Tölvumál


Tölvumál - 01.05.1999, Blaðsíða 23

Tölvumál - 01.05.1999, Blaðsíða 23
Skólasöfn Nú er að störfum nefnd á vegum menntamálráðherra sem ætlað er að gera tillögur um val á bókasafnskerfi sem hentað gæti fyrir öll bókasöfn I landinu vegum Skólasafnamiðstöðvar Reykja- víkurborgar, enda búa skólasöfn í grunn- skólum þar við allt aðrar aðstæður en önnur skólasöfn hér á landi. Tölvukerfi Einungis hluti skólasafnanna tölvuvæddur og mörg kerfi í gangi. Ég tel að nú sé kominn tími til að stíga skrefið til fulls og stefna á að skrár allra skólasafna verði tölvuvæddar og í samtengd kerfi. Skráning safnkostsins og rafrænt útlána- kerfi er ein að undirstöðum notkunar upplýsingatækni í skólasöfnum og því er brýnt að þessum málum verði veitt í hagkvæman farveg. Nú er að störfum nefnd á vegum menntamálráðherra sem ætlað er að gera tillögur um val á bókasafnskerfi sem hentað gæti fyrir öll bókasöfn í landinu. Hvort skiár skólasafna verði samtengdar á landsvísu, í hverjum landshluta, fræðsluumdæmi eða öðrum einingum sem hentugar kunna að teljast, þá er ljóst að þessi mál verður að taka til gagngerrar endurskoðunar. Tölvubúnaður Gott tölvukerfi leiðir til betri nýtingar á þeim gögnum sem til eru, en til þess að nýta það er einnig nauðsynlegt að í söfn- unum og skólunum sé nægur tölvubúnað- ur og að hann sé uppfærður með reglulegu millibili. Fyrir utan þær tölvur sem ætlaðar eru starfsfólki safnsins, þurfa að vera sérstakar tölvur eingöngu fyrir leit í skrám safnsins, margmiðlunartölva, inter- nettölva og ritvinnslutölvur. Þessar tölvur þurfa allar að tengjast staðarneti. Þá held ég að einhver viðmið varðandi tölvubúnað í skólum væri til bóta. Þá er átt við lág- marksfjölda tölva, prentara, um staðarnet, nettengingar oi'l. Þetta gæti orðið veruleg hvatning því flest sveitarfélög með sjálfs- virðingu rnundu reyna að gera betur en tölurnar segðu til um. Starfsfólk Upplýsingatæknin getur sparað okkur tíma og leitt til betri nýtingar á safn- kostinum. En upplýsingatæknin kemur ekki í staðinn fyrir starfsfólkið í skóla- söfnuin og hún leysir ekki vanda þeirra skólasafna sem nú þegar eru undirmönn- uð. Við þurfum gott og hæft starfsfólk á skólasöfnin og rnikið af því. Við þurfum að veita því tækifæri til endurmenntun og stórauka tækniþekkingu innan skólanna. í hverjum skóla þarf að vera starfsmaður sem hefur það að aðalstarfi að sjá um og reka tölvur og tölvukerfi skólans. Þegar fram í sækir er ekki hægt að reka tölvu- kerfin með ígripavinnu áhugasamra starfs- manna í skólanum eða þeirra sem kalla má frumkvöðla. Þeirra framlag er nauðsynlegt til að ryðja brautina, en til að koma á ein- hverri festu þurfum við fasta starfsmenn, sem hafa þekkingu og menntun á þessu sviði. Þá þarf að korna í veg fyrir togstreitu á milli þeirra hópa sem eiga að vinna að sameiginlegu markmiði, en mér hefur fundist örla á slíku. Kennaramir hafa þekkingu á kennslu og uppeldisfræði og hvernig best sé að miðla þekkingunni til nemenda, bókasafnsfræðingamir þekkja uppbyggingu upplýsingaheimsins og hafa á valdi sínu leitaraðferðir í alls konar gagnagrunnum og tölvufræðingamir búa yfir þekkingu á vélbúnaði og hugbúnaði og ýntislegri tækni sem þarf að vera til staðar svo hægt sé að nálgast þessa nýju veröld. Síðan skarast þessi svið eftir getu og áhugamálum þeina einstaklinga sem sinna þeim en engin ein stétt „á“ þetta svið. Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir er bókasafnsfræðingur í Stjórnarráðinu og stundakennari við htl Heimildir: Ársskýrsla skólasafna íframhaldsskólum 1997-1998. 1998. Rv. : Menntamálaráðuneytið. http://brunn- ur.stjr.is/interpro/mm/mm.nsf/pages/upplysingar- utgefid 26.febr. 1999. Ársskýrsla skólasafna ígrunnskólum 1996-1997. 1998. Rv. ; Menntamálaráðuneytið. Denl, Angela. 1998. School libraries go digital for the next millenium. School Libraries in View, no. 10, autumn. Endurskoðun aðalnámsskráa leik-, grunn- og framhaldsskóla http://www.ismennt.is/vefir/nam- skra/ 26.febr. 1999. Tölvumál 23

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.