Tölvumál


Tölvumál - 01.05.1999, Blaðsíða 36

Tölvumál - 01.05.1999, Blaðsíða 36
Fjarnám Á Nemendasp/aldinu er síðan líka Einkunnaspjald þar sem kennari og hver nemandi fyrir sig geta séð yfírlit yfír verkefnaskil, einkunnagjöf og frammistöðu í hverju verkefni, eða námskeiðinu í heild Fyrir þá sem þekkja svokallaðar ráðstefnur á Netinu þá er Kennslustofan kunnuglegt umhverfi f LearningSpace zaj[ MediaCenter byTitle J by Writor J by Keyword J by Typfi J Annotations ) Personai Folder J ekki nauðsynlegt að reiða sig á þjónustu- aðila eða hugbúnaðarfyrirtæki til að reka LearningSpace heldur er tilgangurinn sá að skólinn eða rekstraraðilinn sé sjálf- bjarga um rekstur fjamámskerfisins. Hægt er að halda úti eins mörgum námskeiðum og þörf er á hverju sinni með LearningSpace og nemendafjöldinn lýtur ekki þeim takmörkunum að áhyggjur þurfí að hafa af því hérlendis. Hvernig er LearningSpace notað? LearningSpace er skipt niður í nokkur hólf eða hluta sem ættu ekki að koma neinum skólamanni framandi fyrir sjónar. Hver hluti kerfisins á sér samsvörun í rekstri venjulegs skólaumhverfis, enda eru þarfimar þær sömu þótt þær taki á sig aðra mynd í fjarnámi. Þannig þarf að huga að námsframboði með uppsetningu nám- skeiða og því að ráða kennara í hvert námskeið. Um þann hluta er séð í sk. Skólastjóm (Central Course Management) sem engir aðrir en umsjónarmenn kerfis- ins þurfa að eiga við. Gagnvart nemand- anum gegnir Námsáætlun (Schedule) aðalhlutverkinu, en þar em sett fram þau verkefni og sú yfirferð sem hvert námskeið kallar á, hvort sem kennarinn velur að gera það eftir vikum eða köflum. Ef vísa þarf í nánari gögn s.s. myndir, stærri textaskrár, hljóð eða þessháttar er sjálfvirk og þægileg tenging í Gagnasafnið (MediaCenter) þar sem setja má inn slíkt efni, sérstaklega fyrir hvert námskeið, fyr- ir fleiri námskeið eða allan skólann í heild. í Kennslustofunni (CourseRoom) fara síðan fram samskipti á milli kennara og nemanda, nemendahópsins eða allra eftir því sem verkast vill. Með því móti má forðast álag á kennarannn í gegnum óformaðan tölvupóst þegar hægt er að svara mörgum í einu í kennslustofunni auk þess sem fletta má upp í eldri samskiptum að vild. Fyrir þá sem þekkja svokallaðar ráðstefnur á Netinu þá er Kennslustofan kunnuglegt umhverfi. Tengja má um- ræðuna ákveðnum verkefnum eða efni eða bara ræða námið almennt. Samheldni og hóptilfinningin er eitt af því sem kunnugir nefna sem lykilatriði í vel heppnuðu fjarnámi og skortur á því er ein helsta ástæða þess að menn gefast upp í náminu. Það er erfitt að vera einn og einangraður að paufast í námi og því er lögð áhersla á það að greiður aðgangur sé að öðrum nemendum í LeamingSpace og er það gert með sk. Nemendaspjöldum (Profiles). A þeim síðum geta aðrir nemendur flett upp nafni, séð mynd og fengið netfang samstúdenta sinna, auk þess sem hver og einn getur bætt við per- sónulegum upplýsingum á sína síðu. A Nemendaspjaldinu er síðan líka Einkunnaspjald þar sem kennari og hver nemandi fyrir sig geta séð yfirlit yfir verkefnaskil, einkunnagjöf og frammi- stöðu í hverju verkefni, eða námskeiðinu í heild. Kennarinn hefur síðan aðgang að sk. Mats-stjóra (Assessment Manager) sem gerir kleift að leggja fjölbreytt mat á nemendur með skyndiprófum, sjálfsmati, könnunum og krossaprófum eftir efni og aðstæðum hverju sinni. LearningSpace í hnotskurn • Notes aðgangur umsjónarmanns þar sem skrá má nemendur, kennara og námskeið. • Notes aðgangur kennara þar sem leggja má fyrir verkefni, ræða við nemendur, taka við verkefnum og halda utan um öll samskipti kennara og nemanda á skipulagðan og aðgengilegan hátt, hvort sem um óformlegar fyrirspumir, formleg verkefnaskil eða lokaeinkunn áfanga er að ræða. • Vefaðgangur nemenda þar sem verkefni og námskeið eru sett skipulega fram, umræður eru þægilegar og greiðar og hjálp er alltaf innan seilingar. Og hvað svo? Hugvit hf. hefur gert samning við Lotus um þýðingu á LearningSpace á íslensku á næstunni og þegar eru viðræður í gangi við flestar stærri menntastofnanir landsins um prófanir á LearningSpace. Nánari upplýsingar um fjarnámskerfið er að finna á vefsíðum Hugvits www.hugvit.is Fjalar Sigurðarson er Internetráðgjafi hjá Hugvit hf. 36 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.