Tölvumál - 01.05.1999, Blaðsíða 26
Kynjamunur
Ef litið var á sjálf-
metna færni kom
kynjamunur í Ijós
tengdur aldri. Færnin
jókst föluvert með
aldri en jbó einkum
hjá drengjunum
stúlkna. Nánar tiltekið voru 42% drengj-
anna sem sögðust hafa tölvu í sínu her-
bergi en einungis 11 % stúlknanna.
Ef hver skóli var skoðaður sérstaklega
varð myndin flóknari og þá virtist þessi
umtalsverði kynjamunur sem að framan
hefur verið lýst vera töluvert háður skóla
og/eða svæði. Sem dæmi má taka tvo fjöl-
mennustu skólana, sem ég nefni hér skóla
A (þátttakendur 61) og B (þátttakendur
57). Hjá þátttakendum í skóla A var um
lítinn sem engan kynjamun að ræða í
fæmi og viðhorfum en töluverður munur
virtist vera hjá nemendum í skóla B. I ljós
kom umtalsverður munur á skólunum í
ýmsum þáttum sem skýrt gátu minni
kynjamun meðal þátttakenda í skóla A en
B. Til dæmis var tvöfalt hærra hlutfall
drengja en stúlkna í skóla B með tölvu
staðsetta í eigin herbergi heima og drengir
í þeim skóla höfðu notað fleiri forrit
heima hjá sér en stúlkurnar. Slíkur munur
var ekki til staðar hjá nemendum í skóla
A. Athyglisvert var að stór hluti nemenda í
skóla B notaði leiki í skólanum (86%) en
aðalforritið sem virtist nýtt í skóla A var
spjallforrit (57%). Þó virtist Netnotkun
mun meiri í skóla B, en þá var meira um
að ræða vef- og tölvupóstnotkun. Annar
munur á skólunum tengdist frjálsri
nýtingu tölva. í skóla A sagðist 94%
stúlkna hafa frjálsan tölvuaðgang í
skólanum og 74% nýtti hann (rniðað við
62% pilta). Til samanburðar sagðist 85%
stúlkna hafa frjálsan tölvuaðgang í skóla
B en aðeins 35% nýta hann (miðað við
50% pilta).
Hafa verður í huga að í raun og veru var
kynjamunur í fæmi og viðhorfum
svipaður hjá stúlkum í báðum skólum og
drengjum í skóla A en drengir í skóla B
virtust hins vegar teija sig mun færari en
hinir hóparnir og hafa jákvæðari viðhorf
til tölva. Því inætti leiða að því rök að til
að bæta tölvunotkun nemenda í skóla A
hefði þurft að koma vel til móts við þarfir
og áhuga beggja kynja en í skóla B að
leggja sérstaka áherslu á að koma til móts
við þarfir og áhuga stúlknanna.
Hér var lýst helstu niðurstöðum úr
tveimur skólum af sex en niðurstöður úr
fámennari skólunum fjórum voru ekki
síður athygiisverðar og þær bentu t.d. til
þess að kynjamunur í viðhorfum,
drengjum í hag, fyndist einkum í einum af
þessum fjórum. Sá skóli virtist að mörgu
leyti standa framar í tölvu- og Netnotkun
en hinir skólamir.
Rannsóknin
Rannsóknin var unnin með aðstoð 10
nemenda við KHÍ og HÍ. Spurningalistar
voru endurgerðir og settir upp á vef (sjá
http://soljak.ismennt.is/spurnnem og
http://soljak.ismennt.is/spurnskola/).
Gögnum var safnað í 5 skóluin af
Reykjavíkursvæðinu (fjórum
grunnskólum og einum framhaldsskóla)
og fimm grunnskólum úr jafnmörgum
landshlutum. Þátttakendur voru urn 760 úr
5.-10. bekk grunnskóla og af 1.-4. ári
framhaldsskóla; en um helmingur þátt-
takenda var úr 9. og 10. bekk.
Ef litið var á sjálfmetna færni (á 14-
atriða lista) kom kynjamunur í ljós tengd-
ur aldri. Færnin jókst töluvert með aldri en
þó einkum hjá drengjunum (sjá mynd 1).
Lítill sem enginn kynjamunur var í
sjálfmetinni færni 5. og 6. bekkinga en í 7.
og 8. bekk jókst munurinn mjög og virtist
haldast nokkuð stöðugur í 8. - 10. bekk.
Einnig var kynjamunur meðal framhalds-
skólanema á 1.3. og 4. ári en reyndar lítill
sem enginn í 2,árs hópnum. Marktækur
kynjamunur (mismikill) kom einnig fram í
öllum viðhorfaspumingum en sérstaklega
var sláandi munur á því hversu „klárir“
nemendur töldu sig vera í að nota tölvur.
Þessi rannsókn sýnir að umtalsverður
kynjamunur er til staðar meðal íslenskra
nemenda í sjálfmetinni tölvutengdri færni
og viðhorfum a.m.k. frá 7. bekk. Þessi
munur virðist þó mismunandi eftir
skólum/svæðum. Urvinnsla gagna stendur
26
Tölvumál