Tölvumál


Tölvumál - 01.05.1999, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.05.1999, Blaðsíða 8
Upplýsingataekni í skólastarfi Hefur verið ánæg/'ulegf að fylgjast með því, hve allir hafa tekið því vel að miðla hér af þekkingu sinni og reynslu A vegum ráðuneytis- ins hefur verið unnið að útboði á hug- búnaði fyrir fjarkennslu greinar á sama meiði. Að fleiru þarf að huga. Búa þarf kennara sem best undir störf við nýjar aðstæður. Menntun og endurmenntun kennara tekur mið af þessu. Efla þarf þróunarstarf í skólum og hefur ráðuneytið valið þrjá grunnskóla og þrjá framhaldsskóla í því skyni. Landssíminn hf. hefur heitið stuðningi við þróu- narskólana. Er frumkvæði fyrirtækisins í því efni mikils metið af ráðuneytinu. Þróunarstarf á þessu sviði ber ekki árangur nema með samvinnu skóla og fyrirtækja. Skólastarf er nú að brjótast undan hinum hefðbundna og aldagamla ramma fyrir tilstilli hinnar nýju tækni. Skólastofa framtíðarinnar verður kynnt hér á ráðstefnunni, hún verður þó ekki ein- ungis í hefðbundnum skólahúsum heldur allsstaðar, þar sem menn geta sest við tölvu. Fjarkennslunni vex stöðugt fiskur um hrygg, og verður órjúfanlegur þáttur í íslensku menntakerfi í nánustu framtíð. Menntamálaráðuneytið telur mikilvægt, að hugbúnaður fyrir fjarkennslu sé sam- ræmdur eftir því sem kostur er. A vegum ráðuneytisins hefur verið unnið að útboði á hugbúnaði fyrir fjarkennslu. Markmiðið er að freista þess að samræma fjarkennsluhætti og stuðla að því að auðvelda samnýtingu á efni milli skóla og kennara. Framboð á fjarkennsluefni eykst jafnt og þétt. Tii lengdar verður gerð þessa efnis og þjónusta í kringum það ekki bundin við eina stofnun. Spurningin verður frekar um það, hvort farið er að kröfum og markmiðum námskráa og hvemig staðið er að samskiptum við nemendur. Af þeim fjölmörgu þáttum, sem verða kynntir og ræddir á þessari ráðstefnu, sést best, hve viðamikið og spennandi þetta nýja viðfangsefni í skólastarfi er. Flugmyndaríkt og framtakssamt fólk hefur fleiri tækifæri en nokkru sinni fyrr til að láta að sér kveða við þróun og mótun skólastarfs. Hlutur nemenda er ekki síst mikils virði. Er sérstakt fagnaðarefni, hve víða þeir leggja hart að sér í og utan skólatíma við að búa til verkefni og kynn- ingarefni á netinu eða á annan tölvutækan hátt. Ég vil þakka öllum, sem hafa gert okkur kleift að setja saman metnaðarfulla dagskrá ráðstefnunnai'. Hefur verið ánægjulegt að fylgjast með því, hve allir hafa tekið því vel að miðla hér af þekkingu sinni og reynslu. Er of langt mál fyrir mig að nefna þá tugi manna, skóla og annarra opinberra stofnana, sem hér tala eða láta að sér kveða með öðrum hætti. Öllum eru færðar innilegar þakkir. Án hins jákvæða áhuga ykkar allra hefði ekki tekist að ná því markmiði, að hér í Menntaskólanum í Kópavogi yrði á einum og hálfum degi unnt að kynnast því helsta, sem er að gerast á þessu mikilvæga sviði nútímalegs skólastarfs. Birt með leyfi ráðherra. Ræðuna má finna í heild á vef Björns Bjarnasonar http://www.centrum.is/bb/ 8 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.