Tölvumál


Tölvumál - 01.05.1999, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.05.1999, Blaðsíða 9
Landkönnuður Lcmdkönnuður um borð í skólaferju - Um stöðu frumkvöðla í upplýsingatækni í skólastarfi' Þuríður Jóna Jóhannsdóttir Sá sem hefur fylgst með þróuninni á sviði upplýsinga- og tölvutækni í skólastarfi undanfarin ár tekur eftir því að það eru nokkrir kennarar sem skera sig úr fyrir frumkvöðlastarf. Maður veit að þetta er oftast óhemju vinna og umbun í launum sárlítil. Því lék mér forvitni á að vita hvernig þeir kennarar eru sem eru tilbúnir til að fara út í nýjungar í upp- lýsingatækni í skólastarfi. Jafnframt fannst mér áhugavert að vita hvað veldur því að nýjungastarf dagar oftar en ekki uppi í stað þess að verða upphaf að þróun. Til að leita svara við þessum spurn- ingum gerði ég dálitla rannsókn á starfi framhaldskólakennara á haustmisseri 1998 og byggði á aðferðum eigindlegra rannsókna, m.a. viðtölum og vettvangs- athugunum.2 Eftirfarandi túlkun byggist á greiningu rannsóknargagnanna. Sá sem ætlar sér að kanna ný lönd verður að búa yfir eða þróa með sér ákveðna eiginleika Að líkja persónuleika frumkvöðulsins við landkönnuð virðist vera lýsandi og eiga vel við Landkönnuðurinn Sá sem ætlar sér að kanna ný lönd verður að búa yfir eða þróa með sér ákveðna eiginleika. Hann verður að hafa áhuga á að sjá og uppgötva eitthvað nýtt og óþekkt; vera hrifnæmur. Til þess verður hann að vera tilbúinn til að leggja á sig ferðalög út í óvissuna með tilheyrandi erfiðleikum. Hann verður að hafa góða skipulagsgáfu ásamt frumkvæði og skapgerð ákafamanns sem þarf að búa yfir hæfilegri þrjósku og lætur helst ekkert hindra sig í að ná settu marki. Þegar hann hefur náð því nýtur hann þess að fá athygli og aðdáun umheimsins. Að vera land- könnuður verður fljótlega að lífsstfl þannig að landkönnuður greinir ekki skarpt á milli einkalífs síns og starfs síns sem landkönnuðar. Þessi lýsing á að mjög miklu leyti við um frumkvöðulinn sem ég rannsakaði. Það er kona sem hrífst auðveldlega af nýjungum og fer jafnframt strax að hugsa um hvemig nýjungin geti nýst í kennslu. Skipulagsgáfan og fmmkvæðið verða til þess að hún lætur ekki sitja við orðin tóm. Þó að maður kunni ekkert á tæknina lætur maður það ekki verða til þess að stoppa sig og hefur ekki áhyggjur af að slíkt verði of flókið eða erfitt í framkvæmd heldur lítur á það sem hvert annað verk sem verður að ganga í að leysa ætli maður að komast leiðar sinnar. í rannsókn minni kom víða fram að frumkvöðullinn er ófeiminn við að breyta um stellingar í kennarahlutverkinu, að bregða sér úr hefðbundnu hlutverki fræðarans. Nýjungagirnin er líka greini- lega mikill hvati. En þar sem frumkvöðlar eru tilbúnir til að leggja mikið á sig til að fara nýjar leiðir þá ætlast þeir jafnframt til þess að eftir verkum þeirra sér tekið og þurfa á athygli og viðurkenningu að halda. Að líkja persónuleika frumkvöðulsins við landkönnuð virðist vera lýsandi og eiga vel við. Skólaskipið - ferja í áætlunarsiglingum En hvað veldur því að nýjungastarf dagar oftar en ekki uppi í stað þess að verða upphaf að þróun? Ef haldið er áfram með lfldnguna um landkönnuðinn þá mætti líkja skólanum við skip. Kennurunum mætti líkja við áhöfnina og skólastjóranum að sjálfsögðu við skipstjórann. Þetta er ferja sem siglir milli landa og nemendurnir eru í hlutverki farþega. Landkönnuðurinn um borð lítur ' Gre/n/n er fyrri hluti fyrirlestrar sem haldinn var á ráðstefnu um upplýsingatækni í skólastarfi, UT99, á vegum mennta- málaráðuneytisins og Skýrslutæknifélagsins í Menntaskólanum í Kópavogi 26.-27. febrúar 1999. 2 Rannsóknin var gerð sem hluti af námi í aðferðafræði rannsókna - eigindlegar aðferðir í Kennaraháskóla Islands á haust- misseri 1998 undir leiðsögn Guðrúnar Kristinsdóttur, lektors. Sjá heimildaskrá. Tölvumál 9

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.