Tölvumál - 01.03.1998, Blaðsíða 28
T 0 L V U
Á L
ReykjaviR
*He|singborg
ópenhagen
itdam
Luxembou
Madrid
Helsinki/Finnet
Helsinki/Telecom
Finland
Athens
Tel-Aviv, Israel
Mynd 5. fames netið
ýmis fjarskiptaefni og birtir mjög
mikið á Internetinu. A heimasíðu
verkefnisins er að finna gagnlegar
upplýsingar um fjarskiptamál og
tengingar við aðrar síður, tafla 1.
ATM rannsóknarnet á íslandi
Hér er um að ræða íslenskt
verkefni sem hefur það markmið
að sýna fram á kosti bandvíðra
stafrænna fjarskipta á margs kon-
ar notkunarsviðum. Ætlunin er
að setja upp sýniverkefni á tveim-
ur notkunarsviðum, við fjar-
menntun og fjarlækningar. Fram-
kvæmd fjarmenntunarþáttarins
verður með því móti að fyrirlestr-
ar sem fluttir eru við Viðskipta-
deild HI verða fluttir í rauntíma
til Háskólans á Akureyri þar sem
nemendur eiga þess kost að spyr-
ja fýrirlesara eins og hann væri
staddur í þeirra sal. I fjarlækn-
ingaþættinum verður Landsspít-
alinn í Reykjavík tengdur Sjúkra-
húsinu á Selfossi og Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri. Hreyfi-
mynd úr ómskoðun á meðgöngu
(sónarmynd) verður send frá Sel-
fossi yfir netið þannig að sérfræð-
ingur á Landspítala geti aðstoðað
við greiningu og framkvæmd
skoðunar. Samskipti sérfræðings-
ins og starfsmanna á Selfossi fara
fram gegnum fjarfundabúnað.
Jafnframt verður netið notað fyrir
rauntímasendingar á margvíslegu
myndefni á milli röntgendeilda
Landspítala og Fjórðungsjúkra-
hússins á Akureyri. Með slíku
neti er hægt að senda röntgen-
myndir á fáum sekúndum en með
samnetstækninni sem hefur verið
notuð hingað til tekur það tugi
mínútna. ATM fjarskipti yfir
breiðbandskerfi Landssímans
verða notuð í þessu verkefni.
Lokaorð
Með þátttöku í nokkrum sam-
evrópskum rannsóknarverkefn-
um hefur Landssíminn fengið að-
gang að mikilli þekkingu sem
reynast mun drjúg við áframhald-
andi uppbyggingu fjarskiptakerfis
landsmanna. Framþróun upplýs-
ingatækninnar hér á landi á mik-
ið undir því að boðið verði upp á
greið fjarskipti sem standast kröf-
ur nýrrar aldar. Islendingar ætla
sér stóra hluti við uppbyggingu
upplýsingasamfélagsins. Fjar-
skiptatæknin er ein af megin und-
irstöðum þess og þess vegna er
nauðsynlegt að halda uppi öflugri
rannsóknarstarfsemi jafnt á inn-
lendum vettvangi sem og í sam-
starfi við útlendinga. Rannsókn-
arvinnan stuðlar að því að kynna
notkunarsvið fjarskiptanna og
breiða þannig út notkun þeirra.
Með því næst mikil hagræðing og
lífskjör batna.
Sæmundur Þorsteinsson er
deildarstjóri rannsóknardeildar
Landssíma íslands hf.
28 - MARS 1998