfi til að geta tek-
ið við greiðslu með Debetkorti.
Posar
Posi er lítil tölva með inn-
byggðu mótaldi, segulrandarles-
ara og prentara, litlum skjá og
takkaborði og hefur möguleika á
safna og geyma nokkurt magn
gagna. Nafnið er dregið af ensku
skammstöfuninni POS (Point of
Sale), sem lesendur þekkja úr
EFTPOS, sem fyrr er nefnd.
Flestir posar hér á landi eru í
eigu Greiðslumiðlunar hf, sem
leigir þá söluaðilum. RÁS-þjónust-
an, sem er sjálfstætt apparat, sam-
starfsverkefni kortafyrirtækjanna,
banka og sparisjóða en er rekið af
Greiðslumiðlun hf. Annast RAS-
þjónustan forritun og þjónustu við
posana og sér einnig um mikinn
hluta samskipta við söluaðila og
verslanir vegna þeirra.
Kassakerfi
Stærri verslanir hafa oft á tíð-
um í stað posa svokölluð búðar-
kassakerfi, sem meðal annars
leysa hlutverk posanna, þ.e. að
lesa segulrönd, senda heimildar-
beiðni og prenta kvittun. Kassa-
kerfin hér á landi eru aðallega frá
þremur aðilum; EJS hf, Hugbún-
aði hf og Tákni hf, en einnig hafa
stærri aðilar s.s. olíufélög sérstök
kassakerfi af ýmsu tagi. RAS-
þjónustan hefur það hlutverk að
„taka út“ þessi kerfi og breytingar
á þeim og votta þau, áður en þau
tengjast RAS-kerfinu.
Innhringingar
Posar hafa sem fyrr segir inn-
byggt mótald, sem er notað þegar
hringja þarf til kortaútgefenda til
að fá heimild fyrir úttekt á sölu-
stað. Kassakerfi hafa sambærileg-
an möguleika, þótt oft tengist þau
í gegnum X.25 gagnanetið en ekki
almenna símakerfið eins og pos-
arnir.
Nokkuð er misjafnt eftir hvaða
reglum er farið þegar ákveðið er
hvort hringja eigi til að leita
heimildar eður ei. Fer það eftir
eftir áhættuflokki söluaðila, upp-
hæðarmörkum auk handahófsúr-
taks. Einnig eru sum kort svoköll-
uð síhringikort, en þá er sérstakt
merki í kortrönd, sem segir pos-
um og kassakerfum að ávallt skuli
hringt og leitað heimildar hjá
kortaútgefanda þegar kortið er
notað. Innhringihlutfall í DK er
um 45%, nokkuð hærra en gert
var ráð fyrir í upphafi, enda urðu
síhringikortin vinsælli en ráð var
fyrir gert, bæði hjá bankamönn-
um sem og hjá korthöfum sjálf-
um, sem virðast ekki nenna að
leggja saman færslur og fylgjast
með innstæðu reikningsins, sem
kortinu tengist, frá degi til dags.
Heimildagjafabúnaður
I RB er staðsettur heimilda-
gjafabúnaður, svokallaður VAP
(Visa Access Point), sem er vél og
hugbúnaður í eigu Visa Inter-
national, en leigður og þjónustað-
ur af RAS-þjónustunni. Búnaður
af sama tagi er hjá kortafyrirtækj-
unum vegna kreditkortanotkunar.
Hlutverk þessa búnaðar, sem
tengdur er við almenna símakerf-
ið og gagnanetið með 46 símalín-
um er að taka við heimildabeiðn-
um frá posum og kassakerfum og
koma þeim áfram til heimilda-
gjafakerfis í stórtölvu RB. Einnig
er gerfihnattasamband við höfuð-
stöðvar Visa International í Eng-
landi vegna hugsanlegrar stað-
gengilsvinnslu og vegna notkunar
Debetkorta erlendis. Sambærileg
tenging er frá Kreditkortum hf
beint við stórtölvu RB vegna
sömu atriða.
VAP-inn er tengdur stórtölvu
RB um TCP/IP samband og geta
58 heimildarbeiðnir átt sér stað í
einu um það samband.
í stórtölvunni er staða reikn-
ingsins, sem kortinu tengist,
skoðuð áður en heimild til úttekt-
ar er veitt. Segja má að um sé að
ræða hefðbundna úttekt af við-
skiptareikningi og er hún í engu
frábrugðin því sem gerist þegar
gjaldkeri framkvæmir úttekt í af-
greiðslukerfi banka eða spari-
sjóðs. Sama gildir þegar korthafi
framkæmir úttekt í hraðbanka,
enda nákvæmlega sama forritið
sem framkvæmir endanlegu út-
tektina í öllum tilfellum. Það var
því nokkuð skondið þegar starfs-
menn ákveðinnar verslunarkeðju
vísuðu korthöfum í nálæga hrað-
banka til að taka út reiðufé þegar
helv. Reiknistofan var hrunin, en
eins og fyrr segir á sama forritið í
hlut í báðum tilfellum og ein og
sama reikningaskráin sem er upp-
færð.
Svartími
Heimildarbeiðni, sem berst frá
posa í gegnum almenna símakerf-
ið getur tekið a.m.k. 15 - 20 sek-
úndur. Mestur hluti þess tíma fer
í að koma samskiptunum á, þ.e.
forritin bíða eftir són, slá inn
númer, bíða eftir sambandi og
samstilla mótöld. Sjálf sending
heimildarbeiðnarinnar, sem er
stuttur gagnastrengur, tekur innan
við sekúndu og svartími frá VAP
til stórtölvu er innan við hálf sek-
únda að jafnaði. Svartími á gagna-
netssamskiptunum er mun betri,
þar er hann oftast um 3 sekúndur.
RÁS-þjónustan hefur í skoðun
nýjar tegundir tenginga og er
Samnetið þar ofarlega á baugi og
vonandi er hægt að finna nútíma-
10 - MARS 1998