Tölvumál - 01.03.1998, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.03.1998, Blaðsíða 7
A T Ö L V U M Á L Afkoma Eins og fram kemur í reikning- um félagsins var afkoma félagsins á árinu 1997 framúrskarandi góð. Rekstrarafgagnur af starfseminni var rúmar 2 milljónir sem er besta afkoma frá upphafi félagsins. Eig- ið fé félagsins er því orðið tæpar 5,5 milljónir. Það er ekki mark- mið félagsins að safna sjóðum en fjárhagslega sterk staða gefur fé- laginu þrótt og er nauðsynleg for- senda góðs starfs. Áfram ber að stefna að því að skila hæfilegum rekstrarafgangi af starfinu. Það sem að öðru leyti einkendi fjármál félagsins var að meira jafnvægi ríkti en áður. Markmið okkar hefur verið að félagsgjöld standi undir föstum kostnaði við skrifstofu og stoðrekstur, aulýs- ingatekjur standi undir útgáfu Tölvumála og ráðstefnu- og funda- hald standi undir sjálfu sér og gefi félaginu rekstrarafgang. Á liðnu ári lætur nærri að þessu mark- miði hafi verið náð. Áður en ég lík umræðu um starf stjórnar finnst mér við hæfi að vekja athygli á þeirri breytingu sem hefur orðið á starfi stjórnar með tilkomu virkrar notkunar Internetsins og tölvupósts við samskipti milli stjórnarmanna. Eg minnist þó sérstaklega undirbún- ings haustráðstefnunnar sem fór að ótrúlega miklu leyti fram í formi tölvupóstsendinga. Að öðru leyti vísa ég, hvað varðar starfsemi félagsins, til við- auka við skýrslu stjórnar. Lokaorð Eg hef setið í stjórn Skýrslu- tæknifélags íslands í hvorki fleiri né færri en 8 ár, nær því þriðjung þess tíma sem það hefur starfað og hef þar með að baki einna lengstu setu í stjórn félagsins. Þrátt fyrir að ég hafi ekki gengt hlutverki formans nema í 3 ár er mál að linni. Það er ljótur ávani að sitja of lengi í stjórnum félaga- samtaka. Eg tel að hæfilegur tími í stjórn félagsins sé 6 ár og að í sæti formanns eigi enginn að sitja lengur en 4 ár. Auðvitað er ekki hægt að gefa út neina ákveðna reglu í þessu sambandi, tíma- lengdin á að ráðast af áhuga og því hve lengi menn eru tilbúnir að helga félaginu starfskrafta sína. Þó ég hafi ákveðið að hverfa nú úr stjórn félagsins vonast ég til að ég eigi eftir að fá tækifæri til að starfa á einhvern hátt með félaginu. Frá þeim tíma sem ég hef tek- ið þátt í þessu starfi er margs að minnast. Eins og verða vill hefur gengið á ýmsu - sumt hefur geng- ið vel og annað miður. Þó verð ég að segja að þegar á heildina er lit- ið er ég ánægður með hvernig gengið hefur. Auðvitað er það þannig að hægt er að mæla árangur með margskonar mælistikum. Til dæm- is má mæla hann á fjölgun félaga, fjöida þeirra sem sækja ráðstefnur, fjölda blaðsíðna í Tölvumálum, rekstarafgangi og svo framvegis. Eg hef hinsvegar haft þá skoð- un að gleggsti mælikvarðinn á starfsemina sé hvernig gangi að fá félaga að til starfa fyrir félagið. Ég man þá tíma að ganga þurfti með grasið í skónum á eftir fólki til að fá það til að taka sæti í stjórn. Ég veit að það má líta á þetta sem sjálfumgleði fráfarandi for- manns en reyndin hefur verið sú að ár frá ári hefur gengið betur að fá fólk til starfa og aldrei betur en nú fyrir þennan aðalfund. Allir sem leitað var til voru fúsir til að helga félaginu krafta sína. Eins og áður sagði hef ég setið í stjórn í 8 ár. Á þeim tíma hef ég oft þurft að taka félagið framfyrir bæði fjölskyldu og annað starf. Með þessu hef ég reynt á þolrifin í mínum nánustu og samstarfs- mönnum á öðrum vettvangi. En þegar ég stend hér í dag er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið þetta tækifæri - það tæki- færi að fá að takast við jafn ögran- di og þroskandi verkefni sem það er að stýra félagi eins og okkar. Þrátt fyrir ofansagt vil ég þó umfram allt draga fram þátt sam- starfsmanna minna í stjórn. Þar hefur hver maður verið öðrum fremri - valinn maður í hverju rúmi. Hafi þar á einhvern hátt skort á framlag einstakra manna skrifast það á mig sem formann og þar með skort á getu minni til að deila verkefnum með réttum hætti á samstarfsmenn. Að mínu mati stendur Skýrslu- tæknifélagið á nokkrum tímamót- um um þessar mundir. Brátt verð- ur félagið 30 ára, það hefur náð mjög sterkri stöðu meðal fólks í upplýsingatækni og er orðið nokk- uð þekkt meðal landsmanna al- mennt. Þar fyrir utan er fjárhagsleg staða félagsins orðin viðunandi þó rétt sé að styrkja hana enn frekar. Án þess að hvetja til þess að fé- lagið færist of mikilð í fang tel ég að nú sé lag að setja félaginu há- leitari markmið og spila út hærri spilum. Ég læt nýrri stjórn það eft- ir að ákveða hver þau spil skuli verða þó vissulega hafi ég ákveðn- ar skoðanir í því sambandi. Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem ég hef starfað með á vettvangi félagsins og þakka fyrir það tækifæri sem ég hef fengið. Svanhildur Jóhannesdóttir hefur gengt starfi framkvæmda- stjóra þá tíð sem ég hef verið for- maður. Samstarf okkar hefur ver- ið heiðarlegt og gott þó sjálfsagt hafi ég oft reynt á þolinmæði hennar sökum tímaskorts og anna á öðrum vettvangi. Ég kveð formannsstólinn með söknuði en staðfastri vissu um að hafa skilað betra félagi en því sem ég tók við og vissu um að það fari í hendurnar á hæfum félögum sem hafa alla burði til að gera félagið að enn betra félagi en það er í dag. Ég óska Skýrslutæknifélagi ís- lands alls hins besta. Haukur Oddsson er forst'öðu- maður Tölvu- og upplýsinga- deildar Islandsbanka MARS 1998 - 7

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.