Tölvumál - 01.05.1999, Blaðsíða 34
Kidlink
Kennarar í fámennum
skólum geta slegið
tvær flugur í einu
höggi
Efld verði miðlun íslenskrar þekkingar
til annarra landa sérstaklega norrænna og
evrópskra. Stefnt verði að því að auka
hagræði í erlendu samstarfi með því að
nýta samskiptatækni t.d. Internet og
myndráðstefnur. “
í kaflanum Leiðir að markmiðum segir
m.a.í 1 .grein: „íslendingar taki virkan þátt
í erlendum verkefnum. Samstarfsverkefni
milli íslenskra og erlendra skóla á grunn-
og framhaldsskólastigi verði eðlilegur
þáttur í skólastarfi.“
Við í Kidlink teljum Kidlink kjörleið að
þessum markmiðum. Tölvutæknin og þeir
möguleikar, sem hún býður upp á mun
væntanlega hafa mikil áhrif á skólastarf í
framtíðinni. Kennarar í fámennum skólum
geta slegið tvær flugur í einu höggi, komið
nemendum í samband við nemendur
annars staðar og sjálfir tekið þátt í faglegri
umræðu á Kidleader. Islenskumælandi
böm og unglingar í útlöndum gætu haldið
íslenskunni við með þátttöku í Kidlink á
íslensku og einnig er hægt að þjálfa sig í
erlendum tungumálum með bréfavið-
skiptum.
Hafi einhverjar spurningar vaknað við
lestur þessarar greinar er sjálfsagt að hafa
samband við undirritaðar.
Hilda Torfadóttir (hilda@ismennt.is),
kennari á Akureyri,
er stjórnandi Kidproj á íslensku.
Eygló Björnsdóttir (eyglob@ismennt.is),
kennari í Vestmannaeyjum,
er aðstoðarstjórnandi Kidproj á íslensku.
Heimildarskrá:
Odd de Presno: Tölvupóstur á Kidleader. 1996.
Lára Stefánsdóttir. Akureyri. Munnleg heimild.
1999.
Salvör Gissurardóttir. Kidlink-islenska -uppkast.
1997. http://www.khi.is/~salvor/kidlink/uml.htm
Patricia Ann Weeg. Who am I.
Kidlinksamskiptaverkefni á netinu. 1998.
http://www.globalclassroom.org/vita.html
Nini Ebeltoft. Overalt og ingen steder. 1997,
http://www.uio.no/~ninie/overalt-0.html
I krafti upplýsinga. Reykjavík.
Menntamálaráðuneytið. 1996.
Endurskoðun aðalnámskrár. Reykjavík.
Menntamálaráðuneytið 1998.
Kidlink-vefurinn. 1996-8. http://www.kidlink.org
34
Tölvumál